13.12.2014 | 22:36
Er Skagafjörður ríki í ríkinu?
Nú er mælirinn fullur. Nú verður að fara að stoppa valdagræðgi Þórólfs kaupfélagsstjóra. Þótt hann hafi keypt Framsóknarflokkinn og ráði þar öllu, þá hefur hann ekkert umboð frá almenningi til að skipa fyrir um flutning ríkisstofnana heim í hérað.
Að flytja rekstur LHG í Skagafjörð er vitlausara en tali tekur. Að efla veiðar og vinnslu vill þessi höfðingi ekki enda skarast það við hans eigin hagsmuni. Hér áður var mikill uppgangur á öllu Norðurlandi og annars staðar, sem tengdist sjávarútveginum. En kvótagreifarnir lögðu mörg smærri byggðarlög í eyði með tilflutningi á aflaheimildum og sköpuðu þetta ástand sem nú á að laga með flutningi ríkisstofnana til landsbyggðanna.
Ekkert er talað um að endurskoða fiskveiðiráðgjöfina. "Why" .myndi Malala spyrja
Nú reynir fyrir alvöru á þanþol Sjálfstæðisflokksins. Munu þeir gleypa þessar hugmyndir eins og flutning Fiskistofu? Eða verður þetta fleygurinn sem splundrar ríkisstjórninni?
![]() |
Leggja til flutning fleiri stofnana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2014 | 22:16
Um hvað snúast kjaraviðræður lækna?
Hvers vegna leggja læknar ekki kröfugerðina á borðið svo almenningur geti tekið afstöðu með eða móti? Samninganefnd ríkisins er bundin trúnaði en kröfugerðin á að vera opinber. Nema að læknar séu að blanda óskyldum málum inní þessar kjaraviðræður.
Það er ekki einleikið hversu lítið fréttist af þessari deilu.
Er ekki miklu hreinlegra hjá læknunum að segja upp heldur en nota sjúklinga sem fallbyssufóður? Ef læknar segja upp og telja sig fá hærra launaðar stöður erlendis þá verðum við að flytja inn lækna sem búa við frumstæðari aðstæður en tíðkast hér. Það hlýtur að gilda það sama þegar erlendir læknar vilja ráða sig hingað eins og þegar íslenzkir læknar fara erlendis.
Boltinn er hjá læknum. Framkvæmdir við nýjan spítala og tækjakaup eiga ekki að vera hluti af lausn þessarar deilu.
![]() |
Harðari aðgerðir á nýju ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.12.2014 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)