Færsluflokkur: Ljóð

Ríma af Þorgerði Katrínu

Til innherja alls ekki teljast
ef af Flokknum til ábyrgðar veljast
Þótt Þorgerður þætt' ekki hlýðin
þá tókst henn' að dáleiða lýðinn

Sem yfirmann íþrótt' og menntar
af því að öllum það hentar
þingflokkur Þorgerði setti
og þjóðin tók andköf af létti

Þá var hér þjóðlíf í blóma
fólk þekkt' ekki Steingrím og Dróma
Þá var hlegið og grillað í Hruna
það hljóta nú allir að muna.

En lofa skal dag hvern að kveldi
kænn gerðist Baldur og seldi
bréfin sín bankanum í
en Brown bar nú ábyrgð á því

Þá Þorgerður þurfti að fara
því gift var hún Kristjáni Ara
Það fannst engum undrunum sæta
enda áttu þau hagsmun' að gæta

Er læddist að Hafnfirska húmið
hjónin sér hröðuðu í rúmið
Andlega órótt í geði
enda fjárhagsleg staða í veði

Undir konuna settur er koddinn
Kristján vill fá sér á broddinn
Við atganginn allt fer í lakið
uppgefin leggjast á bakið

Þá formaður Flokksins til vara
frétt sagði Kristjáni Ara
að allt vær' að fara til fjandans
-Fallvölt er frjálshyggja andans-

Og grípa þau verði til varna
og verjast með Einar' og Bjarna
sem björguðu Engeyjar auðnum
undan nefinu á Lárusi sauðnum

En nú var úr vöndu að velja
verðbréfin mátt' ekki selja
Græðgislán glóparnir taka
sem get' aldrei borgað til baka

Arðsemi bréfanna búið
bankahrun varð ekki flúið
En fléttan sem fullkomnar ránið
felst í að afskrifa lánið

Nú áhyggjum þeirr' er að slota
enda 7 Hægri löngu gjaldþrota
En álögur væru hér lægri
ef lögsótt við gætum 7 Hægri

-Sama hvað alþýðan argar
elítan alltaf sér bjargar_


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband