8.12.2013 | 16:44
Dæminu snúið við
Af hræsnurum eigum við nóg. Nú heyrast ramakvein úr hverju horni gegn áformum um að minnka framlög til þróunarhjálpar. Það er eins og fólk sjái ekki tvöfeldnina sem felst í því að gjaldþrota ríkissjóður sé að taka erlent lán upp á 4-5 milljarða til að sýnast í augum umheimsins. Það er ekki eins og þetta séu verðlausar íslenzkar krónur eða verðtryggðar íslenzkar krónur. Nei þetta er grjótharður gjaldeyrir! Og ríkissjóður skuldar 1 og hálfa landsframleiðslu og þarf að greiða 100 milljarða í vexti. Svo tala menn eins og þessir peningar séu geymdir á bankabók! Það hefur aldrei verið brýnna að sína aðhald. Þess vegna eigum við ekki að láta óráðsíu fólkið beygja okkur. Hættum að taka lán til að sýnast jafnfætis öðrum þjóðum. Við erum ekki jafnvel stæð og aðrar þjóðir. Við erum ekkert betri eða hæfileikaríkari. Við eigum alveg skilið að hafna neðst í PISA könnun. Af Hverju ekki. Miðum bara við mannfjölda og hættum þessm þjóðarrembingi.
Þeir sem halda öðru fram skulu nú segja okkur harðbrjósta fólkinu, hverju beri að fórna og hvað skorið niður til að réttlætanlegt sé að ríkissjóður axli þessa kvöð. Það er óþolandi að vísa til réttlætiskenndar þegar staðan er eins og hún er. Og ekki fara að tala um alla milljarðana sem sægreifarnir sluppu við að borga. Þið eruð löngu búin að ráðstafa þeim í Landsspítalann og velferðarmál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.12.2013 | 15:09
Af hverju er ekki búið að reka Pál?
Ég fer með 1 atkvæði og ég legg til að Páll verði rekinn strax. Fyrr verður engin sátt um RÚV. Þessi maður á ekki að koma nálægt endurreisn þessarar stofnunar.
Það er engum greiði gerður með því að tala það fólk sem vinnur þarna né dagskrána sem mun birtast mönnum smátt og smátt, niður, segir Páll.
Það er enginn að tala fólkið niður Páll! Fólkið er gott. Þú ert bara ekki hæfur stjórnandi. Ætla menn ekkert að læra af brottvikningu Björns Zoega?
8.12.2013 | 13:24
Birgitta verður að birta samninginn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.12.2013 | 12:58
Pólitísk fákeppni.
Ísland er skrítið þjóðfélag. Hér drýpur smér af hverju strái en samt er misskipting auðs hvergi meiri. Hér er engin samkeppni á neinu sviði bara fákeppni og yfirboð. Og meira að segja pólitíkin er einsleit. Hér vantar meiri fjölbreytni. Þetta þjóðfélag er að úrkynjast. Og það virðist ekkert vera að breytast. þrátt fyrir efnahagslega kollsteypu. Þrátt fyrir misskiptinguna. þrátt fyrir spillinguna. Við þurfum nýja pólitíska forystu. Fólk sem þorir að stokka kerfið upp. Fólk sem ekki er hægt að beygja. Fólk sem ætlar ekki að gera pólitík að æfistarfi.Hér þarf að koma á samkeppni og draga úr ríkisvæðingunni. Við þurfum nýja stjórnarskrá, nýja dómara og það þarf að hreinsa út varðhundana í háskólasamfélaginu og laga menntakerfið að þörfum þjóðfélagsins.
Við höfum ekki efni á vinstri sinnaðri ríkishyggju. Við höfum ekki efni á Vinstri Grænum og Samfylkingin er pólitískt gjaldþrota. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið við sem hinn stóri jafnaðarmannaflokkur. Hér ríkir tómarúm. Þess vegna fylkjast menn um stefnu Framsóknar. Stefnu sem er jafn innantóm eins og tómarúmið í þjóðarsálinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2013 | 12:00
Mikael Torfason rassskellir Gísla litla og Pál í beinni
Kveikti óvart á sjónvarpinu áðan og datt inn á umræður Gísla Marteins við gesti sína, þá Mikael Torfason, Ásdísi Höllu og Katrínu Júlíusdóttur. Og það var verið að tala um RÚV. Messan sem Mikael fékk að flytja var mögnuð. Og kjarninn í henni var hárréttur. Það eru yfirmenn RÚV sem eru að eyðileggja þetta fyrirtæki af því þeir skilja ekki hlutverk ríkismiðilsins. Páll og dagskrárstjórinn koma báðir af Stöð 2 og þeir halda að þeirra hlutverk sé að vera í samkeppni við einkastöðvar og helzt drepa af sér alla samkeppni. Það hefur verið gegnumgangandi stefna í öllum ákvörðunum Páls, að svara samkeppni og koma með mótleiki. Samanber sýningar á fréttum og frétta magasíninu Kastljós. Og eins og Mikael benti á , tímasetningin á þætti Gísla Marteins er greinilega beint gegn Þætti Sigurjóns Egilssonar á Bylgjunni og öll munum við eftir yfirboðum íþróttadeildar sjónvarpsins í sýningar frá íþróttakappleikjum, hvort heldur talað er um enska boltann, handbolta eða Ólympíuleika. Allt til að skaða samkeppnisaðilann og aldrei hefur hvarflað að þessum mönnum sem stjórna á RÚV að þeir séu í þjónustuhlutverki. Nei þeir eru í samkeppni. Og það var ömurlegt að hlusta á innlegg Katrínar Júl. Þessi manneskja skilur ekki nútímafjölmiðlun. Hún heldur að gagnrýnin á RÚV sé árás á fólkið sem vinnur dagskrána. Auðvitað er það ekki svo. Við erum bara mörg sem segjum að RÚV er illa rekið og það eigi að skipta út yfirstjórn RÚV því við eigum að geta rekið mikla betra útvarp og sjónvarp fyrir miklu minna fé. 5 milljarðar eru sóun á almannafé. Það er kjarninn í gagnrýninni. Og það á að veita fé til styrktar innlendri dagskrá og láta einkaaðila framleiða. Glórulaust að láta stofnunina sjálfráða um að eyða peningunum. Fáum það upp á borðið hver kostnaðurinn við dagskrárgerð er, annars vegar þættirnir Landinn og hins vegar samsvarandi þættir á N4. Einnig þarf að fá upp á borðið hvað Gísli Marteinn kostar miðað við samsvarandi þætti á ÍNN. Og þá mun koma í ljós hvernig RÚV bruðlar með almannafé.
Þegar þessi umræða var á enda þá setti ég á mute og kveikti á Sprengisandi. Og hver haldið þið að hafi verið í viðtali við Sigurjón...nema Páll Magnússon. Þetta er munurinn á einkamiðli og ríkismiðlinum. Einkamiðlarnir veita hlustendum þjónustu og viðra flest sjónarmið meðan ríkismiðillinn beitir þöggun og svarar aldrei málefnalegri gagnrýni af því þeir eru bakkaðir upp af stjórnmálaelítunni á vinstri vængnum [Katrínu Júl] sem telur sig eiga ríkisútvarpið með manni og mús. Framganga Mikaels kom Gísla á ávart og maður sá hvað hann óskaði þess að hann hefði aldrei boðið honum í þetta kaffispjall.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)