Baráttan um kvótann er töpuð

LÍÚ er tekið við sjávarútvegsráðuneytinu aftur.  Nú eru þeir búnir að vinda ofan af frelsinu sem Jón Bjarnason vogaði sér að innleiða varðandi veiðar á úthafsrækju og afhenda kvótann aftur "eigendunum".  Væntanlega svo eigendurnir geti áfram braskað með hann, því ekki hafa þeir áhuga á að veiða hann sjálfir.

Þetta er dæmi um valdníðslu sem við þurfum ekkert að sætta okkur við.  Einfaldast er fyrir eigendur Kampa á Ísafirði að láta á þetta reyna fyrir dómstólum bæði innlendum og erlendum og halda bara áfram veiðum.  Rækjan er nefnilega gott dæmi um hvernig veiðar stjórna sókninni. Þegar veiðin minnkar þá dregur sjálfkrafa úr sókninni og engin hætta er á því að rækjustofninum sé eytt eins og kvótakallarnir halda fram.


Fimmta leiðin

kolgrafarfjor_ur.jpgFimmta leiðin er náttúrulega að rjúfa landfyllinguna á 400 m. kafla og opna þannig fjörðinn á ný. Seinna meir er hægt að brúa þetta haft ef menn telja það hagkvæmt. Stórvirk tæki gætu rofið haftið á skömmum tíma og það þyrfti ekki að kosta marga tugi milljóna en umferðinni verður að beina um gamla veginn að nýju.  10 km. lenging leiðarinnar skiptir minna máli en háskinn sem þessi þverun hefur valdið.

Útflutningsverðmæti síldarinnar sem drapst hefði numið  4-5 milljörðum svo ljóst er að hagsmunirnir eru miklir.  Lærdómurinn sem Vegagerðin verður að draga af þessari heimskulegu þverun er að ódýrasta leiðin er yfirleitt sú versta.

En svo er það Hraunsfjörðurinn?  Er ekki sama hættan þar?


mbl.is Gæti kostað 60-800 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband