Fólkið í landinu móti dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins

Það er vel til fundið hjá stjórn Ríkisútvarpsins ohf. að leita til almennings um tillögur að nýrri stefnumótun fyrir Ríkisútvarpið. Og rökrétt væri í framhaldinu að fá Guðrúnu Nordal til að taka að sér útvarpsstjóra starfið tímabundið eða til frambúðar. Að útvarpsstjóri leiði ekki slíkt starf er ekkert nema vantraust á Pál Magnússon og dulbúin uppsögn.  En skilur hann skilaboðin?  Það er ég ekki viss um.

15577_-_skarphe_inn_gu_mundsson_thumb-300x576.jpgEn það eru fleiri sem hafa brugðist innan RÚV.  Þessi hér til vinstri er gersamlega óhæfur sem dagskrárstjóri menningarsinnaðrar sjónvarpsstöðvar.  Síðan hann tók við hefur dagskrá sjónvarpsins einkennst af íþróttum og amerískri lágmenningu í bland við aulahúmor og innanbúðar afþreyingu. það er enginn hljómgrunnur fyrir Gunnari á Völlum eða því sem nú er boðið uppá á laugardagskvöldum sem skemmtiefni!  Dagskrárstjóri sem ber ábyrgð á svona dagskrá er ekki starfi sínu vaxinn. Það verður örugglega enginn skortur á ábendingum frá almenningi varðandi nýjar áherzlur í efnistökum hjá þessari umdeildu stofnun sem Ríkisútvarpið er orðið á vakt Páls Magnússonar. En fyrst af öllu þarf að breyta ímyndinni og endurheimta trúverðugleikann.  Það  gerist ekki nema Páll og dagskrárstjórarnir hans hætti störfum eða verði reknir.


mbl.is Stjórn RÚV móti sjálf dagskrástefnu til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðustu dagar Páls Magnússonar

Í Kastljóss-viðtali kvöldsins afhjúpaði Páll Magnússon hvern mann hann hefur að geyma.  Enginn trúir að þessi maður hafi þá þekkingu og faglegu hæfni, sem við gerum til manns í hans stöðu.  Og réttlætingarnar fyrir því hvernig hann sem stjórnandi RÚV, tók þær ákvarðanir sem hann tók varðandi niðurskurð og þar með hvað var skorið og hvað ekki, eru einskis virði.  Páll skilur ekki gildi Rásar 1 í hugum landsmanna og hann ofmetur eða oftúlkar hlutverk RÚV sem íþróttarásar.  Enda snérust uppsagnirnar ekki um að vernda kjarnahlutverk RÚV, heldur var verið að senda fjárveitingavaldinu skýr skilaboð.  Það var sá undirtónn sem unnið var eftir innan yfirstjórnarinnar. 

En Páll Magnússon gleymdi einu.  Hann gleymdi að hann er ekki fulltrúi almennings.  Við kusum hann aldrei til að eyðileggja RÚV.  Við kusum hann ekki til að breyta Sjónvarpinu í íþróttarás. Og við munum ekki líða það að 1 forstjóri af 100 komi fram af svona hroka þegar alls staðar er verið að forgangsraða og skera niður.

Páll Magnússon verður að taka pokann sinn strax.  Og hann á ekki að fá starfslokasamning.  Það hlýtur að verða niðurstaða okkar, eigenda RÚV, eftir snautleg svör útvarpsstjóra í Kastljósi kvöldsins.


Bloggfærslur 28. nóvember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband