7.11.2013 | 22:26
Myndi frekar drepast en fara til Svans
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2013 | 12:50
Enginn metnaður, engin framtíðarsýn, ekkert
Jamm, ég er að tala um RÚV. Ráðning síðasta dagskrárstjóra virðist hafa verið vanhugsuð. Enda maðurinn uppalinn á Stöð 2 og þekkir ekkert nema ódýra afþreyingu.
En...hvað er þetta með Þórhall Gunnarsson! Ætlar hann aldrei að hætta? Er ekki maðurinn framleiðslustjóri hjá Saga Film? Hvernig fer það saman við að stjórna þætti hjá RÚV nema að Saga Film sé framleiðandi og Þórhallur sé að misnota aðstöðu sína hjá RÚV sér sjálfum til framdráttar. Alla vegana er skítalykt af öllu því sem þessi nýji dagskrárstjóri hefur bryddað uppá. Eina áhugaverða innlenda efnið sem framleitt er á Íslandi í dag er sýnt á N4 en ekki RÚV eða Stöð 2, sem segir okkur allt um metnaðarleysi risanna.
![]() |
Gagnrýndi nýjan þátt á RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2013 | 00:31
Verður vinna Stjórnlagaráðs nýtt?
Ég ætla ekki að gera mönnum upp óheilindi fyrirfram en ekki lízt mér á að þessi nefnd muni vilja breyta því í stjórnarskránni, sem brýnast er að breyta. Enda hefur það verið mín skoðun að Alþingi sé ekki fært um að gera þær breytingar á stjórnskipuninni sem nauðsynlegar eru, vegna bullandi vanhæfis. Í stað þess að skipa þessa nefnd hefði verið nær að kjósa til nýs Stjórnlagaþings sem myndi starfa næstu 3 árin og klára þá vinnu sem Stjórnlagaráð byrjaði á. Sú stjórnarskrá sem þannig yrði til yrði svo borin undir þjóðina í bindandi kosningu samhliða næstu Alþingiskosningum.
Ég er hræddur um að fjórflokkurinn muni láta sverfa til stáls á þessu kjörtímabili og afnema synjunarvald forsetans. Til þess er leikurinn gerður en ekki til að auka hið beina lýðræði og jafna atkvæðisrétt eins og þjóðin vill.
En Ólafur er enn forseti og á meðan svo er mun fjórflokknum ekki verða kápa úr því klæði. Öllum breytingum sem fela í sér afnám 26. gr núverandi stjórnarskrár mun verða vísað til þjóðarinnar og fellt. Það vita þingmenn og því verðum við almenningur, að vera á tánum varðandi allt sem hugsanlega kemur frá þessari nýju nefnd Sigurðar Líndal.
![]() |
Skipað í stjórnarskrárnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |