Fráskilin að vestan

Á jólum boðar biskup trú
á barnavininn mestan
Þjóðkirkjunnar fyrsta frú
er fráskilin að vestan

Oft er til þess tekið nú
að trúarleysið smiti
og vandarótin væri sú
að vantaði "integriti"


mbl.is „Nú býðst okkur að taka við ljósinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óspar á orðurnar

Ekki lengur virðing vís
viðtakenda bíður
Því orður fá frá Óla grís
óuppdreginn lýður

Hvað segðu þeir sem hafa hæst
og hneikslast á þeim orðuklúbb
Ef Bingi fengi fálkann næst
Fyrir þetta fréttaskúbb


mbl.is Sigmundur sæmdur fálkaorðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband