Ekkert svar

Einn af iðnustu spunameisturum Samfylkingar setti þetta á bloggið sitt í dag:

Auk þessa hefur flokkurinn kvittað undir að draga úr þróunaraðstoð til fátækasta og mest þurfandi í heiminum.

Það er lítilmótlegt og maður skammast sín fyrir stjórnmálamenn sem ekki hafa meiri skilning á eymd og fátækt barna í útlöndum.

Auðvitað er þetta aðeins hluti af þjóðernisstefnu flokksins, okkur kemur ekkert við í úlöndum nema við getum grætt á því.

Maður veltir fyrir því fyrir sér í fúlustu alvöru, er málflutningur og áherslur formanns fjárlaganefndar og formanns flokksins virkilega það sem hinn almenni Framsóknarmaður vill sjá ?

Maður bara spyr sig.

Og ég setti inn athugasemd.  Meira að segja frábæra athugasemd sem verðskuldar umræðu.

Jón, ég er með hugmynd. Leggjum á valkvæðan nefskatt upp á 25.000 krónur.  Þeir sem vilja styrkja þróunaraðstoð borga þennan skatt hinir ekki.  Síðan verður birt á vef Ríkisskattstjóra hverjir borguðu.

Ég hef ekkert svar fengið enn.

 


Hatur á Aðventu

14270397_8i0rr.jpgHelztu spunameistarar Samfylkingar og Vinstri Grænna virðast sakna gömlu haturs stjórnmálanna sem Jóhanna og Steingrímur stóðu fyrir.  Þetta fólk kann ekki að fóta sig í breyttum heimi.  Nú er mál að linni.  Fólk slíðri sverðin og leyfi Alþingi að vinna vinnuna sína í friði. Reiðivírusinn sem grasserar á Facebook gæti hæglega smitað allt þjóðfélagið ef menn gæta ekki að sér.  Fyrst sjálfur Egill Helgason hefur sýkst,  þá er málið orðið alvarlegt

Bjóðum Ögmundi að taka við RÚV

Ögmundur er sennilega sá eini sem kemur ólaskaður útúr hruninu og eftirmálum þess.  Á meðan Steingrímur tókst á við jésúkomplexana sína þá vissi Ögmundur allan tímann að hann er okkar lausnari. Hans tími var bara ekki kominn.  Ögmundur og Ögmundur er ekki það sama.  Ögmundur með krákuna Höllu Gunnarsdóttur á öxlinni er ekki sami Ögmundur og nú segir stjórnvöldum til syndanna.  Í morgun var hann á Bylgjunni með lærisveinum sínum og flutti okkur fagnaðarerindið um ríkisútvarpið. Og hann sannfærði mig um að hann væri rétti maðurinn til að rétta þessa stofnun af. Og ég heyrði ekki betur en Brynjar Níelssen hafi bæzt í hóp lærisveinanna.  Svona er máttur orðsins........eða lýðskrumsins..

Arðgreiðslufélög?

Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri þetta hugtak og ég skil ekki hvað hér er á ferðinni. Ég hélt ekki að neitt löglegt fyrirtæki á markaði gæti ákveðið að reksturinn skilaði arði.  En fjármálaverkfræðingarnir virðast hafa fundið nýja leið til að svíkja viðskiptavinina.  Og uppskriftin er svona:

  1. Finna vöru eða þjónustu sem allir þurfa á að halda 
  2. Búa til fákeppnismarkað með því að útrýma samkeppni, uppkaup og sameiningar
  3. Síðan er búið til félag utan um reksturinn og félagið sett á markað
  4. Vegna fákeppni er rekstrargrunnur tryggður
  5. Síðan þegar fyrirtækið er komið á markað þá er það krafa hluthafa að fá greiddan arð
  6. Vegna þess að hluthafarnir eru jafnframt viðskiptavinir mótmæla fáir okri á vörum fyrirtækisins

þá hefst lokafasinn sem felst í víxlhækkunum hlutabréfanna og vörunnar uns kemur að því að stofnendur innleysa hagnaðinn áður en bólan springur og fyrirtækið fer í þrot.  Eftir sitja heimskir hluthafar sem fjármögnuðu sjálfir eiginn gróða en báru síðan allt tapið að lokum.

Svona eru Tryggingarfélögin og Hagar rekin í dag og nú á að gera það sama með N1.  Eru Íslendingar virkilega svona heimskir að þeir sjái ekki í gegnum þetta rugl!!  Hvenær verðum við nógu þroskuð til að setja svona bröskurum stólinn fyrir dyrnar.  Hvenær fáum við nógu heiðarlega stjórnmálamenn til að stoppa svona svínarí í fæðingu.  Auðvitað á að reka tryggingafélög á núlli.  Það á að vera markmiðið.  Ekki að græða sem mest til að geta borgað sem mestan arð.  Og auðvitað á að vera löngu búið að skipta Högum upp.  Ef ekki vegna samkeppnisbrota þá vegna fákeppnisbrota.  Það er enginn samkeppni á matvörumarkaði og það er okkur sjálfum að kenna vegna þess að við stoppum ekki braskið sem viðgengst í kauphöllinni.  Og auðvitað er enginn business í bensínsjoppum.  Hvaða rugl er þetta.  14 milljarða virði er bara tala sem er fundin upp á viðskiptavild vegna einokunarstöðu keðjunnar.  Fasteignir og lager er örugglega að mestu tekinn að láni.  Þetta er ótrúlegt ef þessi flétta gengur upp.  Þá eigum við ekki skilið að lifa hér mannsæmandi lífi á þessu skeri.  Þá erum við bara bavíanar sem finnst fínt að ríða okkur sjálfum í r*******


mbl.is N1 verði arðgreiðslufélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband