Ný kennitala - sama okrið

Almenna Leigufélagið komst í fréttir fyrir skömmu vegna áforma um svívirðilegar hækkanir á leigutekjum. Nú er komið nýtt nafn og ný kennitala en sama græðgin.

Hvernig má það vera að það sé flokkað sem óhagnaðardrifið leigufélag, þegar félag á ekkert eigið fé, kaupir íbúðir á 100% lánum og lætur leigjendur greiða fjármagnskostnaðinn í botn á meðan eignamyndunin rennur 100% í vasa eigendanna?  Svona er viðskiptamódel Leiguvalla og Alma.  

Hjá Alma er hægt að leigja 3 herb. íbúð á Hverfisgötu fyrir 270 þúsund á mánuði. Svona íbúð fæst keypt á 60 milljón krónur. Fjármagnskostnaður vegna 60 milljóna verðtryggðs láns er kr.237 þúsund á mánuði. Fyrir leigufélögin er greiðslubyrðin umsemjanleg og því örugglega lægri. Þannig að ekki aðeins eru leigjendur látnir kaupa þær íbúðir sem þeir leigja heldur tekur leigusalinn allt tryggingaféð og bætir í sína eigin veltu. Síðan í fyllingu tímans er þessum félögum slitið. Leigjendum hent út á klakann en félagið á allar sínar eignir skuldlausar, þökk sé okurleigukjörum og geta selt þær með svimandi hagnaði sem er ekki einu sinni skattlagður sem mismunur á kaupverði og söluverði.

Fyrst leigufélög komast upp með svona viðskiptamódel, afhverju er þá ekki hægt að hjálpa leigjendum til að kaupa í stað þess að leigja? Meirihluti leigjenda mundi vel ráða við að kaupa ef þeir fengju 100% lán. Nú þegar framboð á húsnæði er að vaxa má stýra svoleiðis 100% lánum þannig að markaðurinn fari ekki kollhnís.

Aðalatriðið er að útrýma þessum svokölluðu óhagnaðardrifnu leigufélögum af markaði.  Mér er alveg sama hverjir eiga þau.  Þau byggja öll á sama viðskiptamódelinu. 0 eigið fé og leigutekjur látnar borga allan kostnað og ábatinn felst í eignamyndun en ekki útborguðum arði.


mbl.is Fast leiguverð í sjö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband