Dekrað við fyllibyttur og dópista

Það er eitthvað mjög brogað við þjóðfélag sem veitir fyllibyttum og dópistum fría læknismeðferð meðan níðst er á raunverulega veiku fólki.  Eða hvers eiga krabbameinssjúkir að gjalda eða hjartveikir eða geðveikir eða bara sjúk gamalmenni?  Af hverju er hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði þyngdur á meðan SÁÁ malar gull á þátttöku ríkisins í sjúkrakostnaði á Vogi.  Sjúkrakostnaði sem er á gráu svæði, því deila má um hvort alkahólismi er sjúkdómur.  Ég tel svo ekki vera.  Ég tel að hér sé um ofnæmi að ræða en ekki sjúkdóm.  Og ég tel að ríkið eigi að endurskoða þátttöku í rekstri sjálfseignarfélagsins SÁÁ.  Breyta ætti Vogi í greiningarstöð þar sem fyllibyttur og dópistar gætu komið í greiningu og viðeigandi afeitrun og fræðslu.  Þetta mætti  vera niðurgreitt en aðeins standa til boða í eitt skipti fyrir hvern einstakling.

Í dag er Vogur rekin eins og verksmiðja. Sjúklingaveltan er það sem gildir.  Og reikningurinn sendur til ríkissjóðs.  Ekki er spurt um árangur.  Sumir sjúklingarnir hafa komið á Vog árlega í mörg ár, sumir oft á ári.  Enginn árangur, enginn bati.  Og hin augljósa skýring er, að alkahólismi er ekki sjúkdómur.  Það er ekki hægt að lækna alkahólisma.

Ef ég hef rétt fyrir mér að, alkahólismi sé ofnæmi, þá meikar það sans.  Þá virkar áfengi eins og eitur á taugakerfið og veldur öllum þeim einkennum sem alkahólistar þekkja.  En af hverju þá þessi sjúkdómsvæðing alkahólismans?  Er verið að hugsa um velferð alkahólistans eða velferð iðnaðarins?  Svari hver fyrir sig.  En tölurnar tala. Alkaiðnaðurinn er orðinn að öflugri starfsgrein og hefur komið sér upp öflugri áróðursmaskínu til að tryggja fjárframlög frá ríkinu.

Þetta er ekki main stream skoðun.  Ég geri mér grein fyrir því en það verður einhver að segja þetta.  Það eru þúsundir manna sem hafa hætt að drekka áfengi og losnað við ofnæmiseinkennin við það eitt.   En það eru samt fleiri sem hafa trúað á sjúkdómskenninguna og goldið fyrir það með lífi sínu.  


Að kunna að búa til sjónvarp

Þegar ég gagnrýni yfirstjórn RÚV fyrir bruðl og yfirmönnun sjónvarpshlutans þá er ég að miða við hvernig einkastöðvarnar N4 og ÍNN gera hlutina.  Tökum sem dæmi "Landann" hjá RÚV og þátt Hildu Jönu Gísladóttur, "Á flakki frá Siglufirði til Bakkafjarðar"  Að Landanum koma 14 manns meðan 3 geta gert jafn góðan eða betri þátt á Akureyri!  Er þetta ekki eitthvað sem yfirstjórn RÚV þarf að endurskoða?  Og til hvers að hafa ritstjóra í Landanum?  Er ekki ritstjóri á hærri launum?  Og til hvers er fréttastjóri RÚV titlaður sem framkvæmdastjóri Landans?  Fær hann aukalega borgað fyrir þann titil?

5 milljarða rekstrarkostnaður RÚV er útúr öllu korti.  En ef bruðlið og sporslurnar eru almennt á pari við það sem gerist í framleiðslu Landans þá er ekki von að  endar nái saman.  Og til hvers sótti Páll Magnússon það svona fast að gera stofnunina að opinberu hlutafélagi?  Var það til að ekki væri hægt að hafa eftirlit með rekstrinum?  Ekki hægt að láta Ríkisendurskoðun gera úttekt?

Ég vil að það verði gerð heildarendurskoðun á bókhaldi RÚV og farið nákvæmlega yfir allar ákvarðanir sem hafa haft fjárútlát í för með sér fyrir stofnunina umfram það sem eðlilegt má kallast.  Kæmi mér ekki á óvart þótt einhverjir hafi makað krókinn þarna innanhúss með vitund yfirstjórnar.  Þetta þarf allt að rannsaka af óháðum endurskoðendum.


Stöndum vörð um DV

Nú standa öll spjót á ritstjórum DV fyrir gagnrýna fréttamennsku undanfarinna ára.  Peningamafían ætlar sér að þagga niður í útgáfu blaðsins í gegnum dómsstóla.  Þeir dómar sem þegar hafa fallið í meiðyrðamálum gegn Reyni, Inga Frey og Jóni Trausta gefa tóninn.  Þess vegna þurfa allir sem láta sig gagnrýna þjóðfélagsumfjöllun, einhverju skipta að rísa upp gegn þessum þöggunartilburðum.  Með því fyrst og fremst að styrkja útgáfuna fjárhagslega en líka með því að taka undir það fréttamat sem DV byggir á.  Netáskrift kostar aðeins 790 krónur á mánuði og menn þurfa ekki einu sinni að lesa blaðið!

Páll Magnússon látinn reka sjálfan sig!

Greinilega sama aðferð viðhöfð að losna við Pál og notuð var til að losna við Björn Zoega.  Þ.e. þeim var gert að segja upp sjálfviljugum.  Þetta verður að teljast jákvætt fyrir okkur sem höfum gagnrýnt sleitulaust á annað ár þá ógnarstjórn sem ríkt hefur á RÚV undir óstjórn Pál.

Nú bíður nýs útvarpsstjóra að afturkalla hreinsanir á Rás 1 og hefja niðurskurð á Rás 2 og sjónvarpsútsendingum.  Gott hefði verið ef Páll hefði nú rekið Skarphéðinn dagskrárstjóra en það bíður þá bara líka nýs útvarpsstjóra.


Bloggfærslur 17. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband