Að afbaka sannleikann.

Rannsókn Seðlabankans á gjaldeyrisskilum Samherja er löngu lokið og endanleg niðurstaða fengin í það mál sem Þorsteinn Már hefði betur sætt sig við og látið þar við sitja. En Þorsteinn vill refsa þeim sem efast um vald hans. Þorsteinn og Samherji eru eitt. Þeir sem ráðast að Samherja ,ráðast á Þorstein Má persónulega. Þetta er skýringin á þeirri heiftarlegu reiði, sem enn kraumar undir, vegna þess að Már Guðmundsson réðist inn í einkaskrifstofu hans í Katrínartúni í Reykjavík, að viðstöddum starfsmönnum RÚV og haldlagði gögn vegna sakamálarannsóknar Seðlabankans.  Sakamálarannsóknar, sem kom svo í ljós að byggð var á gögnum sem Helgi Seljan ,fréttamaður Kastljóss hafði aflað sér í tengslum við ábendingar kunnugra manna um brotalamir í gjaldeyrisskilum stórfyrirtækisins!  Þeirri rannsókn lauk án niðurstöðu fyrir margt löngu en Þorsteinn Már hefur séð um að halda því á lofti með öllum tiltækum ráðum. Hann lét skrifa bók um málið, hann heimtaði að seðlabankastjóri yrði rekinn og hann stormaði inn á nefndarfund hjá Alþingi til að sýna vald sitt. Og núna hefur hann ráðið "afbrotafræðing"til að koma óorði á Helga Seljan og gera stærsta fjölmiðil þjóðarinnar ótrúverðugan. Og það er mikið í húfi. Orðsporið er í rúst vegna viðskiptahátta stjórnenda Samherja. Fleiri og fleiri sjá að þar hafa viðgengist viðskiptahættir sem verður að stöðva og draga alla sem að komu til ábyrgðar, en fyrst og fremst forstjórann, Þorstein Má.  Því allir sem til þekkja vita að ekkert er gert hjá Samherja án hans vitneskju og blessunar.

Jón Óttar er núll og nix, hann hefur enga vigt í þessu máli . Sérstaklega eftir að hafa upplýst sjálfur um saknæmt hátterni í störfum sínum fyrir Samherja. 

Í litlu þjóðfélagi er hvorki pláss fyrir Samherja né Þorstein Má. Fyrsta skrefið í umbótum á sjávarútvegsmálum hér á landi er að losa okkur við alla litlu samherjana. Leiguþýin eru víða. Allt frá ómerkilegum afbrotafræðingum og sjálfkrýndum rithöfundum til bæjarstjóra, þingmanna og ráðherra.

Áfram RÚV og frjáls fréttamennska!


mbl.is „Sekur um óheiðarleg vinnubrögð, blekkingar og svik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband