Illt umtal ekki umflúið

Vestmannaeyingar eru sér þjóðflokkur. Fyrirlíta aðkomupakkið og þykjast jafnan yfir lög og reglur hafnir. Á meðal innbyggjara er karlremba og almenn lítilsvirðing gagnvart konum talin til gildis frekar en vansa. Á þjóðhátíð var ýtt undir nauðgunarmenningu þangað til Stígamótakellingarnar eyðilögðu það fyrir þeim. Nú tíðkast ekki lengur að henda ofurölvi stelpum inní gáma með hinu kynini þar sem þeim var nauðgað. En þeir eru ekki hættir að nauðga.  Vilja bara ekki tala um það og ekki skrifa um það.  Þess vegna gera menn nauðgara að ritstjóra eina miðilsins og komast upp með það.  Enginn segir neitt í bæjarfélaginu. Hvernig má þetta vera, að fórnarlamb nauðgarans skuli þurfa að flýja bæinn?  Og það er árið 2014!

Djöfuls smánarblettur, sem verður erfitt fyrir bæjarfélagið að þvo af sér. Þeir eiga svo sannarlega skilið illt umtal.


Nefskattur RÚV óréttlátari en náttúrupassinn

Dæmi eru um að heimili sem þarf að greiða 6 falt útvarpsgjald notfæri sér aldrei þessa skylduáskrift. Svo eru mörg dæmi um heimili sem eru undanskilin gjaldinu sem horfa ekki á neitt nema sjónvarp RÚV og hlusta eingöngu á rás 1.

Er þetta sanngjörn leið til að fjármagna rekstur sem er í bullandi samkeppni og er mjög umdeildur þar fyrir utan?

Ef mönnum þykir svona mikið til þessarar stofnunar koma þá er eðlilegt að gera hana að alvöru áskriftarstöð. Þeir borga þá sem nota.

Svo eru þingmannsdruslur, sem berjast fyrir aukinni nauðungarskattlagningu, að hneykslast á frumvarpi um náttúrupassa!  Hugmynd sem byggir á sömu prinsippum og útvarpsgjaldið.

Tvöfeldnin í þessu pakki er ógeðsleg. 


Árni Páll styrkir stöðu ríkisstórnarinnar

Í hvert skipti sem Árni Páll opnar munninn á Alþingi rifjast upp hversu hrakleg frammistaða síðustu ríkisstjórnar var. Nýjasta útspil dúettsins Kötu og Árna mun virka þveröfugt á þá sem ekki styðja þessa ríkisstjórn.

Óbreytt veiðigjald segir nú Árni sem sveikst um að innkalla kvótann á sinni vakt.

Meiri pening í RÚV segir nú Kata, sem skar niður á sinni vakt.

Þetta er ekki boðlegt.  Lágmark að fólk sem starfar í pólitík og vill láta taka sig alvarlega, viðurkenni vandann og leggist á árar með þeim sem stjórna hverju sinni.  Þetta lýðskrum er þreytt. það kaupir þetta enginn. 

Við viljum ábyrga stjórnmálamenn sem hugsa í lausnum en ekki atkvæðum


Lokum fyrir aðgengi hælisleitenda

Þegar yfirstjórn útlendingamála og lögreglan gerir sig ítrekað sek um stórkostlega vanþekkingu á reglum sem gilda um meðferð hælisbeiðna og samskipti stofnana þar að lútandi þá þarf að loka hér fyrir möguleika fólks til að koma án skilríkja. Bezt væri að viðurkenna að Schengen samstarfið var mistök og segja okkur frá því samstarfi og hleypa síðan engum hælisleytendum inn í landið nema þeir geti framvísað vegabréfi, hreinu sakavottorði og heilbrigðisvottorði. Við eigum ekki að flytja inn félagsleg vandamál þegar sannað er að útlendingaeftirlitið, ráðuneyti innanríkismála og yfirmenn lögreglunnar eru ekki hæf til að takast á við þessi mál.

Ef við getum lokað á aðgengi Hells Angels þá eigum við að loka á menn eins og Tony Omos áður en þeir verða vandamál.


Fyrningafrestur skattaundanskots 6 ár

Nú er Bjarni Ben búinn að tefja nógu lengi að kaupa gögnin um þessa 400 aðila sem skattrannsóknarstjóri vildi rannsaka. Fyrningarfrestur er liðinn miðað við að undanskotin hafi átt sér stað fram yfir hrun. Eins og flestir vita voru 6 ár frá blessun Íslands í október síðastliðnum.  Ef rétt er að málið sé búið að tefjast í meðförum Fjármálaráðherra þá sjá allir að um ásetning er að ræða hjá ráðherranum enda vinir hans og flokksfélagar hjá lögmannsstofunni LEX ábyrgir fyrir skattaundanskotunum með stofnun aflandsfélaga og skattaráðgjöf um hvernig hægt var að sniðganga skattalögin hér.

En núna þegar brotin eru fyrnd, þá á allt í einu að eyða skattfé fólksins í að kaupa ónýta pappíra. Nú þarf Bryndís að hysja upp um sig brækurnar og kæra vegna stórfelldra undanskota.  En þar er lengri fyrningarfrestur.  Svo á náttúrulega að stefna lögmannstofunni fyrir að hvetja til lögbrota og aðstoða við það.


mbl.is Ráðuneytið tilbúið að borga fyrir gögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband