Hvað gera fjölmiðlafulltrúar?

Upp á síðkastið hefur orðið alger sprenging á fjölmiðlafulltrúamarkaðinum. Nú telst engin stofnun eða fyrirtæki á Íslandi fullmönnuð fyrr en búið er að ráða fjölmiðlafulltrúa í fullt starf. En hvað er þetta fólk að gera?  Tökum sem dæmi Álverið í Straumsvík.  Þetta fyrirtæki er lítið í sviðsljósinu og í þau fáu skipti sem það ratar í fréttir hefur forstjórinn ekki neitað viðtölum. Lítið að gera hjá þeim fjölmiðlafulltrúa. Eða ráðuneytin?. Fjölmiðlafulltrúar starfa hjá sjö ráðuneytum. Hjá utanríkisráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, velferðarráðuneyti, fjármálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti starfar einn fjölmiðlafulltrúi í hverju ráðuneyti, í innanríkisráðuneyti starfa tveir fjölmiðlafulltrúar.  Hverjir eru þessir menn og hvað eru þeir að gera? Og upptalningin er endalaus. Vegagerðin, LÍÚ, Umboðsmaður Skuldara, Landsbankinn o.fl. o.fl.

Ég er með samsæriskenningu.  Þar sem flestir fjölmiðlafulltrúar koma af stóru fjölmiðlunum þar sem þeir öðluðust nokkra virðingu fyrir góða takta í fréttamennsku þá finnst ráðamönnum í þjóðfélaginu betra að kippa þessu fólki út úr fréttamennskunni og gera það óvirkt með því að yfirborga það. Heldur en taka þá áhættu að þessir vösku fréttamenn uppljóstri um allt svínaríið og spillinguna, sem viðgengst hjá hinu opinbera og tengsl viðskiptalífs og stjórnmála. 

Ef þetta er rangt þá svara menn bara hér á þessu bloggi.  Annars telst kenningin rétt.


Spýjur?

Þótt óupplýstur skipstjóri af Suðurnesjum fari rangt með notkun hugtaka þá  er óþarfi fyrir fréttamenn að hafa það óbreytt eftir.  Og í raun er fréttin óskiljanleg.  Hvað þýðir þetta?

„Við erum við ísinn og það eru alltaf einhverjar spýjur að koma. Við höfum verið í hálfgerðum vandræðum út af ísnum. Þetta er búið að vera erfitt,“ 

Þetta virðist orðrétt haft eftir vegna gæsalappanna en merkingin er óljós. Fyrir vestan var talað um spýjur í sambandi við lítil snjóflóð en varla er mikið um þau úti á Hala! Mig dauðlangar að vita hvað skipstjórinn var að meina.  Var hann að tala um hreyfingu á ísnum eða aflahrotu eða innkomu í trollið, sem mynd á mælitækjum? Svar óskast.


mbl.is Darraðardans við hafís á Halanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Davíð Þór gerður út af Vantrú?

Eftir því sem Davíð Þór tjáir sig meira, því áleitnari verður spurningin um hvað honum gangi til.  Heldur hann virkilega að hann sé hinn nýji Lúther?  Eða er hann gerður út af trúfélaginu Vantrú til að valda skemmdum á innra starfi þjóðkirkjunnar? Ef svo er þá mega þeir trúbræður í Vantrú vel við árangur Davíðs Þórs una.  þvi fullyrða má að enginn einn einstaklingur hafi valdið meiri skaða fyrir kirkjuna síðustu 2 ár, en Davíð Jónsson guðfræðingur.


Hinn lesblindi - Hinn skrifblindi - Hinn siðblindi

Þetta er titill á glæpareyfara sem er í vinnslu. Sögusviðið á að vera Ísland og atburðirnir eiga að gerast á 5 árum frá 2007 til lok árs 2012.  Aðalpersónan er hinn siðblindi viðskiptamógúll, sem tekst að setja heilt þjóðfélag á hliðina í taumlausri græðgi eftir auði og völdum. Inní söguna fléttast síðan hinn lesblindi, misheppnaður bankamaður, sem er gerður að bankastjóra gagngert til að hinn siðblindi eigi sem greiðastan aðgang að fjármagni þegar píramídinn hrynur.  Og eftir risið sem fellst í falli fjármálakerfis og stórfelldu undanskoti fjármuna þá kemur að þætti hins skrifblinda sem er mútað til að lána nafn sitt til varnar laskaðri ímynd hins siðblinda þegar hýenurnar, sem áður hirtu molana af borði hans, ráðast á hann í sýndaruppgjöri vegna afleiðinga fléttunnar sem lýst er í upphafi bókarinnar. Og ekki mun vanta framhjáhald og lýsingar á taumlausu svalli og svikráðum og pólitískum hefndaraðgerðum. Þetta verður sem sagt thriller af bestu gerð.  En vegna þess að það er dýrt að vera rithöfundur þá vantar mig bakhjarl.  Bezt væri náttúrulega af einhver áhrifakona í Samfylkingunni gæti komið mér á listann yfir þá sem fá listamannalaun frá ríkinu vegna þess að enginn vill kaupa bækurnar þeirra.  Það væri góð byrjun fyrir mig og ég myndi sóma mér vel við hliðina á mönnum eins og Bjarna Bjarnasyni og fleiri lélegum því auðvitað er ég enginn rithöfundur. Ekki frekar en að sá siðblindi væri einhver viðskiptamógúll eða sá lesblindi væri góður bankastjóri eða sá skrifblindi góður penni.  En hver spyr að hæfileikum á Íslandi.......Cool

Bloggfærslur 7. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband