25.11.2014 | 19:24
Hættulegar hugmyndir
Nýi dómsmálaráðherrann gengur ansi langt í nýrri löggjöf um almannavarnir. Sjá hér
Hann hefur ekkert lært af lekamálinu. Hann vill auka völd ráðherra og setja inn hlýðnireglu í stjórnsýslunni. Allt í nafni neyðarréttar.
Er ekki kominn tími á nýja stjórnarskrá?
25.11.2014 | 19:16
Að henda mat er óafsakanleg heimska
En að ætla sér að hafa vit fyrir öllum varðandi allt er verra.
![]() |
30% matvæla fer í ruslið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.11.2014 | 16:54
2 atriði sem ekki ganga upp
Ef útgönguskatturinn verður 35% þá þýðir það að Seðlabankinn verður samt að útvega 960 milljarða í gjaldeyri til að losa um allar eignir kröfuhafa. Í dag á Seðlabankinn 40 milljarða í óskuldsettum gjaldeyrisvarasjóði. Þarna sé ég ekki betur en skapist gagnfæri fyrir kröfuhafa. Þeir gætu einfaldlega valdið greiðslufalli ríkissjóðs ef þeir ákvæðu allir að fara með sitt fé þrátt fyrir þennan skatt. Þarna þarf að fara mjög varlega og varast flas.
Hitt atriðið varðar ályktun Evrópudómstólsins um verðtryggingarsamningana. Ætla menn virkilega að nota tæknilegan galla í samningum sem ástæðu til að hlaupast undan greiðsluskyldu? Ég vona svo sannarlega að stjórnvöld geri strax ráðstafanir til að koma í veg fyrir skrípaleik dómstóla eins og þann sem varð vegna gjaldeyrislánanna svokölluðu. Auðvitað kemur það ekki til greina að lánasamningarnir verði dæmdir ólöglegir vegna tæknigalla. Fólk tók verðtryggð lán vegna lágrar afborgunar. Fólk var ekkert að spá í að þurfa að greiða þau til baka tuttuguföld. Það var bara seinni tíma höfuðverkur.
Nú verður bara að setja lög sem taka á þessu og sekta viðkomandi lánastofnanir um væna fúlgu. Sú sektargreiðsla gæti svo nýzt til niðurgreiðslu á vaxtaokrinu.
Þetta held ég að sé skásta lausnin því menn eru ekki að fara að afnema hér verðtryggingu á næstunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2014 | 16:33
Strætó kom í stað Orkuveitunnar í korter
Ég fagna þeirri ákvörðun stjórnar Strætó BS, að reka framkvæmdastjórann. Sérstaklega þegar fyrstu viðbrögð formanns stjórnarinnar eru höfð í huga. En samkvæmt þeim fannst henni ekki tiltökumál þótt framkvæmdastjórinn eyðilegði vísvitandi eigur fyrirtækisins og notað síðan það sem ástæðu til flottræfilsháttar á kostnað skattgreiðenda.
Það og ráðning fjölmiðlafulltrúans á síðasta kjörtímabili og yfirmanns á upplýsingasviði nú um daginn án auglýsingar, sýndu svo ekki varð um villst að Strætó var í augum sumra sveitastjórnamanna hin nýja Orkuveitu - mjólkurkýr. En árvekni fjölmiðla og upplýsingasamfélagsins kom í veg fyrir að þessi tegund spillingar næði að festa rætur aftur. Samt sem áður þarf að hamra á kröfunni um opnara stjórnarfar í Reykjavík. Samfylkingunni er ekki treystandi frekar en sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Dagur lærði ekkert af Jóni Gnarr. Dagur hefur ofmetnast og lítur ekki á pólitík sem þjónustu við almannahagsmuni. Hann stundar valdapólitík af sömu gerð og fyrirrennarar hans, Davíð Oddsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Lítum til með Degi
25.11.2014 | 14:50
Nýr landlæknir
Greinilegt að Kristján Þór hefur dregið lærdóm af lekamálinu. Því skipun Birgis er fyrsta embættisveiting þessarar ríkisstjórnar, sem ekki er lituð af pólitík. Því ber að fagna og sérstaklega ánægjulegt að Geir Gunnlaugssyni hafi verið hafnað. En svo er hitt hvort við þurfum á þessari stofnun sem Landlæknisembættið er orðið, að halda? Ég dreg það í efa. Og ég hafna því að ríkið eigi að reka hér áróður fyrir lýðheilsu fullorðins fólks með rándýrum auglýsingum í fjölmiðlum sem engu skilar. Lýðheilsa þjóðar ræðst af samspili ótal þátta og það er óeðlilegt að yfirvöld séu að búa til stofnun sem rekur áróður fyrir hollum lifnaðarháttum. Vonandi að nýr landlæknir hreinsi til í þessari útbólgnu stofnun og beiti afli peninga og vinnuafls í eftirlit með læknum og lyfjagjöfum og herji á alþingismenn og sveitastjórnarmenn þannig að þeir sinni heilbrigðismálunm af ábyrgð en ekki léttúð. Allt sem ekki tengist þessu eftirliti beint, má skera burt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2014 | 14:02
Vistkerfi breytast
Íslenzkir vísindamenn virðast haldnir þeirri firru að þeirra hlutverk sé að koma í veg fyrir náttúrulega þróun. Og starf þeirra virðist snúast um að stjórna viskerfum í stað þess að rannsaka og fræðast um orsakir breytinganna.
Fiskifræðingar, líffræðingar og náttúrufræðingar mættu gjarnan íhuga hvort það sé í þágu vísindalegrar þekkingar að taka sér vald yfir náttúrunni eins og þeir virðast gera í sambandi við fiskveiðiráðgjöf, rjúpnastofninn, hvalinn, selinn, lundann og aðra dýrastofna sem hér hafa tekið sér bólfestu.
Náttúrunni verður ekki stjórnað frá Íslandi. Hvorki með aflareglum eða veiðibanni.
![]() |
Alvarlegt ástand sjófugla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |