29.10.2013 | 19:18
Húmorslaus Júlíus Vífill
29.10.2013 | 15:02
Stríðshrjáða Ísland og kínverska heimsveldið
Á Íslandi geysaði efnahagsstríð í kjölfar hrunsins en afleiðingarnar samt ekki ósvipaðar og þar sem hefðbundin átök verða. Þegar stríð geysa er samgöngukerfið yfirleitt það fyrsta sem er eyðilagt. Því næst aðrir innviðir, eins og skólar og sjúkrahús og að síðustu eru stjórnvöld neydd til hlýðni. Hér gerðist þetta í öfugri röð.
Infrastrúktúrinn hér á landi hefur stórlega látið á sjá. Margir vöruðu við aðkomu AGS að endurreisn fjármálakerfisins og spádómar þeirra sem það gerðu hafa gengið eftir. Fjármálakerfið var endurreist á kostnað skattborgara og fasteignaeigenda á meðan innviðirnir voru fjársveltir. Afleiðingin varð atgervisflótti og og í dag sitjum við uppi með ónýtt heilbrigðiskerfi og ónýtt vegakerfi og grunnþjónustu af svo skornum skammti víða á landsbyggðinni að í raun ætti að lýsa yfir neyðarástandi ef hér væru ábyrgir aðilar við völd. En fjármálakerfið er í góðu lagi! Þökk sé AGS og Steingrími J.!
Ég nefni sérstaklega 2 stoðir , heilbrigðiskerfið og vegakerfið vegna þess að það þurfti ekkert að eyðileggja þessa innviði eins og gert var. Ef við hefðum haft stjórnendur yfir þessum stofnunum með andlegt atgervi til að verja þær þá hefðu stjórnvöld verið neydd til meiri ábyrgðar.
Hvað var Landlæknir að hugsa og hvað er Vegamálastjóri að hugsa?
Landlæknir hlýtur að segja af sér því hans er ábyrgðin og einkis annars. Og Vegamálastjóri sem lætur vegakerfið grotna niður með óheftum þungaflutningum er ekki starfi sínu vaxinn. Hann á líka að segja af sér. (Alveg óháð Gálgahrauns-skandalnum)
Í raun þurfum við nýja Marshall aðstoð ef vel ætti að vera en hver vill svo sem hjálpa okkur! Við sem leyfðum útrásarvíkingum að valsa um rænandi og ruplandi, eigum okkur ekki marga bandamenn. Þetta vita kínverjar og hamra járnið með auknum þrýstingi. Hverju sætir þessi aukni áhugi Kínverja? Er einhver sem trúir því að það séu bara norðurljósin og þessi frábæra þjóð sem hér býr?
Kemur næsta Marshall aðstoð frá Kína?
![]() |
Eðlilegt að nýta áhuga Kínverja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2013 | 13:54
Félagsvísindastofnun
Margir hváðu við þegar fyrirbærið Sundstofu bar á góma í umræðunni í gær. Ég hélt eins og fleiri að um væri að ræða enn eina eftirlitsstofnun stjórnvalda en svo reyndist ekki vera. Fyrirbærið er sagt vera ein af undirstofnunum Félagsvísindastofnunar Háskólans en við leit á þeim vef er hvergi minnst á þetta fyrirbæri. Hvernig stendur á því?
Rannsóknastofur og -setur
Síða uppfærð / breytt 16. October 2013. Númer síðu: 370Hér má finna upptalningu á þeim setrum, stofum, stofnunum og miðstöðum sem heyra undir Félagsvísindasvið.
MARK - Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna
Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi
Rannsóknasetur í fötlunarfræðum
Rannsóknarsetur um fólksflutninga og fjölmenningu
Rannsóknasetrið Lífshættir barna og ungmenna
Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti
Rannsóknarstofa í afbrotafræði
Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd
Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf
Rannsóknarsetur í stjórnmálum og efnahagsmálum
Hér er skýringarmynd sem leitast við að setja í samhengi tengingar setranna og stofanna við námsbrautir Félagsvísindasviðs.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)