Frá Laugardagskvöldi til Sunnudagsmorguns

Margir þekkja af eigin reynslu að stemningin breytist frá laugardagskvöldi til sunnudagsmorguns. Enda er lífið ekki eintóm gleðilæti. Sá Gísli sem  birtist okkur á skjánum í þættinum Sunnudagsmorgunn er ekki sami glaði Gísli og við munum úr skemmtiþættinum hans Laugardagskvöld með Gísla Marteini. Og það er greinilegt á líkamstjáningunni að Gísli er ekki ánægður með að hafa verið kippt út úr borgarpólitíkinni þvert á vilja sinn.

En flokkurinn vildi að Gísli viki og bæði Páll Magnússon og Gísli Marteinn vita betur en fara gegn vilja flokksins. Afleiðingin birtist landsmönnum í lélegu sjónvarpi sem þar að auki er allt of dýrt. Því það þarf enginn að efast um að RUV hefur verið látið tryggja Gísla Marteini sambærilegar tekjur og hann hafði sem borgarfulltrúi og kannski fær hann bónus í sárabætur fyrir að hafa hugsanlega orðið af borgarstjórastólnum.

Svona baktjaldamakk þar sem hulduher Sjálfstæðisflokksins ráðstafar skattfé almennings til að tryggja frið í eigin flokki minnir á fyrri tíma. Og rök Illuga fyrir að setja RUV aftur á auglýsingamarkað til að búa til svigrúm fyrir hærri fjárveitingum í skólakerfið er ekki það sem almenningur vill.  Almenningur vill ekki vera þvingaður í nauðungaráskrift að miðli sem býður upp á jafn lélegt sjónvarp og RUV gerir.  Og ef það á líka að þvinga menn til að horfa á auglýsingar og kostaða dagskrá þá er enginn munur orðinn á RUV og hinum ákskriftastöðvunum nema sá að dagskrá RUV er sýnd í opinni dagskrá en hin ekki.  Og þá er nauðungaráskriftin ekkert annað en óréttlátur skattur sem þar að auki skerðir frjálsa samkeppni á afþreyingamarkaðinum.

Almenningur vill viðskipti við efnisveitur eins og Netflix. Því fyrr sem menn átta sig á því þeim mun meiri friður mun skapast um ríkisútvarpið.


mbl.is Gagnvirkur Gísli Marteinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband