25.12.2014 | 18:19
Fráskilin að vestan
Á jólum boðar biskup trú
á barnavininn mestan
Þjóðkirkjunnar fyrsta frú
er fráskilin að vestan
Oft er til þess tekið nú
að trúarleysið smiti
og vandarótin væri sú
að vantaði "integriti"
![]() |
Nú býðst okkur að taka við ljósinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 18:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2014 | 17:21
Óspar á orðurnar
Ekki lengur virðing vís
viðtakenda bíður
Því orður fá frá Óla grís
óuppdreginn lýður
Hvað segðu þeir sem hafa hæst
og hneikslast á þeim orðuklúbb
Ef Bingi fengi fálkann næst
Fyrir þetta fréttaskúbb
![]() |
Sigmundur sæmdur fálkaorðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2014 | 20:09
Vesturfarinn Bjarni Lyngholt
Vinsamleg tilmæli
Ég veit - er ég dey - svo að verði ég grátinn.
þar verðurðu eflaust til taks.
En ætlirðu blómsveig að leggj´ á mig látinn
- þá láttu mig fá hann strax.
Og mig eins og aðra, sem afbragðsmenn deyja,
í annála skrásetur þú;
og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja,
en - segðu það heldur nú.
En vilji menn þökk mínum verðleikum sýna,
þá verður það efalaust þú,
sem sjóð lætur stofna í minningu mína,
en - mér kæmi hann betur nú.
Og mannúðarduluna þekki ég þína,
sem þenurðu dánum í hag.
En ætlirð´ að breiða yfir brestina mína,
þá breidd´ yfir þá í dag.
Höf. Bjarni Lyngholt 1912
Bjarni Sigurðsson Lyngholt fæddist árið 1871, í Hjálmholti í Rangárvallasýslu, sonur Sigurðar Björnssonar og Rannveigar Bjarnadóttur. Bjarni flutti til Kanada árið 1903 og settist fyrst að í Winnipeg, en flutti síðar til Blaine í Washingtonfylki. Bjarni gerðist templari árið 1907 og starfaði með "Hekla Good Templars" í Winnipeg, Vancouver 1907-1929. Bjarni var bæði járnsmiður og skósmiður að iðn, vel lesinn, og tók þátt í menntalífinu. Bjarni var oft fenginn til að troða upp á samkomum með upplestri, söng og leik. Bjarni var trúmaður og aðhylltist kenningar Unitarianista. En þeir skilgreina Guð sem aðeins einn Guð en ekki þríeinan. (eins og til dæmis íslenzka þjóðkirkjan í dag) Þegar Bjarni komst á efri ár gerðist hann spíritisti. Hann gaf út ljóðabókina "Fölvar rósir" árið 1913. Ljóðið Tilmæli hér að ofan er frá árinu 1912. Bjarni var merkismaður og nokkuð vel metinn sem skáld. Til marks um það þá kostar nú eintak af ljóðabókinni $175 á netinu. Ekki kemur fram hvort það er ensk útgáfa en eitt eintak á frummálinu mun vera til á bókasafni í Toronto. Bjarni lézt árið 1942.
Heimild: af bókarkápu "Fölvra rósa"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2014 | 23:33
Bankarnir og jólin
Í öllu þessu þrasi um trú
þykir mér öllu verra
að biskupinn er bara frú
en Borgun, Guð vors herra
Tækifærisvísur | Breytt 22.12.2014 kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2014 | 23:17
Dæmdur og léttvægur fundinn
Agli mikill móður svall
ég mest hann tek á orðinu
í bókadómum bízna snjall
en bara á yfirborðinu
Jón er einsog "advokat"
allt hið slæma bætti
Egils fokk oss forðað gat
frá þeim "mannasætti"
Tækifærisvísur | Breytt 22.12.2014 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2014 | 22:42
Naflastrengur kirkjunnar
Þeim sem rífst um ríkistrú
réttast held ég væri
þann naflastreng að stytta nú
strax, ef ættu skæri
21.12.2014 | 01:00
Adam að kenna
Engan hneikslar brjóstið bert
bara opin klaufin
Ef ekki hefði Adam gert
Evu að nota laufin
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2014 | 23:59
Fréttaeinelti RÚV
"Mál sem ég var aldrei spurður um"
Eins og úlfur eftir slóð
útvarpsrúvið rennur
en efna bara að eldi glóð
sem einum á þeim brennur
Fréttamennskan meinar hann
marga vekur furður
þeir ljúga öllu uppá mann
sem aldrei var þó spurður
Umkringdur af aulaher
ekki öfundsverður
Hann einn veit hve vaskur er
og vel af Guði gerður
Tækifærisvísur | Breytt 22.12.2014 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2014 | 22:36
Er Skagafjörður ríki í ríkinu?
Nú er mælirinn fullur. Nú verður að fara að stoppa valdagræðgi Þórólfs kaupfélagsstjóra. Þótt hann hafi keypt Framsóknarflokkinn og ráði þar öllu, þá hefur hann ekkert umboð frá almenningi til að skipa fyrir um flutning ríkisstofnana heim í hérað.
Að flytja rekstur LHG í Skagafjörð er vitlausara en tali tekur. Að efla veiðar og vinnslu vill þessi höfðingi ekki enda skarast það við hans eigin hagsmuni. Hér áður var mikill uppgangur á öllu Norðurlandi og annars staðar, sem tengdist sjávarútveginum. En kvótagreifarnir lögðu mörg smærri byggðarlög í eyði með tilflutningi á aflaheimildum og sköpuðu þetta ástand sem nú á að laga með flutningi ríkisstofnana til landsbyggðanna.
Ekkert er talað um að endurskoða fiskveiðiráðgjöfina. "Why" .myndi Malala spyrja
Nú reynir fyrir alvöru á þanþol Sjálfstæðisflokksins. Munu þeir gleypa þessar hugmyndir eins og flutning Fiskistofu? Eða verður þetta fleygurinn sem splundrar ríkisstjórninni?
![]() |
Leggja til flutning fleiri stofnana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2014 | 22:16
Um hvað snúast kjaraviðræður lækna?
Hvers vegna leggja læknar ekki kröfugerðina á borðið svo almenningur geti tekið afstöðu með eða móti? Samninganefnd ríkisins er bundin trúnaði en kröfugerðin á að vera opinber. Nema að læknar séu að blanda óskyldum málum inní þessar kjaraviðræður.
Það er ekki einleikið hversu lítið fréttist af þessari deilu.
Er ekki miklu hreinlegra hjá læknunum að segja upp heldur en nota sjúklinga sem fallbyssufóður? Ef læknar segja upp og telja sig fá hærra launaðar stöður erlendis þá verðum við að flytja inn lækna sem búa við frumstæðari aðstæður en tíðkast hér. Það hlýtur að gilda það sama þegar erlendir læknar vilja ráða sig hingað eins og þegar íslenzkir læknar fara erlendis.
Boltinn er hjá læknum. Framkvæmdir við nýjan spítala og tækjakaup eiga ekki að vera hluti af lausn þessarar deilu.
![]() |
Harðari aðgerðir á nýju ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2014 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)