26.11.2013 | 07:31
Skilja menn virkilega ekki hvað er í húfi?
Hópur fundaði í gær. Hverjir nákvæmlega funduðu og í hvers umboði? það hefði verið betra að það hefði komið fram í fréttinni. Og svo er sagt að ýmislegt hafi verið gert! Að setja út bauju með mælitækjum eftir að þessi manngerða síldargildra fylltist fyrir viku síðan, heitir ekki að ýmislegt hafi verið gert. Það hefur akkúrat ekkert verið gert. Og menn eru greinilega jafn ráðalausir og fyrr. það er hægt að veiða lifandi háhyrning og sleppa honum fyrir innan brú til að láta hann reka síldina út. Einhverjar tilraunir með hvalahljóð hljómar eins og brainstorming á leikskóla.
Það eina ásættanlega er að rjúfa vegfyllinguna og afturkalla þessi umhverfisspjöll Vegagerðarinnar. Það er hægt að gera á nokkrum dögum með réttum tækjum. Og menn eiga ekkert að velta kostnaðinum fyrir sér. Þessi 50-60 þúsund tonn sem drápust síðast var tjón upp á 5 milljarða hið minnsta og menn telja að meira sé í húfi núna. Hvaða vald hefur þessi hópur til að ráðkast með slíka hagsmuni? Ef síldin drepst fyrir utan þrenginguna eða í Grundarfirði þá er það af náttúrulegum orsökum og ekki við neinn að sakast. Ef síldin drepst einu sinni enn inni í Kolgrafarfirði fyrir innan þverun þá er það af mannlegum völdum vegna þess að einhver hópur kaus að spila rússneska rúllettu um hagsmuni sem eru margfalt meiri heldur en kostnaðurinn við að rjúfa fyllinguna og opna gildruna.
![]() |
Hvalahljóðum beitt gegn síldinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2013 | 04:39
Hægri stjórnir, Hannes og RÚV
Mér eins og ýmsum fleirum, hnykkti við að hlusta á viðtal við Hannes Hólmstein í Speglinum á RÚV í fyrradag. Án þess að ég sæi sérstaka ástæðu til að hneykslast eða rjúka til og blogga um tilefnið. En nú hefur semsagt Hannes sjálfur gert hneykslun vinstri manna að tilefni til að hæðast að þeim á sinn hátt. Fínt hjá Hannesi og mátulegt á þessa sjálfskipuðu umræðustjóra, sem láta eins og þeirra sé alnetið.
En..einmitt þetta tilefni, að Hannes fái að tjá sig í fréttum hinnar vinstri sinnuðu fréttastofu RÚV, sýnir svart á hvítu hversu nauðsynlegt það er, að ríkið hætti að reka fjölmiðil. Með því að hleypa Hannesi aftur að og fá Gísla Martein sem arftaka Egils, þá er Páll Magnússon að rétta af vinstri slagsíðuna, sem núverandi stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt svo hispurslaust og með réttu undanfarna mánuði.
En á sama tíma gjaldfellir Páll hlutleysi Ríkisútvarpsins og leggur andstæðingum þess vopn í hendur , sem vilja að RÚV sé skorið við trog. Ég er í þeim hópi en ekki af pólitískum ástæðum. Mér er alveg sama þótt Hannes Hólmsteinn og Stefán Ólafsson væru fengnir sem álitsgjafar um allt og ekkert. Fyrir mér hefur RÚV fyrir löngu glatað trausti sem hlutlægur fréttamiðill og orðinn að aggressivri íþróttarás, þar sem stefnan er að boltaíþróttir njóti forgangs. Þetta er ekki í samræmi við lögskipaða stefnu RÚV, sem segir að RÚV eigi að sinna menningu og efla innlenda dagskrárgerð.
Þess vegna finnst mér löngu tímabært, að ríkið dragi sig út af þessum markaði. Það eru einkastöðvar, sem sinna landsbyggðarhlutverkinu og stjórnmálaumfjölluninni alveg ágætlega og engin ástæða til að óttast einkareknu miðlana, að þeir breytist í Morgunblaðið. Það er greinilegt að þeir þingmenn sem töluðu mest um nauðsyn þess að hafa ríkisfjölmiðil sem sinnti einmitt þessu tvennu, hafa ekki kynnt sér hvað er í boði hjá N4 eða ÍNN. Og það eru sífellt færri, sem nenna að setjast niður og horfa á fréttir og veður klukkan 19:00. Til hvers segi ég nú bara. Maður er búinn að lesa þetta allt áður á netinu hvort sem er eða hlusta á sömu umfjöllun í Speglinum á Rás 1. Hvað er þá eftir sem réttlætir 400 manna ríkisstofnun, sem kostar okkur skattborgarana 4 milljarða á ári? Öryggishlutverkið? Hvaða öryggishlutverki hefur RÚV sinnt, sem aðrir miðlar hafa ekki sinnt betur spyr ég á móti. Hættum að blekkja okkur með þessari meðvirkni. Ef stjórnendur RÚV geta ekki stjórnað þessari stofnun í samræmi við vilja almennings þá eigum við ekkert að vera að halda þeim uppi. Það er rökrétt og orðið tímabært að endurskilgreina hlutverk RÚV.
En eitt er öruggt, að við þurfum ekki pólitískt apparat sem útvarpar á 2 rásum og sjónvarpar á 3. Og heldur líka úti lélegum netmiðli. Ef menn geta komið sér saman um netta stofnun sem heldur utan um það sem best hefur verið gert þá er það ágætt. Mér hefur dottið í hug að það væri kannski ekki svo galin hugmynd að sameina RÚV, Þjóðleikhúsið og Simfóníuna. Þar með yrði til stofnun sem væri öflugur menningarmiðill og möguleg efnisveita á því gífurlega mikla magni efnis sem nú rykfellur í geymslum Þjóðleikhússins og í hillum Ríkisútvarpsins. Það væri meira að segja hægt að flytja starfsemi RÚV niður í Hörpu og selja húsið í Efstaleiti til að grynna á lífeyrisskuldbindingum vegna allra silkihúfanna. En gefum Páli og Óðni frí.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.11.2013 | 21:43
Enn einn útvarpsþátturinn í sjónvarpi RÚV
Ég hlustaði á nýja skemmtiþáttinn, Orðbragð, í tölvunni áðan. Það eru miklar ýkjur að kalla þetta skemmtiþátt en sem fræðsla á hann fullan rétt á sér í útvarpinu eða jafnvel bara á netinu. Sarah Silverman gerði fyrir nokkru þátt sem nefnist Susan 313. Þessi uppistandsþáttur fékkst ekki sýndur á kapalstöðinni, en hún fékk leyfi til að setja hann á netið. Það finnst mér vel til fundið. Því margt er einfaldlega svo lélegt að það á ekkert erindi í sjónvarp þótt lágmenningar skemmtigildið sé ótvírætt.
Nú veit ég ekki hvernig dagskrárstjóri RÚV velur sitt efni en greinilegt er að hann sækist frekar eftir lélegu efni þótt gott efni sé í boði. Við því er ekkert að segja. Sumir eru bara metnaðarlausir og finnst meira gaman að lágmenningu. En af hverju þarf ég að borga?
24.11.2013 | 19:20
Sigmundur í Bunkernum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2013 | 03:13
Sorglegt
Allt þetta ferli, síðan í desember á síðasta ári, þegar 25 þúsund tonn af síld drápust úr súrefnisskorti í Kolgrafarfirði, ber stjórnvöldum dapurt vitni. Fyrir það fyrsta þá var eins og enginn áttaði sig á alvöru málsins eða nauðsyn þess að bregðast við. Ekki Umhverfisráðuneytið, ekki Sjávarútvegsráðuneytið , ekki náttúruverndarsamtök, ekki sveitastjórnir á Snæfellsnesi, enginn! það var eins og allir væru að bíða eftir að einhver annar tæki af skarið og lýsti yfir ábyrgð. Með því að hafa hægt um sig héldu menn að þeir gætu varpað allri ábyrgð af þessu umhverfisslysi af herðum sínum. Það var ekki fyrr en seinna slysið varð, sem menn sáu að ekki var undan því vikist að grípa til aðgerða. En jafnvel þá voru allar aðgerðir fálmkenndar og sú neyðarráðstöfun að grafa dauða síld í fjörunni var bara frestun á vandanum og um leið voru vistskilyrði fjarðarins gerð verri til framtíðar. Þá strax átti að gera ráðstafanir til að loka þessari gildru. Annaðhvort með því að rjúfa vegfyllinguna á stórum parti eða með því að loka fyrir streymið undir brúna.
Það þurfti ekkert að gera neinar frekari rannsóknir. Það kom í ljós 2011 að þverunin hafði þau áhrif að eðlileg sjávarföll tepptust í firðinum. Munurinn var talsverður í millimetrum og umreiknað í lítra sjálfsagt einhverjar milljónir lítra sem ekki náðu að endurnýjast við hver fallaskipti. Vegagerðin vissi semsagt upp á sig skömmina en þagði þunnu hljóði meðan allir voru að ásaka alla hina fyrir aðgerðaleysi.
Og þessi vöktun sem stjórnvöld komu á var sýndarmennskan ein enda of seint að bjarga nokkru þegar síldin væri gengin inn í fjörðinn. Og þessar veiðar sem Sigurður Ingi heimilaði í 4 daga skipta engu máli. Þessir fáu bátar geta kannski veitt 200 tonn en það er brot miðað við þau 100 þúsund tonn sem talið er að séu föst í þessari síldargildru.
Að hafa svona gersamlega óhæfa embættis og stjórnmálamenn er sorglegt. Það var hægt að loka rennunni undir brúnni með síldarnót í síðustu viku eins og ég benti á en ekkert var gert. Er ekki hægt að draga ráðamenn til ábyrgðar fyrir tómlæti? Ég mæli með að þingið rannsaki þetta og dragi þá til ábyrgðar sem gerðu ekkert til að koma í veg fyrir að síldin gengi inní þessa manngerðu síldargildru.
![]() |
Látum ekki tvo milljarða drepast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2013 | 19:42
Meðvituð breikkun á rassgati.
Það er rökrétt að óhæfir ráðherrar þurfi á sérfræðiaðstoð að halda. Þessi skortur á þekkingu var sérstakt vandamál í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem hver lærlingurinn á fætur öðrum fékk að spreyta sig í starfi ráðherra. Þá voru samþykkt lög sem heimiluðu ótakmarkaðan fjölda aðstoðarmanna í raun. Því þótt starfsheitið aðstoðarmaður megi aðeins nota yfir suma þá er vinnan sú sama hvort sem sérfræðingurinn er titlaður aðstoðarmaður eða sérfræðingur í verkefnavinnu. Af þeim var enginn skortur í ráðuneyti Jóhönnu og í samræmi við lögmál Parkinson þá getur þeim ekki annað en fjölgað!
Ef við viljum ekki bera kostnað af alltof dýru stjórnsýsluapparati þá skulum við hætta að kjósa fimmflokkinn.
21.11.2013 | 17:27
Látum Útlendingastofnun njóta vafans.
21.11.2013 | 17:18
Síldin í Kolgrafarfirði
Enn og aftur eru fréttir af áhyggjum Bjarna bónda á Eiði vegna ástandsins við innanverðan Kolgrafarfjörð en ekkert bólar á fyrirbyggjandi aðgerðum stjórnvalda. Það er of seint að bregðast við þegar síldin er komin inn fyrir vegfyllinguna því eins og Bjarni bendir á þá er mikil grútarmengun í botni fjarðarins vegna síldarinnar sem drapst í fyrra og var urðuð þar af mikilli skammsýni. Að leyfa smábátum að veiða innan brúar gæti reynst sýnd veiði en ekki gefin. Bæði vegna aðstæðna en ekki síður vegna tíma. Smábátar veiða ekki nema takmarkað magn og við erum hugsanlega að tala um tugi þúsunda tonna.
En það er til lausn sem hægt er að grípa til strax og hún felst í að strengja nót fyrir gatið á meðan síldin heldur til á þessu svæði og skjóta svo helvítis hvalinn sem eltir torfurnar.
Nú gildia engin hvalverndarsjónarmið. Þetta er spurning um að bregðast við meiriháttar umhverfisslysi og því fordæmi ég silagang yfirvalda og úrræðaleysi.
Hlustum á Bjarna bónda en ekki einhverja skrifborðssérfræðinga í Reykjavík.
19.11.2013 | 20:21
Afskriftir Bændasamtaka uppá 1 milljarð!
Mikil umræða besserwissera um fjárhagslegt sjálfstæði Bændasamtakanna vekur furðu í ljósi þess að nýlega voru fluttar fréttir af 950 milljón króna afskriftum Samtakanna vegna láns til Hótel Sögu. Nú þurfa besserwisserarnir, Guðmundur Gunnarsson o.fl að upplýsa okkur, heimskan almúgann, hvaðan þessi milljarður kom, sem Bændasamtökin veittu í taprekstur Hótelkeðjunnar og hvers vegna Bændasamtökin innleystu ekki gróðann vegna hótelsins árið 2006? Þá gátu Bændasamtökin innleyst 1 milljarðs hagnað samkvæmt fréttum á þeim tíma. Hvað gerðist? Var það græðgin eða eitthvað annað? Svar óskast. Möppudýrið í ráðuneytinu, Sigurgeir Þorgeirsson, ætti að vita allt um þetta. Hann var framkvæmdastjóri Bændasamtakanna þá.
Ef Bændasamtökin hafa tekið þennan pening af framlögum vegna búvörusamningsins þá hlýtur það að skoðast sem fjárdráttur og verða rannsakað sem slíkt. Ef peningurinn hefur verið tekinn af búnaðargjaldinu þá stemmir það ekki þar sem skipting þess gjalds er ákveðin í lögum og þar fyrir utan er upphæðin sem gjaldið skilar aðeins helmingur af þessari upphæð sem Bændasamtökin afskrifuðu vegna lánsins til hótelsins. Og ekki var féð sótt í vasa bænda. þeir voru flestir á kafi í sparisjóðabólunni og þurftu á öllum sínum peningum að halda og gott betur til að kaupa stofnbréf
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.11.2013 kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2013 | 18:55
Auðkonur eiga ekkert erindi
![]() |
Þorbjörg Helga tekur ekki sætið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |