Á ríkisforstjóri að gagnrýna yfirmenn sína?

Páll Matthíasson fór mikinn í fréttatímum beggja sjónvarpsstöðva í kvöld.  Hann vill ráða því hvar spítalinn verður byggður.  Gallinn er bara sá að það þarf ekki að spyrja hann að því og enginn gaf honum umboð til að tjá sig á þann hneykslunarsama hátt og við fengum að heyra og fréttamenn ýttu undir. Páll getur og má tjá sig eins og hver annar þegn þessa lands en sem forstjóri spítalans ber honum að vera hlutlaus.

Ef hægt er að byggja nýjan spítala á öðrum stað, með fljótlegri og ódýrari hætti þá á Páll að fagna því en vera ekki með fyrirfram mótaðan mótþróa.  Almenn óánægja með ríkisstjórnina gefur ekki sjalfkrafa óbreyttum embættismönnum skotleyfi til að viðra óánægju sína með stjórnvaldsákvarðanir sem þá snerta. 


Stjórnarskrárbreytingar bíði betri tíma

Það er ánægjulegt hve margir eru komnir á þá skoðun, sem ég viðraði fyrst í þessari bloggfærslu 21.febrúar.
Auðvitað er engin ástæða til að kjósa um þessa frumvarpskrypplinga, sem senn verða lagðir fyrir þingið. Við setjum bara fram nýja kröfu um Stjórnlagaþing þjóðarinnar og klárum málið þar án afskipta embættismanna, lagatækna og flokkseigenda.  það er hið eina sem sátt verður um.  Umboðslaust fólk á þingi ætti að vera farið að skilja hvað til þess friðar horfir og vera ekki að ögra almenningi með þessum skrípaleik sem starf stjórnarskrárnefndar var frá upphafi. Meira að segja prófessor emerítus, Sigurði Líndal varð það fljótt ljóst og sagði sig frá þessari sýndarnefnd. Þarf frekari vitnanna við?


Velferð á villigötum

Starfshópur um fæðingarorlofsgreiðslur hefur skilað tillögum til ráðherra.  Eins og við var að búast er farið fram á íþyngjandi breytingar bæði fyrir atvinnurekendur en ekki síst ríkissjóð. Ég vona að ráðherra standi gegn þessum kröfum.  Fyrst verið er að greiða fæðingarorlof þá eru núverandi reglur fullnægjandi.

En afhverju ekki að ræða í alvöru kosti og galla þess að taka upp borgaralaun?  Þá væri hægt að leggja niður alla fjárhagsstyrki og bætur og tryggja öllum jafna framfærslu án tillits til þjóðfélagsstöðu.  Bótakerfið og félagsþjónustan eru fyrirbæri sem ekki ættu að þekkjast og meira að segja mætti létta mjög ásókn ungmenna í lánshæft nám með því að taka upp borgaralaun. 

Og hvenær skyldu fulltrúar ASÍ hætta þessari prósentudýrkun?  Föst krónutala er eina rétta aðferðin við hækkanir á launum og öðrum greiðslum til almennings.  Afhverju ætti milljónkallinn að fá 800 hundruð þúsund frá ríkinu í fæðingarorlof en fimm hundruð þúsund kallinn aðeins helminginn af þeirri upphæð?  Hvað með jöfnuð og jafnan rétt?

Þurfa menn alltaf að standa í þessu eiginhagsmunapoti? Afhverju eru andverðleikarnir alltaf handvaldir í allar nefndir, ráð og hópa þegar annað betra hlýtur að vera í boði?

Spyr sá sem ekkert skilur

 


Engar nefndir bara efndir

Engar nefndir bara efndir eru fræg slagorð frá síðustu kosningaherferð framsóknar.  Segja má að það loforð hafi verið efnt í þessu máli. Að sjálfsögðu hef ég ekkert vit á þessum málaflokki en ég styð heilshugar allt sem minnkar báknið. Þetta hagsmunanöldur starfsmannanna skiptir engu máli. Við eigum að taka mið af fámenni og sníða okkur stakk eftir vexti.


mbl.is Samstarfsnefnd afneitar samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plottað í Garðabæ

Allir vita að það er ekki armslengd á milli Bjarna Benediktssonar , efnahagsráðherra og bæjarstjórans í Garðabæ,  þessvegna má gera ráð fyrir því að staðarvali nýs spítala verði breytt. Ákvörðunin er í raun tekin og aðeins eftir að fá formlegt samþykki þingsins, sem ætti að vera auðvelt mál þegar rökin fyrir breyttu staðarvali eru vegin og metin.

Sigmundur færir pottþétt rök fyrir því að spítalinn verði byggður í landi Vífilstaða.  Rök sem ég er fyllilega sammála, ekki síst þeim rökum að framkvæmdir á Hringbraut munu valda óbætanlegum óþægindum fyrir starfsfólk og sjúklinga á meðan á framkvæmdum stendur og það eitt ætti að vera næg ástæða fyrir að bakka frá þeirri arfavitlausu framkvæmd.

Til hamingju Ísland!


mbl.is Vill nýjan spítala á Vífilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV hlutast til um formannskjör Samfylkingar

Á Fréttastofu RÚV vinnur fólk sem upp til hópa flokkast til vinstri í stjórnmálum. Þetta má ráða af áherzlum í fréttaflutningi, mikilvægi frétta, hverjir veljast sem viðmælendur og svo náttúrulega þessi grímulausa ESB aðdáun. Og þegar öll þessi atriði leggjast saman þá verður maður oft pirraður af því maður vill að fagmennska sé viðhöfð á þessum ríkismiðli. Þetta er ekki 365 eða Mogginn.

Og nú fara þeir yfir strikið í nýjustu fréttinni sem ber fyrirsögnina:

"Þrýst á Magnús Orra að fara í formannsslaginn"

Nú þetta er athyglisvert ef fyrir því væri einhver fótur en svo er ekki. Þegar nánar er að gáð þá er þetta óstaðfestar tilgátur, sem virðast þjóna þeim tilgangi einum að kanna möguleika Magnúsar EF honum dytti í hug að gefa kost á sér.  En að Magnús Orri verði formaður í Samfylkingunni er álíka sennilegt og Þorgerður Katrín verði forseti Íslands!  Eru menn búnir að gleyma því að Magnús Orri þurfti að skrifa sig inn í flokkinn á miðju kjörtímabili? Menn sem hafa pólitíska sannfæringu þurfa ekki að skrifa bók um það og skíra hana "Manifesto" Flestir ættu nú að átta sig á því, jafnvel þeir sem starfa á fréttastofu RÚV og stunda pólitískan spuna


Viðurkenna fákeppni en skilja ekki hugtakið!

Ég hef lengi talað fyrir því að löggjafinn taki á þeim einokunar og fákeppnismarkaði sem hér er og núna loks viðurkennt af samkeppniseftirlitinu. Það gera menn með lagasetningu, sem er í eðli sínu gjörólík lögum sem gilda á samkeppnismarkaði þar sem framboð og eftirspurn stjórnar. Á fákeppnismarkaði gilda leikreglur sem koma í veg fyrir mikið af þeim brotum sem samkeppniseftirlitið okkar hefur verið að fást við og ekki fengið botn í.  Ef hér væru fákeppnislög í gildi þá hefðu til dæmis olíuforstjórarnir, grænmetisfurstarnir og banka og bótasjóðaþjófarnir farið beint í fangelsi.

Að fá þetta tekið á dagskrá er fyrsta skref. En það þarf að vinna fljótt og vel til að breyta því sem breyta þarf.  Samt eiga þingmenn ekkert að fara að sérsníða lög að séríslenskum sið.  Þeir geta tekið upp þá lagabálka í nágrannalöndunum sem um þau mál gilda.  Og í framhaldinu væri tilvalið að taka upp alvöru neytendavernd eins og til stóð árið 2008.  Hringja kannski í Björgvin byttu og spyrja hann hvar frumvarpið hans er?.  Hann var ekki byrjaður að drekka aftur þá og man þetta kannski cool


mbl.is Staðfesta fákeppni á tryggingamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bönnum standandi þvaglát

Mér finnst eitthvað mikið rangt við hugsunarhátt þeirra sem í alvöru aðhyllast boð og bönn.  Ég persónulega vil ekki búa í slíku þjóðfélagi ekki frekar en Bjartur í Sumarhúsum undirgekkst valdasamfélag síns tíma.

En ég er með ráðleggingu til nýliðanna sem komust óvænt inn á Alþingi síðast,  að lesa nú stjórnarskrána og fá kannski leiðsögn við þær greinar sem þeir skilja ekki. Þá fyrst eru þeir fullgildir til að fást við þau verkefni sem af þeim eru krafist.

 Ef stjórnendur einkafyrirtækja taka rangar ákvarðanir, þá er engin lausn að skerða sjálfsákvörðunarvald allra hinna.  Ef við hefjum þá vegferð þá endum við sem fasistaríki. 

En að pissa standandi er allt annað.  Eina ástæðan fyrir því að það er gert er sú, að karlmenn þurfa ekki að þrífa eftir sig.  Ef konur hættu að þrífa hlandsletturnar af gólfum og veggjum þá myndu viðhorfið breytast og verða til óskráð regla um að allir pissi sitjandi foot-in-mouth


mbl.is Banni bónusgreiðslur til bankamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leitið og þér munuð finna í Bauhaus

Þessa gufuvél ætla ég að nota til að móta við. Þeim sem eru í sömu hugleiðingum er bent á að þetta tæki var á útsölu í Bauhaus fyrir viku. Eina verslunin á Íslandi, mér vitanlega, sem selur svona tæki

steambox_1278280.jpg


Áminning til tryggingafyrirtækja

Sem betur fer er hér lítið um skaðabótaskyld tjón eða slys.. Fáir skipsskaðar, engin flugslys og fáir stórbrunar. Þetta er ekki tryggingafyrirtækjunum að þakka. Allt forvarnarstarf er til dæmis á kostnað opinberra aðila. Þessar staðreyndir skýra þann gríðarlega arð sem nú er ætlunin að taka út út félögunum. Þetta sýnir að félögunum stýra fávitar og eigendurnir eru gráðug fífl sem ekki skilja eðli tryggingarstarfsemi. Hér þarf nefnilega ekki mörg stór tjón til að ógna fjárhagsstöðu allra okkar tryggingarfélaga. Þá væri betra að geta gripið til gömlu bótasjóðanna til að mæta mögulegu tjóni.  Breytingar á reikningsskilareglum réttlæta ekki þjófnað fyrir opnum tjöldum.  Hvað vissu innherjarnir sem aðrir vissu ekki???


mbl.is „Mikill missir að þessu húsi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband