RÚV - Af því bara

Menn eru nú að missa sig unnvörpum yfir því að allir hinir séu ekki skattpíndir áfram.  Mjög sérstök múgæsing verð ég að segja. Nú er ekki verið að aflétta sköttum af hinum efnameiri, nei þvert á móti er verið að minnka skattaálögur á almenning og lögaðila, sem er skref í áttina, en samt mótmæla menn. Hvað er með þetta skattablæti vinstri elítunnar???

Málið snýst um réttlæti og jafnræði. Skatta má ekki leggja á nema rík ástæða sé til. Það er engin rík ástæða til þess að reka fjölmiðil fyrir skattfé almennings og leyfa HONUM LÍKA AÐ KEPPA Á FÁKEPPNISMARKAÐI UM AUGLÝSINGAR, EFNI OG KOSTUN. það er bara engin ástæða til árið 2014.

En fjórflokkurinn gerði RÚV að gæluverkefni árið 2008 og það var ástæða uppákomunnar í þingsal í dag. Að það hafi smitað út í fésbók og sumir bloggarar látið málið til sín taka er ekki merki um meirihluta stuðning við óbreyttan útvarpsskatt.  Menn skulu varast að draga þær ályktanir.

Hvaða menningarumfjöllun fer fram á RÚV sem enginn annar sinnir? Skoðum dagskrá Rásar 1 í dag. Þar eru kannski 4 dagskrárliðir sem eru áhugaverðir fyrir einhverja sem hafa ekkert annað að gera. Samfélagið, Spjall um listrænt framhaldslíf fornbókmennta, Víðsjá og Spegillinn. Allt annað er lapþunnt dægurefni sem er hugsað til uppfyllingar milli auglýsinga, frekar en að einhver hlusti í raun og veru. Dæmi: þátturinn "Segðu mér". Hann er ekki að finna á podcast sem þýðir bara eitt að öllum er sama um þann lið.

Miðað við þetta virðist mjög auðvelt að setja saman dagskrá fyrir menningarútvarpsrás.  Stöð sem þyrfti fáa starfsmenn og útvarpaði samt efni allan sólarhringinn. Dagskráin sjálf yrði kannski bara 6 klst af efni en endurflutt á hinum tímum sólarhringsins.  Með þessu næðist sparnaður sem ætti að nota til að gera menningartengda sjónvarpsþætti um lífið í landinu ala "Landinn".  Landinn ætti að vera á dagskrá á hverjum degi.

Og flytja meiri fréttir af daglegu amstri þjóðarinnar, ekki bara amstri listaelítunnar og leikhúslífi og tónleikahaldi. Lífsins symphony er ekki flutt í Hörpu, ef menn halda þaðtongue-out


Hefur ekkert breytzt?

Mig grunar að samstaðan með RÚV sé pólitísk en hvorki praktísk né málefnaleg.  Enginn skynsamur maður getur verið ánægður með dagskrá RÚV eins og hún er orðin. Og það er ekki hægt að réttlæta lélega dagskrá með lágum styrkjum þegar menn fá þó enn 4 milljarða af almannafé og afla sér líka umtalsverðra sértekna. Samt er búið að minnka stofnunina frá því sem hún var fyrir breytingarnar 2008. Semsagt við erum að fá miklu lélegri þjónustu fyrir miklu hærri greiðslur.

Í dag er lítil sem engin þjónusta við landsbyggðina, lítil sem engin innlend dagskrárgerð, enginn alvöru skemmtidagskrá, og engin almannaþjónusta á talrásum.

Og þegar listamenn storma næst á Austurvöll til að styðja áframhaldandi skattakúgun VG þá ætti þetta sama fólk að spyrja sig hvernig það sjálft myndi vilja hafa RÚV. Og velta því fyrir sér hvort skattfénu okkar sé vel varið í höndum núverandi stjórnar RÚV.

Helst af öllu vildi ég fá aðgang að bókhaldi RÚV 10 ár aftur í tímann. Þá skyldi ég finna raunverulega ástæðu fyrir taprekstrinum.  Ég einfaldlega kaupi ekki skýringar stjórnarinnar. Til dæmis hefur ekki verið útskýrt hverjir njóta þessara lífeyrisgreiðslna og ekki heldur hver lánaði fyrir byggingu útvarpshússins og af hverju ekki er hægt að borga það lán upp. Þarna er maðkur í mysunni sem full þörf er að fara í saumana á.  Listaelítan á ekki að láta nota sig sem peð í sýndarátökum fjórflokksins.


mbl.is Samstöðufundi um RÚV frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband