Tökum upp hráefnisgjald í stað auðlindaskatts

Auðlindaskattur í sjávarútvegi gengur ekki upp.  Þeim mun fyrr sem við hættum að tala um fiskinn sem einhverja auðlind þeim mun fyrr getum við farið að innheimta sanngjarnt afgjald fyrir réttinn til að nytja þessi hlunnindi.  Ég hef alla tíð gagnrýnt allt þetta auðlindatal og tilraunir til að setja hér á auðlindaskatt í sjávarútvegi enda hefur komið á daginn að skattheimtan stríðir gegn öllum reglum frjáls atvinnurekstrar.  Á sama tíma áfellast flestir afnám þessarar skattheimtu og vilja að þeir sem veiða fisk borgi fyrir það.  Hvað er þá eðlilegra eða réttlátara en ríkið innheimti hráefnisgjald fyrir hvert veitt kíló af fiski sem selt er á markaði.  Þetta væri gjaldtaka en ekki skattur og allir borguðu sama óháð rekstri eða afkomu.  Ekkert vit er í skattheimtu sem umbunar skuldsetningu eins og inntak auðlindaskattsins var.  En umfram allt þá mun svona gjald skila margfalt hærri tekjum í ríkissjóð en bæði veiðigjaldið og sérstaka veiðigjaldið gerir í dag.  Og þessi aðferð kemst næst því að bjóða aflaheimildir upp á markaði sem aldrei verður þó gert.  En ef þær aðstæður sköpuðust að menn tækju upp uppboðsmarkað með aflaheimildir í stað ókeypis úthlutunar eins og er í dag þá mun sú breyting engin áhrif hafa á innheimtu hráefnisgjaldsins heldur yrði um hreina viðbót að ræða í vasa eigandans, sem er ríkið fyrir hönd þjóðarinnar.

Allir eru sammála um að útgerðin eigi að greiða fyrir nýtingarréttinn og við verðum að vera raunhæf varðandi þessa gjaldtöku.  Þess vegna er mikilvægt að Alþingi móti reglur um gjaldtöku og þessi hugmynd mín er innlegg í þá sátt.  Við verðum að koma í veg fyrir að handbendi kvótaræningjanna verði fyrri til og samþykki framhald á núverandi veiðigjaldi sem er bara hlægilegt.

15% af markaðsverði er sanngjarnt gjald. Miðað við verðmætið í fyrra sem var um 160 milljarðar upp úr sjó, þá erum við að tala um 24 milljarða.  Það munar um minna.


mbl.is Stjórnin hafnaði milljarða tekjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðvarandi súrefnisleysi í ráðuneytinu

 Öllum er í fersku minni umhverfisslysið í Kolgrafarfirði í fyrravetur þegar allt að 70 þúsund tonn af síld og öðrum sjávarlífverum drápust vegna skyndilegs súrefnisskorts.  Í allt sumar hefur nefnd verið að störfum til að móta tillögur en hún virðist úrræðalaus og jafn dauðvona og síldin sem nú fer að búa sig til vetrardvalar á Breiðafirðinum.

Ákall frá bæjarstjórn Grundarfjarðar  vekur lítil viðbrögð nefndarinnar og formaðurinn lætur nægja að benda á að komið hefur verið upp mælitækjum til að fylgjast með súrefnisinnihaldi fjarðarins. Hvernig það eigi svo að koma í veg fyrir köfnun síldarinnar segir hann ekki og meðvirkur fréttamaður RUV hefur ekki fyrir því að spyrja! Þarna fór gott fréttaefni fyrir lítið.  Full ástæða er fyrir ábyrgan fréttamiðil að taka þetta upp á sína arma og kryfja það í hörgul.  En greinilegt er að Kastljósið hefur ekki áhuga á slori þegar tilfinningaklám er í boði.

Varðandi frammistöðu ráðuneytisins þá er vöntun á fólki sem þorir að taka ákvarðanir.  Síldargildrunni verður að loka.  Og það á að skjóta alla hvalina sem hafa undanfarin ár hámað í sig tugi þúsunda af síld á breiðafirði. Hvalkjötið eigum við að éta en láta ekki hvalina éta okkur út á gaddinn.

En það á líka að veiða meira af síldinni. Hafró viðurkennir í nýjustu skýrslu að þeir hafi vanmetið stærð stofnsins en mæla samt með meiri veiði í haust en síðasta haust þrátt fyrir síldardauðann skelfilega.  Það segir náttúrulega allt sem segja þarf um veiðiráðgjöf þessarar stofnunar sem kennir sig við vísindi en iðkar fals og gervivísindi.


Enn af útsendingarstjórn RUV

Stutt er síðan hálf þjóðin fór á límingunum vegna rofs á útsendingu frá fótboltaleik.  Í kjölfar hvers ,Páll Magnússon sá sitt óvænna og baðst afsökunar á ódæði útsendingarstjóra síns.  En máttur auglýsenda er mikill og enn á ný er dagskrá rofin til að koma auglýsingu í loftið.  En þetta gerðist í dag þegar þáttur um Tour De France var fyrirvaralaust rofinn til að koma auglýsingum í loftið. Þetta gengur einfaldlega ekki að bjóða mönnum upp á svona ófagleg vinnubrögð.  Ef menn geta ekki reiknað rétt lengd auglýsinga til að dagskrá riðlist ekki þá verða menn að kötta á auglýsingu en ekki auglýstan dagskrárlið.  Þar að auki er magn auglýsinga alltof mikið.  Hélt að settar hefðu verið takmarkanir á því hve margar mínútur mætti selja undir auglýsingar en sé ekki að eftir því sé farið.  Ég er reyndar þeirrar skoðunar að þegar magn auglýsinga er orðið jafn mikið og hér á landi þá virki þær öfugt við það sem ætlað er.  Það ættu auglýsingastjórar að rannsaka.  Það eru hér á landi fyrirtæki sem auglýsa tiltölulega sjaldan en virðast þrífast betur en þau sem gefa okkur engan frið hvorki í útvarpi né sjónvarpi.  Auglýsingahórerí RUV er ein af aðalástæðum fyrir óvinsældum miðilsins. En það er svo sem ekki bara auglýsingarnar því dagskrárstjórinn virðist engan metnað hafa til að þjóna áhorfendum miðilsins með framboði af því nýjasta sem verið er að sýna í nágrannalöndum okkar. Þó með einni undantekningu en það er sýningin á Broen II.  Jafnvel þótt ég horfi yfirleitt á útsendingu DR1 þá má hrósa RUV fyrir að sýna þættina ekki nema 2 daga gamla.  Yfirleitt hafa íslenzkir áhorfendur þurft að bíða í mánuði og ár eftir nýjustu þáttaseríunum og ég tala ekki um kvikmyndirnar. Engin kvikmynda RUV er yngri en 3 ára og flestar þaðan af eldri. Engin furða þótt menn neyðist út í ólöglegt niðurhal á helgarafþreyingu þegar ríkismiðillinn stendur sig svona illa.

Bloggfærslur 20. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband