Meðvituð breikkun á rassgati.

Það er rökrétt að óhæfir ráðherrar þurfi á sérfræðiaðstoð að halda. Þessi skortur á þekkingu var sérstakt vandamál í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem hver lærlingurinn á fætur öðrum fékk að spreyta sig í starfi ráðherra.  Þá voru samþykkt lög sem heimiluðu ótakmarkaðan fjölda aðstoðarmanna í raun.  Því þótt starfsheitið aðstoðarmaður megi aðeins nota yfir suma þá er vinnan sú sama hvort sem sérfræðingurinn er titlaður aðstoðarmaður eða sérfræðingur í verkefnavinnu.  Af þeim var enginn skortur í ráðuneyti Jóhönnu og í samræmi við lögmál Parkinson þá getur þeim ekki annað en fjölgað!

Ef við viljum ekki bera kostnað af alltof dýru stjórnsýsluapparati þá skulum við hætta að kjósa fimmflokkinn.


Látum Útlendingastofnun njóta vafans.

Ég lýsi yfir fullu trausti á vinnu útlendingastofnunar og fordæmi óverðskuldaðar árásir á faglega vinnu stofnunarinnar.  Ég held að menn átti sig ekki á þeirri vinnu sem þar fer fram og það er ámælisvert að reyna að blanda pólitík inní þessi síendurteknu fjölmiðlaupphlaup.  Mannréttindabrot my ass!  Þetta fólk talar og talar um réttindi en aldrei um skyldur!  Hvað veldur?

Síldin í Kolgrafarfirði

Enn og aftur eru fréttir af áhyggjum Bjarna bónda á Eiði vegna ástandsins við innanverðan Kolgrafarfjörð en ekkert bólar á fyrirbyggjandi aðgerðum stjórnvalda.  Það er of seint að bregðast við þegar síldin er komin inn fyrir vegfyllinguna því eins og Bjarni bendir á þá er mikil grútarmengun í botni fjarðarins vegna síldarinnar sem drapst í fyrra og var urðuð þar af mikilli skammsýni.  Að leyfa smábátum að veiða innan brúar gæti reynst sýnd veiði en ekki gefin. Bæði vegna aðstæðna en ekki síður vegna tíma. Smábátar veiða ekki nema takmarkað magn og við erum hugsanlega að tala um tugi þúsunda tonna.

En það er til lausn sem hægt er að grípa til strax og hún felst í að strengja nót fyrir gatið á meðan síldin heldur til á þessu svæði og skjóta svo helvítis hvalinn sem eltir torfurnar.

Nú gildia engin hvalverndarsjónarmið. Þetta er spurning um að bregðast við meiriháttar umhverfisslysi og því fordæmi ég silagang yfirvalda og úrræðaleysi.

Hlustum á Bjarna bónda en ekki einhverja skrifborðssérfræðinga í Reykjavík.


Bloggfærslur 21. nóvember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband