Íslendingur ársins 2013

Nú hafa samtök boltafréttamanna valið atvinnumanninn Gylfa Þór, sem Íþróttamann ársins 2013, fyrir að vera góður í vinnunni sinni.  Til hamingju með það Gylfi!  En það eru bara svo margir duglegir í vinnunni sinni að það rímar ekki að taka svona einn útfyrir. Ef veita á einstaklingi viðurkenningu þá verður að gera það á öðrum forsendum.  Það er álíka heimskulegt að veita atvinnumanni í íþróttum heiðursviðurkenningu og það er að hengja orðu á embættismann, bónda eða verkamann fyrir að vinna vinnuna sína.

Viðurkenningar eru góðar en þær verður að veita í hófi.  Eingöngu áhugamenn og einstaklingar sem skara fram úr og eru öðrum gott fordæmi  ættu að verða þess heiðurs aðnjótandi að vera tilnefnd menn eða konur ársins á hinum ýmsu sviðum.  Ekki atvinnuíþróttamenn , ekki atvinnupólitíkusar og alls ekki athyglissjúkir fjölmiðlamenn.

Sá einstaklingur sem mér finnst hafa skarað fram úr á síðustu árum er

Vilborg Arna Gissurardóttir

Hún er að mínu mati, Íslendingur ársins 2013. 

Ég tek hatt minn ofan fyrir þeirri konu.


DV þróar fréttamennsku

Reynir og félagar á DV láta fréttaleysi ekki stöðva sig.  Fyrst birta þeir viðtal við spámiðil og slá svo bullinu upp sem sjálfstæðum fréttum!  Gaman verður að vita hvað Jónasi Kristjánssyni finnst um þessa nýjung

Mönnum er bara skítsama

Þessi frétt á visi.is er lýsandi fyrir viðhorf gagnvart öldruðum hjá þeim sem síst skildi.  Umsjónarmaður sem lætur slíkt yfir sig ganga er ekki starfi sínu vaxinn.  Og þjónustuaðili lyftubúnaðarins á skilið tiltal frá framleiðanda lyftunnar.  Ef svona bilun kemur upp til sjós, þá gengur vélstjórinn í verkið og finnur bilunina og gerir við hana.  Ef hann færi bara í koju þá fengi hann uppsagnarbréf med det samme.  Af hverju er annað viðhorf í landi en til sjós?  Er það af því gamla fólkið hefur engan málsvara með bein í nefi?

Misskilningurinn um SÁÁ

Margir standa í þeirri trú að ekkert hafi verið gert í málefnum alkahólista fyrir daga SÁÁ.  Þetta er beilínis rangsannindi.  SÁÁ byggir á hugsjón AA samtakanna sem hafa verið til síðan 1935 eða tæplega hálfri öld lengur en SÁÁ.  Um AA Samtökin segir á heimasíðu þeirra:

Dr. Bob, sem ásamt Bill W. er talinn stofnandi AA-samtakanna, hætti að drekka 10. júní 1935 og miðast stofnun samtakanna við þá dagsetningu. Með fulltingi þeirrar hugmyndafræði, sem þeir lögðu til grundvallar, hafði tveim árum seinna nógu mikill fjöldi alkóhólista verið allsgáður nægilega lengi til að sannfæra menn um að nýtt ljós væri tekið að skína í undirheimum ofdrykkjunnar. Þeir tóku nú þá ákvörðun að draga saman reynslu sína og gefa út í bókarformi og kom AA-bókin út í apríl 1939. Þar má finna bataleið AA-samtakanna, reynslusporin tólf. Þegar ákveðnir byrjunarörðugleikar voru að baki uxu samtökin gríðarlega á mjög stuttum tíma og dreifðust um gervöll Bandaríkin. Þar komust fyrstu íslendingarnir í kynni við þau.
Stofnfundur AA-samtakanna á Íslandi var haldinn föstudaginn 16. apríl 1954. Þeir sem boðuðu til fundarins höfðu ekki áttað sig á því að föstudaginn sem þeir boðuðu til fundarins, bar upp á föstudaginn langa. En af þessari tilviljun miðast afmæli AA-samtakanna á Íslandi því við föstudaginn langa ár hvert. Stofnfélagar voru 14, en í vetrarbyrjun stofnárið 1954 voru félagar orðnir 80. Lengi vel var haldinn einn, en síðar tveir fastir AA-fundir í viku hverri. Sjúkum var hjúkrað á ýmsum stöðum, fyrst kom Bláa bandið 1955 og í framhaldinu Flókadeild Kleppsspítalans. AA meðlimir gengu ötulega fram við að hjálpa hvor öðrum þegar svo bar undir.
Á áttunda áratugnum varð aftur mikill vöxtur í AA-samtökunum á Íslandi er íslendingar fóru að leita sér hjálpar við alkóhólisma hjá Freeport sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum. Þá hóf starfsemi sína Vífilstaðadeild Landspítala Íslands 1976. Margir vesturfarar og fleiri stofnuðu AA deildir þegar heim kom. Samtök áhugafólks um áfengisvandann, SÁÁ, voru stofnuð 1977, en þau samtök komu upp sjúkrahúsi og meðferðarstöðvum sem voru sérhæfðar í meðferð alkóhólisma. Samskipti milli AA og SÁÁ sem og annarra meðferðarstofnanna hafa verið farsæl frá fyrstu tíð. AA-samtökin á Íslandi hafa haldið áfram að eflast og stækka fram á þennan dag. Nú eru haldnir rétt um 300 íslenskir AA-fundir á viku hverri eða u.þ.b. 16.000 þúsund fundir á ári. Má nærri geta að margir hafa öðast nýtt og betra líf fyrir tilstilli þeirra.

AA Samtökunum ber að þakka fyrst og fremst sá árangur sem hefur náðst í að þurrka upp fyllibyttur.  Ekki SÁÁ.  

En það sem SÁÁ gerði var að brjóta grunnreglu AA samtakanna sem hefur alltaf verið nafnleyndin, og gerði þetta böl að business, sem aldrei verið hefði.

Þess vegna á ekki að tala um SÁÁ sem einhverja frumkvöðla og nafngreina menn eins og ég sé að Egill Helgason gerði í nýjasta pistli sínum.

Hermann Gunnarsson var ekki að flíka þessu ístöðuleysi sínu og hann hefði aldrei samþykkt þá sölumennsku sem höfundur æfisögu hans stundaði til að auglýsa bókina. Sannar fyllibyttur skammast sín fyrir að geta ekki hætt að drekka þrátt fyrir aðstoð félaga úr AA.   Slíkar sögur eiga ekkert erindi við almenning frekar en það sem sagt er á fundum hjá AA samtökunum.


Mundu menn ekki eftir smáfuglunum?

Nú er hart í heimi smáfuglanna og aldrei meira aðkallandi að hygla þeim.  Skiptir engu í hvernig húsnæði menn búa.  Þeir sem ekki hafa aðgang að eigin görðum geta alltaf fundið opin svæði þar sem hægt er að fóðra fugla.  Og það þarf ekki að kosta neitt umstang. Það þarf ekki að kaupa sérfóður í búðum fyrir þresti og starra allavega.  Þeim finnst venjulegur matur hið mesta lostæti þótt aðalatriðið sé að hafa nægt feitmeti með.  Í gegnum árin hef ég gert alls konar tilraunir og það sem vinsælast er af mínu borði er:

  • brauð með sultu (Rabababara og sveskju)
  • tólg smátt skorin
  • tröllahafrar vættir í afgangsmatarolíu
  • öll soð og steikarfita blönduð saman við brauðmeti
  • jafnvel gamalt swiss miss súkkulaðiduft hrært út í matarolíu

Og síðast en ekki síst láta hreint vatn út í grunnu íláti og brjóta af því klakann eftir þörfum.

Ekki gefast upp þótt enginn fugl láti sjá sig fyrsta daginn.  Þeir eru þarna og fylgjast með hvort umhverfið sé öruggt áður en þeir setjast að snæðingi.  Í upptalningunni hér að ofan sést að það er um að gera að nýta allt soðflot og gamla matarolíu og feiti þegar skipt er um í djúpsteikingarpottinum.  Þetta er eldsneiti fuglanna í frostinu.

Gleðilega hátíð.


Vinnslustöðin kaupir sér velvild

_rni_og_jon.jpg
mbl.is „Þetta er bara partur af kryddinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Graður hælisleitandi eða svartur Jósef?

Stundum verð ég aldeilis orðlaus yfir bullinu sem flæðir yfir landsmenn.  Mætti ætla að höfundar bullsins álíti alla Íslendinga hálfvita.  Nýjasta dæmið er grein rithöfundarins Auðar Jónsdóttur í Kjarnanum og sem sagt er frá í DV í dag.  Ég gæti líka nefnt grein Einars Steingrímssonar en þar sem hún er að mestu endurtekning á innihaldi pistils Auðar, þá sleppi ég því.

Innflytjendamál eru pólitík.  Höfum það hugfast þegar við fjöllum um þessi mál almennt. Og það eiga menn að gera.  Fjalla um þetta almennt en ekki busla í tilfinningaklámslauginni eins og vinstra liðið gerir nú í sambandi við brottvísun svarts hælisleitanda.  því klámið gengur nú út á að  líkja brottvísuninni við gyðingaofsóknir á tímum Jósefs og Maríu og líkja þessum blökkumanni við Jósef.  Sem er náttúrulega dálítið fyndið miðað við að Jósef var ekki barnsfaðir Maríu samkvæmt elztu heimildum LoL

Auðvitað er svona málflutningur fáránlegur.  Og auðvitað er bara verið að framfylgja lögum hér.  Við getum auðvitað gagnrýnt lögin en það á að gera málefnalega en ekki með svona endemis tilfinningaklámi.  Hvenær hefur það raskað ferðafrelsi nokkurs manns að hann hafi gert kerlingu út í bæ ólétta?  Og ef við í einhverju stundarbrjálæði trúum að svertinginn sé Jósef endurfæddur þá hljótum við að bíða með öndinni eftir að svarta María verði léttari svo við getum sett barnið í DNA greiningu og fengið að vita í hvaða blóðflokki Guð allsherjar er og líka til að geta sent honum meðlagsreikninginn!


Stríðið gegn Sigmundi Davíð eða lygin un lygina

Áróðursdeild VG, sem samanstendur af fréttastofu RÚV og bloggaranum Ingimar Karli Helgasyni, lætur ekkert tækifæri ónotað til að klekkja á forsætisráðherra.  Skiptir þá litlu hvort tilefnið er réttmætt eða upplogið. Nýjasta árásin af síðari gerðinni mátti lesa á bloggi Ingimars í morgun og síðan endurtekið í fréttum RÚV í hádeginu.

Og nú er því haldið fram að Sigmundur hafi logið í þriðja sinn!  Og vitnað í bæði Halldór Laxness og Halldór Grönvald þeirri fullyrðingu til stuðnings. Minna má það ekki vera.  Og hvert skyldi tilefnið vera núna?  Jú Sigmundi varð það á að segja í þingræðu að atvinnuleysistryggingasjóður væri tómur.  Reyndar sagði Sigmundur ekki bara að hann væri tómur heldur að hann væri kominn í mínus, sem hlýtur að vera margfalt alvarlegri lygi.  En látum það liggja milli hluta.

Svona segir náttúrulega enginn nema lýðskrumari og lygari, að mati Fréttastofu RÚV og Ingimars Karls. En auðvitað dæmir þessi persónuárás á Sigmund Davíð, sig sjálfa og varpar skugga á skrifstofustjóra ASÍ fyrir rökleysubullið sem hann lét út úr sér. Hvað hefur það með lausafjárstöðu Atvinnuleysistryggingasjóðs að gera, hvernig eignastaðan á pappírnum er?   Ef ekkert er til í sjóði þá er sjóðurinn tómur.  Og ef búið er að greiða út úr sjóðnum meira en inneign er fyrir þá er verið að nýta yfirdrátt sem er ábyrgður af ríkissjóði samkvæmt lögum.  Hver er þá lygin?   Og hver glæpurinn?  Það er ekkert nýtt að þessi sjóður tæmist en hann er alltaf fjármagnaður því þannig segir bara í lögum.

Oft hefi ég lesið færslur Ingimars Karls og oft hefi ég verið því sammála sem hann segir.  Mér hefur fundizt hann hafa borið af öðrum pennum VG sakir málefnalegrar gagnrýni hans.  En nú er trúanleikinn fokinn út í buskann.  Fréttastofa RÚV hafði svo sem ekki úr háum söðli að detta.  Maður er ýmsu vanur úr því eldhúsi.


Marklaust hjal

makrill_1223933.jpgAllt tal um sjálfbærar veiðar í úthöfunum er marklaust hjal. Nær væri að flokka fiskveiðistefnu ESB og Íslendinga sem rányrkju en ekki sjálfbærar veiðar. Með því á ég við það brottkast og svindl sem er innbyggt í öll kvótakerfi.  En er í raun eitthvað til sem heitir sjálfbærar veiðar? Eru litlar veiðar sama og sjálfbærar veiðar? Er hægt að mæla stærð fiskstofna af einhverju viti og af einhverri nákvæmni?  Ef menn svara þeirri spurningu neitandi þá fellur kenningin um sjálfbærar veiðar um sjálfa sig.

Reynsla útgerðamanna og sjómanna segir að veiðar séu löngu óarðbærar og þeim hætt áður en fiskstofnum sé nokkur raunveruleg hætta búin vegna ofveiði.  Þess vegna er kenningin um sjálfbærar veiðar blekking eða rangsannindi. En í anda náttúruverndar og sem mótvægi við ágenga nýtingu þá hafa stjórnmálamenn ánetjast kenningum um sjálfbæra nýtingu og gengið svo langt að yfirfæra þær yfir á fiskveiðar.  Ég er þó ekki viss um að neinn hafi trúað vísindalegu gildi þessara kenninga í byrjun.  Þetta var í fyrstu mótspil við gífurlega árangursríkum áróðri náttúruverndarsamtaka á borð við Greenpeace sem hótuðu því að koma í veg fyrir verzlun með fiskafurðir í Evrópu og Ameríku vegna rányrkju og ofveiði fiskveiðiþjóða við norðanvert Atlantshaf, en sér í lagi vegna hvalveiða Íslendinga og fleiri þjóða.  Þessi hótun Greenpeace var gífurlega alvarleg fyrir okkur, sem byggðum að langmestu afkomu okkar á fiskveiðum og því var gripið til þess að klæða fiskveiðarnar í vísindalegan búning og þar með var lagður grunnur að kvótastýringu veiða eins og flestar þjóðir búa við í dag.  Þetta er aðal ástæðan en ekki ofveiði fiskimanna eða hættan á útrýmingu fiskstofna í hafinu.

eldisthorskur.jpgEn blekkingar stjórnmálamanna eru háðar sömu lögmálum og lygar. Menn flækja sig í þeim og á einhverjum tímapunkti er ekki hægt að bakka út úr blekkingunum.  Lygin verður að sannleika  og sannleikurinn að lygi.  Þess vegna flæðir makríllinn yfir allt og ekki má veiða hann af því hann er ekki til í bókhaldi fiskifræðinganna.  Og þegar Íslendingar og Færeyingar heimta hlut úr þessum flökkustofni þá verður deilan um skiptinguna að hörðum hnút.  Ekki vegna þess að kröfur Íslendinga séu svona ósanngjarnar heldur vegna þess að með því að heimila auknar veiðar þá segir líkanið að um ofveiði sé að ræða. 

Þetta er vandinn sem menn standa frammi fyrir.  Það er nógur fiskur en það má bara ekki veiða hann. Því ef það sannaðist hér eins og í Barentshafi að auknar veiðar myndu stækka stofna en ekki útrýma þeim, þá yrði það slíkur álitshnekkir fyrir stjórnmálamenn og fræðimenn á sviði fiskifræði og hafrannsókna að hrikta myndi í stoðum samfélagsins.  Þá verður of seint að viðurkenna að nauðsynlegt hafi verið að beita þessum blekkingum.  Það myndi ekki margir trúa því.  Því sannleikurinn var gerður að lygi og því er erfitt að breyta.

 


mbl.is Refsiaðgerðir áfram yfirvofandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nornaveiðar feminista og fórnarlömbin

Ég er hugsi yfir því óréttlæti sem Ragnar Þór Pétursson, kennari, hefur verið beittur af yfirvöldum og embættismönnum Reykjavíkurborgar.  Af engu tilefni öðru en vera skotspónn þeirrar bylgju feminískrar rétthugsunar sem birtist fyrst í nornaveiðum Hildar Lilliendahl og hennar fylgismanna á fésbók. Það markar upphafið tel ég.  Þá var byrjað í fullri alvöru að tala um öfuga sannanabyrði í kynferðisbrotamálum og skotleyfi gefið á alla sem dirfðust að vera á öðru máli. Ragnar Þór Pétursson er fórnarlamb þessarar herferðar.

En það er ekki hægt að afgreiða viðbrögð embættismanna Reykjavíkurborgar með þessari skýringu.  Embættismenn eiga að vera faglegir og ekki láta öfgafólk hafa áhrif á embættisfærsluna.  Eða þannig ætti það að vera.  Nema hjá Reykjavíkurborg.  Þar er búið að innleiða kvenhyggju í anda hinnar nýju kynjafræði sem á upptök sín í Háskólanum og hefur breiðst út í lægri skólastig eins og arfi í kartöflugarði.  Kveður svo rammt að heilaþvottinum, að fólk sem aðhyllist þessa tegund feminisma talar sitt eigið frasamál og fer eftir sínum eigin reglum þegar kemur að því að refsa karlrembum og sóðakörlum.  Þá gildir ekki réttarreglan að allir skuli saklausir uns sekt er sönnuð.  Nei þá gildir að allir eru sekir sem ekki geta sannað sakleysi sitt.  Það er til skammar að Reykjavíkurborg skuli styðja svona viðhorf og beinlínis verðlauna þau eins og reynslan  sýnir.  Í vor verða Reykvíkingar að kjósa fólk sem þorir að breyta þessu.

Við getum ekki sætt okkur við að öfgafeministar fari með völd í okkar umboði.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband