7.12.2013 | 14:49
Hvað gera fjölmiðlafulltrúar?
Upp á síðkastið hefur orðið alger sprenging á fjölmiðlafulltrúamarkaðinum. Nú telst engin stofnun eða fyrirtæki á Íslandi fullmönnuð fyrr en búið er að ráða fjölmiðlafulltrúa í fullt starf. En hvað er þetta fólk að gera? Tökum sem dæmi Álverið í Straumsvík. Þetta fyrirtæki er lítið í sviðsljósinu og í þau fáu skipti sem það ratar í fréttir hefur forstjórinn ekki neitað viðtölum. Lítið að gera hjá þeim fjölmiðlafulltrúa. Eða ráðuneytin?. Fjölmiðlafulltrúar starfa hjá sjö ráðuneytum. Hjá utanríkisráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, velferðarráðuneyti, fjármálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti starfar einn fjölmiðlafulltrúi í hverju ráðuneyti, í innanríkisráðuneyti starfa tveir fjölmiðlafulltrúar. Hverjir eru þessir menn og hvað eru þeir að gera? Og upptalningin er endalaus. Vegagerðin, LÍÚ, Umboðsmaður Skuldara, Landsbankinn o.fl. o.fl.
Ég er með samsæriskenningu. Þar sem flestir fjölmiðlafulltrúar koma af stóru fjölmiðlunum þar sem þeir öðluðust nokkra virðingu fyrir góða takta í fréttamennsku þá finnst ráðamönnum í þjóðfélaginu betra að kippa þessu fólki út úr fréttamennskunni og gera það óvirkt með því að yfirborga það. Heldur en taka þá áhættu að þessir vösku fréttamenn uppljóstri um allt svínaríið og spillinguna, sem viðgengst hjá hinu opinbera og tengsl viðskiptalífs og stjórnmála.
Ef þetta er rangt þá svara menn bara hér á þessu bloggi. Annars telst kenningin rétt.
7.12.2013 | 10:25
Spýjur?
Þótt óupplýstur skipstjóri af Suðurnesjum fari rangt með notkun hugtaka þá er óþarfi fyrir fréttamenn að hafa það óbreytt eftir. Og í raun er fréttin óskiljanleg. Hvað þýðir þetta?
Við erum við ísinn og það eru alltaf einhverjar spýjur að koma. Við höfum verið í hálfgerðum vandræðum út af ísnum. Þetta er búið að vera erfitt,
Þetta virðist orðrétt haft eftir vegna gæsalappanna en merkingin er óljós. Fyrir vestan var talað um spýjur í sambandi við lítil snjóflóð en varla er mikið um þau úti á Hala! Mig dauðlangar að vita hvað skipstjórinn var að meina. Var hann að tala um hreyfingu á ísnum eða aflahrotu eða innkomu í trollið, sem mynd á mælitækjum? Svar óskast.
![]() |
Darraðardans við hafís á Halanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2013 | 09:07
Er Davíð Þór gerður út af Vantrú?
Eftir því sem Davíð Þór tjáir sig meira, því áleitnari verður spurningin um hvað honum gangi til. Heldur hann virkilega að hann sé hinn nýji Lúther? Eða er hann gerður út af trúfélaginu Vantrú til að valda skemmdum á innra starfi þjóðkirkjunnar? Ef svo er þá mega þeir trúbræður í Vantrú vel við árangur Davíðs Þórs una. þvi fullyrða má að enginn einn einstaklingur hafi valdið meiri skaða fyrir kirkjuna síðustu 2 ár, en Davíð Jónsson guðfræðingur.
7.12.2013 | 08:33
Hinn lesblindi - Hinn skrifblindi - Hinn siðblindi

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)