Klámið heldur áfram á RÚV

Heyrði umræður á Útvarpi Sögu í morgun og þar var mörgum mikið niðri fyrir vegna óviðeigandi umfjöllunar um dauða Hermanns Gunnarssonar í Kastljósi í gærkvöldi.  Sjálfur er ég hættur að horfa á þessa sjónvarpsstöð vegna tilfinningakláms og annars kláms sem þar ríður húsum.  Slepjan lekur þar af hverjum þætti og engu skeytt um hvort efni höfðar til breiðs hóps eða þröngs.  Ef tilgangurinn er að auka á óvinsældir þessarar stofnunar allra starfsmanna þá er það að virka vel.  Fleiri og fleiri sjá ekki tilgang í að horfa eða hlusta  en það skiptir engu máli því þeir sjá sjálfir um áhorfs og hlustunarmælingar og hagræða þeim tölum eftir hentugleikum þegar auglýsingarými er selt hæstbjóðanda af samtengdri auglýsinga og dagskrárdeild. Heppnir að nýr menntamálaráðherra staðfesti ekki lög sem tóku á auglýsingaharkinu.  Nú geta þeir áfram sýnt auglýsingar á hærra verði eftir að dagskrárliður hefur verið kynntur. Nokkuð sem hvergi tíðkast í skylduáskrift nema í boði spilltra stjórnmálamanna og hrokafullra embættismanna.

Bloggfærslur 14. nóvember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband