Varla betri hjólaborg

Klíkan sem ráðið hefur skipulagsmálum Reykjavíkur undanfarin ár með Hjálmar Sveinsson í broddi fylkingar ætlar greinilega að efna til nýrra átaka við borgarbúa og nú með breytingum á Grensásvegi. Og allt í nafni betri hjólreiðasamgangna. Ætla má að þeir sem ráða, noti ekki hjól sem samgöngutæki dags daglega. Því ef tilgangurinn er að gera Reykjavík að betri hjólaborg, þá ráðast menn ekki á gatnakerfið og torvelda umferð bifreiða. Það er alröng aðferð. Miklu nær er að auka öryggi hjólreiðamanna á götum og gangstéttum heldur en að þrengja götur og auka þar með umferðarþungann. Ég hef notað reiðhjól sem aðal samgöngumáta í bráðum 20 ár hér í Reykjavík og ég verð að segja að þeir hundruðir milljóna sem eytt hefur verið í að bæta hjólamenninguna hefur verið eytt í stíga fyrir hjóladólga en ekki fyrir okkur sem notum hjól dags daglega í snatt og útréttingar. Áður en farið verður af stað í þessa vitleysu á Grensásveginum ættu menn kannski að byrja á að spyrja "alvöru" hjólreiðafólk hvað betur mætti fara.


mbl.is Grensásvegur verði þrengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gálgahraun, Stefán og Hanna Birna

Ég held það væri ekki úr vegi að spyrja nánar útí skyndilega afsögn Stefáns Eiríkssonar úr embætti lögreglustjóra Reykjavíkur. Mér finnst einsýnt að það að var tekið fram fyrir hendurnar á honum í sambandi við harkalegar aðgerðir lögreglunnar gagnvart mótmælunum við Gálgahraun í fyrra. Ég trúi ekki að Stefán hafi fyrirskipað þessa hörku.  Miklu frekar eru þarna að finna fingraför yfirboðara Stefáns, annars vegar ríkislögreglustjóra, hins vegar innanríkisráðherra. En við fáum sennilega aldrei að vita hvernig afskiptum Hönnu Birnu af störfum Stefáns Eiríkssonar var háttað. Stefán mun varla segja frá og þaðan af síður Haraldur eða Hanna Birna. En þessu leikriti verður að fara að ljúka og það er bara einn endir í boði og hann er sá að Hanna Birna hverfi alfarið úr pólitík. Það er ekki nóg að hún hverfi úr ríkisstjórn.


mbl.is Tryggvi og Hanna Birna boðuð á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband