Færsluflokkur: Tækifærisvísur
1.3.2019 | 15:49
Fósturdráp Svandísar
Þungunarrof er nýyrði til að breiða yfir það sem raunverulega felst í fóstureyðingu.
Vísan er óundirbúin fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur í tilefni af þungunarrofsfrumvarpinu hennar
Hvers vegna mega hér mæðurnar deyða
"meinvörp" sem eru ekki fædd?
Heilbrigðisráðherra gerði mér greiða
ef gengist við drápunum alveg óhrædd.
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2019 | 18:01
Fuck Ofbeldi!
Hausa skelltu húfum á
til hliðar upp sér stilltu,
en áhorfendum öllum brá
því upp í skjáinn fylltu.
Þá Brynjars Níels birtist fát
og berja í bjöllu gleymdi.
Á uppákomum ekkert lát
Alþingi því streymdi.
Þau hefðu betur horft sig á
en hóf sér ekki kunnu.
Og almenningur aðeins sá
umfangið á Sunnu.
Ofbeldið og allt það tal
sem okkur að er haldið
er kurteisislegt konuhjal
því karla er dagskrárvaldið.
Á meðan ekki um málið semst
milli þessa bjána.
Bergþór ei á barinn kemst
því Bára vaktar krána.
Átaldi framkomuna úr forsetastól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2019 | 17:20
Sjá haltir ganga!
Stafnum hélt ég gæti hent
og hraðar stikað fetið
alveg gleymdi að allt er sent
útá Internetið.
Málflutningur makalaus
mitt því kúlið missti
Líf í rugli rak upp haus
og ranghvolfd augun hristi
Hörð varð orrahríðin þá
hóf mér ekki kunni,
en lenti mínum maga á
Miðflokks-maddömunni.
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2018 | 16:41
Á Klausturbarnum
Á vinafundi vel er brynnt
vínið görótt kneifa
En Bára engist opinmynnt
og ei sig megnar hreyfa.
Alla saka nú um svik
sem sjálfir héldu ei þræði
svo Báru erfitt varð um vik
að vera í ró og næði.
Bíður eftir niðurstöðu Landsréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2017 | 17:55
Af búrtíkum og smalahundum
Meðan búrtík Bjarna svaf
og bannað var að tala,
Eftir kröfum Kata gaf
og kunni ekki að smala.
Utanveltu voru tvö
og varla á þau andað
nú holdgervingi "Hægri sjö"
hefur Logi landað.
Brátt hann hefur hópi í
hæfilega marga
Upp í Kötu kippir því
sem kveður flokkinn arga.
Flokknum til að tryggja sátt
tárum Sæland vopnast
allar hurðir upp á gátt
eru nú að opnast.
7.11.2017 | 11:36
Ekki nóg að tala
Við árangri ég ekki bjóst
af öllum þessum rolum
Hjá vinstri grænum virðist ljóst
að verkstjórn er í molum
Kata litla er lítið peð
sem lætur vel að tala
og tapað hefur tvisvar með
tómum fagurgala.
Það vantar einhvern annan til
að efla keppnisskapið
ég engan hérna undan skil
ef allir "vinnið" tapið
Allir eru að tala við alla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2017 | 22:39
Bjarni Vafningur og Glitnisglæpabankablús
Eftir áratuga þögn
einhver vill loks vitna
í pósti blaði berast gögn
sem Bjarna láta svitna.
Engu ljósi varpað á
Vafningsfléttu snjalla
eftir lögbann ekki má
um það Stundin fjalla
Tækifærisvísur | Breytt 22.10.2017 kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2017 | 03:27
Lævísi
Ef kjósa ei ætlirðu ákveðinn mann
öfuga sálfræðin dugar þér best
Uppgerðar lofræðu haltu um hann
og hrósaðu öllu sem oftast og mest
Þó allir hér viti að oflof er háð
einhverjir munu samt efast
En sé frækornum tortryggni í sálina sáð
mun sæmileg uppskera gefast.
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2017 | 09:40
Hremmingar Framsóknar
Er í skjólin fýkur flest
Framsóknar í vetur
Mun löggan Biggi í þann brest
berja öðrum betur
En Simma frægðarsólin sest
sér seldi norðurljósa vetur
Og í lógóinu hafði hest
þó hæfði snákur miklu betur
Biggi lögga í Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2017 | 00:38
Sagði óvart satt
Að spinna lygi er ekki létt
en létum á það reyna
Hvað sé rangt og hvað sé rétt
og hverju megi leyna.
Ég hefði getað farið flatt
sem fallin vonarstjarna,
en ég sagði óvart satt
um samtalið við Bjarna.
Hraunar yfir Viðreisn og Bjarta Framtíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |