Fagleg fram í fingurgóma

alver_i_helguvik2.jpgEn það sakar ekki að forstjóri Landvirkjunar viti hver vilji ráðherrans er.  Kannski leyfir hagkvæmni nýrrar Þjórsárvirkjunar, nægilegan afslátt á raforkuverði, svo að ráðherrann þurfi ekki að reka Hörð Arnarson fyrir óhlýðni...Eða til hvers var Orkustofnun að heimila 220 kílóvatta Suðurlínu?
mbl.is Ekki búið að slá Helguvík af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggjum niður ríkissjónvarpið

frans_pafi_2.jpgÍ dag er ekkert sem réttlætir að ríkið reki sjónvarpsstarfssemi.  Einkastöðvar hafa nú þegar tekið yfir menningar og stjórnmálaumræðuna og þau rök að dreifikerfi RÚV sé það eina sem sinni öllum íbúum landsins gilda ekki lengur.  Með sjónvarpi Símans og Sjónvarpsþjónustu Vodafone, geta allir landsmenn tengst stafrænni dreifingu sjónvarpsefnis og gamaldags VHF sendar RÚV heyra sögunni til.  Enda er það sjónvarpshluti stofnunarinnar sem liggur helst undir ámæli fyrir að sinna ekki hlutverki sínu.

En þetta skilja ekki yfirmenn stofnunarinnar.  Þeir skera niður á Rás 1 , vegna þess að þeir reka fyrirtækið eins og auglýsingasölufyrirtæki.  Rás 1 er ekki  auglýsingavæn útvarpsstöð.  Þess vegna má hún mæta afgangi.  Og þessi niðurskurður hefur verið lengi í bígerð þvert á það sem kjáninn Magnús Einarsson segir.  Nægir að vísa til uppsagnar Margrétar Marteinsdóttur síðsumars og því þegar hætt var við að ráða dagskrárstjóra í hennar stað.

Það dugir ekki lengur að áfellast þá sem gagnrýna stjórn Páls Magnússonar.  Páll ber ábyrgð á því uppnámi sem ríkir vegna þess hvernig komið er fyrir RÚV og því að engin framtíðarsýn er fyrir áframhaldandi rekstri þessa fyrrum óskabarns þjóðarinnar.

Eftir því sem línur skýrast varðandi stöðu þjóðarbúsins þá er það morgunljóst að framtíð Rásar 1 er bezt tryggð með því að stofna nýtt fyrirtæki um rekstur Rásar1, Þjóðleikhússins og Symfóníunnar.  Leifarnar af RÚV má gjarnan einkavæða. Fréttastofuna þar með.  Rás 1 er betur komin án manna sem misnota aðstöðu sína í pólitískum tilgangi.  Ef menn vilja að Rás 1 sinni fréttamennsku þá fer bezt á því að byggja upp trausta fréttastofu frá grunni.


mbl.is Forkastanleg aðför að þjóðarmiðli Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtastefna Seðlabankans dregur úr velferð

greed-money.jpgÁ Íslandi eru áttfalt hærri vextir en í nágrannalöndum okkar.  Á Íslandi eru líka verðtryggð lán sem til viðbótar við verðtryggingu bera áttfalt hærri vexti en annars staðar tíðkast! 

Hvernig getur það dregið úr velferð að dregið sé úr seðlaprentun bankanna og þar með dregið stórlega úr verðbólguhvatanum?  Því verðtryggingarútreikningar eru ekkert annað en verðbólguhvati.  Verðbólguþátturinn er svo hin raunverulega seðlaprentun.  Gefur bönkum tækifæri til að auka fé í umferð sem þessu vaxtaokri nemur.

Hér þarf að nema lög um Seðlabanka úr gildi.  Setja gengið fast og færa vexti niður í einhverja tölu sem glóra er í.  Hætta að bjóða fólki upp á afleiður í formi íbúðalána er náttúrulega löngu tímabært réttlætismál.  Það á ekki einu sinni að þurfa að ræða það neitt sérstaklega.  Bara gera það.


mbl.is Bann við verðtryggingu minnkar val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja selja mömmu sína

magma_kaupir_hs_orku3.jpgSjálfstæðismenn eru skrítnar skepnur. Þeirra pólitík snýst um hagsmuni en ekki hvaða hagsmuni sem er. Þeir víla ekki fyrir sér, að skerða almannahagsmuni í þágu sérhagsmuna.  Einkavæðing opinberrar þjónustu er dæmi um þennan séríslenzka græðgishugsunarhátt spillingastjórnmálamanna.  Því hvað annað er hægt að kalla þetta?  Í hugum allra annarra eru hita og orkuveitur heilagar mjólkurkýr sem aldrei má af hendi láta. Rökin eru augljós.  Þetta eru fyrirtæki sem eru byggð upp á kostnað samfélagsins.  Fyrirtæki sem nýta sameiginlega auðlind án þess að borga fullt verð fyrir nýtinguna gegn því að sjá okkur eigendunum fyrir ódýru rafmagni og heitu vatni. Og ef einhver arður myndaðist þá var löngum sátt um ráðstöfun hans, öllum til hagsbóta.......

Um þessa opinberu stefnu ríkti full sátt fram að græðgisvæðingu Orkuveitunnar og Hitaveitu Suðurnesja. 

Og þar sem aðförin að Orkuveitunni var stöðvuð urðu menn að láta sér Hitaveitu Suðurnesja duga að sinni. Þar auðveldaði uppskipti fyrirtækisins áformin.  Því menn gleypa ekki fíl í einum munnbita.  Ekki einu sinni íslenzkir útrásarvíkingar!. Besti bitinn fyrst og síðan er hreinsað af diskinum.  HS Orka fyrst,  HS Veitur núna.  Og hver skyldi ástæðan vera?  Jú menn ætla að sameina HS Orku og HS Veitur undir sama eða tengt eignarhald og það verða ekki Lífeyrissjóðirnir sem ætla að eiga þetta fyrirtæki í framtíðinni.  Nei þetta fellur nákvæmlega að formúlunni um arðgreiðslufélag og ég spái því að það sé framtíðarsýn Heiðars Más, sem virðist primus mótor í öllu þessu plotti og hann á góða bandamenn í Böðvari Jónssyni og Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra HS Orku.

En þetta á ekki að vera einkamál Suðurnesjamanna. Það á ekki að vera hægt að þröngva skuldsettum sveitarfélögum til að selja frá sér grunnþjónustur á borð við orku og vatnsveitur.  Það er orðið tímabært að setja löggjöf sem bannar það um alla framtíð.  Við höfum því miður brennt okkur á því hvernig fjárplógsmenn hafa leikið Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja.  Orkuveita Reykjavíkur er tæknilega gjaldþrota og HS Orka er orðið að einkagróðafyrirtæki sem nú er á fullu að ná undir sig HS Veitum og fullkomna þannig glæpinn.  Með dyggum stuðningi Spillingarstjórnmálamanna Sjálfstæðisflokksins.

Þetta fólk vílar ekki fyrir sér að selja mömmu sína.  Skítt með ömmu, hún er ekki lengur þeirra vandamál.  Amma var seld til sjálfseignastofnana í hjúkrunarþjónustu. Fyrirtækja eins og Eirar, Sunnuhlíðar og nokkurra einkafyrirtæki í eigu dyggra sjálfstæðismanna. Því það er löngu búið að einkavinavæða hluta af heilsugæslunni. Menn tala bara ekki um það.  Það er feimnismál..ennþá.

En nú ætla Sjálfstæðismenn að toppa eigið skítlegt eðli og selja  sjálfa grunnþjónustu samfélagsins!  Þetta verður að stöðva.  Ekki seinna en strax.  Svona gera menn ekki!


mbl.is Vilja selja hlut í HS Veitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband