21.12.2014 | 23:33
Bankarnir og jólin
Í öllu þessu þrasi um trú
þykir mér öllu verra
að biskupinn er bara frú
en Borgun, Guð vors herra
Tækifærisvísur | Breytt 22.12.2014 kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2014 | 23:17
Dæmdur og léttvægur fundinn
Agli mikill móður svall
ég mest hann tek á orðinu
í bókadómum bízna snjall
en bara á yfirborðinu
Jón er einsog "advokat"
allt hið slæma bætti
Egils fokk oss forðað gat
frá þeim "mannasætti"
Tækifærisvísur | Breytt 22.12.2014 kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2014 | 22:42
Naflastrengur kirkjunnar
Þeim sem rífst um ríkistrú
réttast held ég væri
þann naflastreng að stytta nú
strax, ef ættu skæri
21.12.2014 | 01:00
Adam að kenna
Engan hneikslar brjóstið bert
bara opin klaufin
Ef ekki hefði Adam gert
Evu að nota laufin
Tækifærisvísur | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)