20.10.2013 | 17:02
Viðvarandi súrefnisleysi í ráðuneytinu
Öllum er í fersku minni umhverfisslysið í Kolgrafarfirði í fyrravetur þegar allt að 70 þúsund tonn af síld og öðrum sjávarlífverum drápust vegna skyndilegs súrefnisskorts. Í allt sumar hefur nefnd verið að störfum til að móta tillögur en hún virðist úrræðalaus og jafn dauðvona og síldin sem nú fer að búa sig til vetrardvalar á Breiðafirðinum.
Ákall frá bæjarstjórn Grundarfjarðar vekur lítil viðbrögð nefndarinnar og formaðurinn lætur nægja að benda á að komið hefur verið upp mælitækjum til að fylgjast með súrefnisinnihaldi fjarðarins. Hvernig það eigi svo að koma í veg fyrir köfnun síldarinnar segir hann ekki og meðvirkur fréttamaður RUV hefur ekki fyrir því að spyrja! Þarna fór gott fréttaefni fyrir lítið. Full ástæða er fyrir ábyrgan fréttamiðil að taka þetta upp á sína arma og kryfja það í hörgul. En greinilegt er að Kastljósið hefur ekki áhuga á slori þegar tilfinningaklám er í boði.
Varðandi frammistöðu ráðuneytisins þá er vöntun á fólki sem þorir að taka ákvarðanir. Síldargildrunni verður að loka. Og það á að skjóta alla hvalina sem hafa undanfarin ár hámað í sig tugi þúsunda af síld á breiðafirði. Hvalkjötið eigum við að éta en láta ekki hvalina éta okkur út á gaddinn.
En það á líka að veiða meira af síldinni. Hafró viðurkennir í nýjustu skýrslu að þeir hafi vanmetið stærð stofnsins en mæla samt með meiri veiði í haust en síðasta haust þrátt fyrir síldardauðann skelfilega. Það segir náttúrulega allt sem segja þarf um veiðiráðgjöf þessarar stofnunar sem kennir sig við vísindi en iðkar fals og gervivísindi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2013 | 16:14
Enn af útsendingarstjórn RUV
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2013 kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2013 | 15:40
Ekki næstu 20 árin
Skrítið hvað sumir þingmenn eru blindir á raunverulega fjárhagsstöðu ríkisins. Nú þarf ekki þjóðarátak til að eyða 100 milljörðum heldur þjóðarsátt um að lækka skuldir ríkissjóðs og þessa geigvænlegu vaxtabyrði. Heilbrigðiskerfið er í molum og það batnar ekki við að ráðast í byggingarframkvæmdir á stað sem rúmar ekki allar þessar byggingar sem "verktakavinir" vilja ráðast í. Ef snillingunum hefur tekist að eyðileggja gamla Landspítalahúsið þannig að það kosti 11 milljarða að gera við það þá þykir mér einsýnt að sameining spítalanna verði tekin til endurskoðunar ásamt kerfinu sjálfu og reynt að komast að skynsamlegri lausn. Eins og tildæmis að ákveða hvaða deildir við ætlum að hafa og reka vel og hvaða deildir hægt er að láta lækna sjálfa reka. Eins og tildæmis augndeildina á Landspítalanum. Hún er rekin í samkeppni við einkastofur og einkastofurnar standa sig mun betur en Landspítalinn. Og hvað um aðrar deildir? Háls- nef og eyrnadeildin þarf ekki að vera hluti af ríkisspítala. Og svo framvegis.
Einkarekstur er ekki glæpur. En einkavæðing þar sem gróðinn er bara einkavæddur er glæpur.
Ræðum þetta í þinginu en ekki frumvarp þessara 3 þingmanna sem virðast ekkert hafa lært af hruninu. Þessir nýju þingmenn okkar hljóta að hugsa öðruvísi en trénaðir flokkshestar sem aldrei hafa þurft að hugsa um eigin buddu. Gæslumenn almannafjár eiga að taka starf sitt alvarlega og láta ekki embættismenn leiða sig í ógöngur.
Borgarspítalinn stendur á góðum stað og hann hentar miklu betur undir Ríkisspítala heldur en gamli Landspítalinn. Lyflækningadeild, skurðdeildir, hjarta og krabbameinsdeildir rúmast vel í þeirri byggingu og þótt einhverju þurfi að bæta við þá verður það ekki nema brotabrot af þeim kostnaði sem menn ræða um að fara í, í sambandi við nýjan LSH. Með þessu móti mundi líka minnka umferðarálagið á Miklubrautina og í framhaldinu mætti tengja Kringlumýrarbraut við framtíðabyggð í Vatnsmýrinni með einhvers konar slaufum sem nýttust einnig sem aðkoma að Borgarspítalanum.
Það eru óendanlegir möguleikar sem munu opnast í skipulagsmálum strax og fyrirhugað byggingarslys á landspítalareitnum hefur verið blásið af fyrir fullt að allt.
Að starfsemin sé rekin á 17 stöðum er ekki rök fyrir því að byggja 280 þúsund rúmmetra á landspítalalóðinni. Miklu fremur ábending um að minnka báknið sem nýja spítalanum er ætlað að vera á kostnað allra annarra heilbrigðisstofnana í landinu. Töfraorðið hagræðing nær nefnilega sjaldan upp í efstu lög ríkisstofnana. Og sparnaður á einum stað þýðir oftast meiri kostnað annars staðar. Því allt hefur sitt verð. Bara spurning hvaða bókhald þarf að fegra hverju sinni.
![]() |
Vilja hraða spítalaframkvæmdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2013 | 12:42
Alger endurnýjun er forsenda fyrir viðspyrnu
![]() |
Sigurjón tekur þátt í prófkjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2013 | 01:08
Háskólinn og holan
Í Háskóla heimskunnar vestur á Melum
hirðum við lítt um það hverju við stelum.
Mottóið okkar, að menn bara muni
"merkin" rétt setja svo engan neitt gruni
-Í fjársvelti ríkisins byggðum má blæða
því byggja skal höll hinna íslenzku fræða.-
Atkvæðismunar á Alþingi neytti
ólánsöm Kata sitt samþykki veitti
Framkvæmdir hófust án frekari tafa
fenginn var verktaki, ýta og grafa.
-Í fjársvelti ríkisins byggðum má blæða
því byggja skal höll hinna íslenzku fræða.-
Ef byggja skal höll er að mörgu að hyggja
en helst er það fjármagn sem þyrfti að tryggja
Ei lengur neinn efast að íslensk við erum
eins og með Hörpu við mistök hér gerum
-Í fjársvelti ríkisins byggðum má blæða
því byggja skal höll hinna íslenzku fræða.-
Áður en börn okkar detta í brunninn
byrgja þarf svæðið og moka í grunninn
Uppi í Háskóla enginn er friður
því Illugi ákvað að skera þar niður
-Í fjársvelti ríkisins báðum má blæða
byggðum og byggingu íslenzkra fræða.-
Alþýðan þarf ekki höll hinna heimsku
í huga sér geymir svo fall' ekk' í gleymsku
dýrmætar sögur og dróttkvæðin þungu
dýrustu djásn hinnar íslensku tungu
byggðum og byggingu íslenzkra fræða.-
4.10.2013 | 14:52
Ríkisstjórnin og "Holan"
Ofan í holuna með þetta hyski
sem heldur að arður af óveiddum fiski
eign hinna útvöldu eigi að vera
en alþýðan kostnaðinn ein megi bera
Fyrirheit sjálfum sér glæstust þeir gefa
en gjarnan skít öðrum er skammtað úr hnefa
Nú íslenzkufræðingar fá ekki stæði
í forgrunni musteris undir sín fræði
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)