6.11.2013 | 23:47
Laugavegurinn annar ekki umferð
Kaupmenn hljóta að átta sig á að lokun Laugavegar fyrir allri bílaumferð er orðið brýnasta hagsmunamál þeirra sjálfra. Í dag er orðið erfitt að komast leiðar sinnar fyrir gangandi vegfarendur og ekki er ástandið betra fyrir okkur sem hjólum. Ég er þó á því að ekki sé þörf fyrir öll þessi skilti og þau eru slysagildrur fyrir sjónskerta. Meira tillit og meira samráð skaðar engan en auðvitað er borgin í fullum rétti að fjarlægja þessar slysagildrur.
![]() |
Borgin fjarlægði skilti kaupmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |