10.12.2013 | 15:28
Góður dagur - Sparkað í Samfylkinguna
Páll Vilhjálmsson eltihrellir vinstri manna skrifar:
Síðasta ríkisstjórn vinstriflokkanna, sem kennd var við Jóhönnu Sigurðardóttur, reyndi að koma allri þjóðinni á ESB-spena með því að segja Ísland til sveitar hjá Evrópusambandinu. Vinstrimönnum var ítrekað sagt að Ísland myndi borga með sér inn í Evrópusambandið en en þeim fannst það því betra; að borga með sér til að fá styrki er vitanlega himnaríki bótablætara
Þetta finnst mér hraustlega mælt og bjarga deginum
10.12.2013 | 12:04
Perversk viðbrögð Elliða Vignis
Svona sér Elliði, Benedikt Erlingsson fyrir sér og að mér læðist grunur um perverskan hugsunarhátt bæjarstjórans. Eða til hvers að eyða tíma í að fótósjoppa svona mynd?
Annars finnst mér bæjarstjórinn óþarflega hörundsár og ekki honum líkt að reiðast yfir saklausu gríni. Því ef hann væri jafn mikill aðdáandi Benedikts og hann segist vera, þá hefði hann vitað að Benni notar þessa aðferð oft. Hann tekur fólk fyrir og er þá alger tilviljun hver verður fyrir barðinu á leikaranum. Því allt eru þetta innsetningar eða uppistand eða gjörningar leikara. Þeir sem sáu sýningar hans í Borgarnesi geta vitnað um þetta. Bara að mæta í jakkanum sem Kuregev gerði hafði ákveðna merkingu sem fór greinilega fyrir ofan garð og neðan hjá menningarsnauðum bæjarstjóra Vestmannaeyja sem mælir allt í þorskígildum. En list verður ekki metin til þorskígilda og alls ekki menn eins og Benedikt Erlingsson.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2013 | 10:52
Undirferli Björns Inga
Björn Ingi gerir merkilega játningu í nýjustu færslu á bloggi sínu.
Björn Ingi segir: "Um miðjan síðasta áratug var ég í einhver ár fulltrúi annars oddvita ríkisstjórnarinnar í svonefndum ríkisfjármálahópi. Það var mjög leynilegur hópur sem fundaði að sumri þegar veðrið var gott"
Þarna segir maðurinn loks frá því undirferli og baktjaldamakki sem tíðkaðist í stjórnartíð Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar. Og nú bíðum við eftir að fá meira að heyra. Hvaða fleiri leynihópar störfuðu á vegum Framsóknarflokksins? Því við hefðum ekki þurft að borga hundruð milljóna fyrir þessar rannsóknarskýrslur um Íbúðalánasjóð og Sparisjóðina ef menn eins Björn Ingi hefðu bara komið hreint fram og upplýst um baktjaldamakkið og helmingaskipti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Minni á að dýrasta skýrslan er enn óskrifuð. En það er skýrslan um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans í boði Halldórs og Davíðs. Björn Ingi hefur þar stöðu vitnis svo hann gæti allt eins byrjað að tala!
En hann þarf ekki að sparka í Vigdísi Hauks. Vigdís er margfalt meiri Framsóknarmaður en handlangarar Halldórs Ásgrímssonar allir til samans. Og auðvitað er hann að vega í hnérunn Guðna Ágústssonar með orðum sínum. Því það voru litlir kærleikar með Guðna og Halldóri einsog allir vita
10.12.2013 | 10:24
Bókhalds fiff
Bókhald gefur enga mynd af rekstri fyrirtækja. Þessir nýju bókhaldsstaðlar snúast um að nýta sér skattaglufur og undanskot til að komast hjá eðlilegri skattlagningu.
Og auðvitað er þetta löglegt. Um það efast enginn. En sjávarútvegurinn er ekki að skila til samneyslunnar sanngjörnum hlut af gróðanum. Þar er ég að tala um brúttó gróða. Og ástæðan er einföld. Útgerðin fær hráefnið ókeypis. Hefur meira að segja leyfi til að veðsetja það og leigja það og jafnvel selja án þess að þurfa að greiða eyri fyrir.
Þess vegna á að láta útgerðir borga hráefnisgjald. Og hætta öllum tilraunum til að skattleggja gróðann. Gróðann er hægt að fela á meðan kostnaðurinn er fastur. Hráefnisgjald er ekki skattur. Hráefnisgjald er afgjald. Hráefnisgjald yrði fastur kostnaður.
En umfram allt getur sanngjarnt hráefnisgjald skilað þjóðinni umtalsverðum fjárhæðum í samneysluna án þess að skerða eðlilega afkomu sjávarútvegsins.
Þetta er lykilatriði. Og ef þingmenn þurfa aðstoð við að útfæra þessa hugmynd þá er hægt að finna mig í símaskránni og ég skal glaður hjálpa og mun ekki taka krónu fyrir.
![]() |
Minni hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2013 | 09:48
Ógnarstjórn Páls Magnússonar
Alþjóð fékk nasasjón af stjórnlausu æðiskasti Páls Magnússonar í upptöku af fundi starfsmanna þar á bæ. Ekki vildi ég starfa á vinnustað sem væri stjórnað af manni sem ætti við slíka skapbresti að etja. Það andrúm sem skapast undir svona stjórnarháttum má helzt líkja við heimili fyllibyttu þar sem allir tipla á tánum til að valda ekki næsta fylleríi. En nú eru sem sagt starfsmenn RÚV búnir að fá nóg og ætla að hætta að kóa með húsbóndanum. Það er gott fyrsta skref til bata.
En það eru fleiri en Páll sem munu afhjúpast. Starfsmannastjórinn og yfirmaður íþróttadeildar, báðar sérstakir skjólstæðingar Páls, eru nú undir smásjá almennings vegna uppljóstrana fyrrum starfsmanna. Loksins er komin hreyfing á ástand sem hingað til hefur verið í frosti vegna hins alkahólíska ástands sem ríkt hefur innan stofnunarinnar. Þarna þarf greinilega að velta við hverjum steini. Hverjir njóta hlunninda og velvildar umfram aðra og er þar allt upp á borðinu. Borgar til dæmis Kristín Hálfdánardóttir skatt af þeim hlunnindum sem felast í leigulausri búsetu á kostnað RÚV? Þetta þurfum við að fá að vita. 5 milljarða rekstrarkostnaður stenst ekki. Er endurskoðunin í lagi? Eða er hún með sama hætti og endurskoðun bankanna fyrir hrun? Nýs útvarpsstjóra bíða greinilega mörg verkefni áður en allir verða sáttir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.12.2013 | 09:00
Öskurkeppni
Síðustu daga hafa Vinstri menn stundað hvimleiðan málflutning, sem minnir reyndar meira á öskurkeppni en málefnalega umræðu. Það er eins og þeir haldi að ef þeir öskri bara nógu hátt þá gefist menn upp á að svara þeim. Það dettur mér ekki í hug.
Síðasta ríkisstjórn lækkaði barnabætur og hækkaði skatta. Um þetta er ekki deilt. Síðan gerist það að daginn áður en stjórnin sér fram á að hrökklast frá völdum þá boða þau mikla hækkun á barnabótum og innspýtingu í framkvæmdir og hækkun til Rannís og aukna þróunaraðstoð. Þetta gerir Vinstri stjórnin án þess að tryggja fjármagn fyrir þessum kostnaði ríkissjóðs. Löggjöf um veiðigjöldin var sýndarmennska. Það var búið að segja þeim að þessi skattheimta stæðist ekki lög en þau neituðu að hlusta. Þau gátu sett á aflagjald sem hefði skilað meiri tekjum en þau vildu gera allt eftir eigin takmarkaða viti. Þetta eru staðreyndir sem menn vísvitandi forðast að taka tillit til í ómaklegri gagnrýni.
Svo þegar núverandi stjórnvöld hætta við að hækka barnabætur um 30% þá er sagt að þau séu að skerða barnabætur. Þetta er ekki vitræn umræða. Að hætta við að hækka er ekki það sama og að skerða. Sama var upp á teningnum með framlag til Rannís. Og framlagið til þróunaraðstoðar. Vinstri stjórnin hækkaði aldrei framlagið. Eina sem hún gerði var að gefa innistæðulaust loforð um hækkun á þessu fjárlagaári. Þrátt fyrir að þau höfðu enga heimild til að binda næstu ríkisstjórn. Þetta eru staðreyndir og þetta á við um flest allt sem nú er verið að endurskoða. Þessar meintu skerðingar eru bara afturköllun á innantómum og innistæðulausum loforðum Jóhönnu og Steingríms.
Þegar öskrið hljóðnar munu menn átta sig á kjarna málsins. Svona hegðun er ekki boðleg ef menn vilja láta taka sig alvarlega.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)