4.12.2014 | 19:37
Hanna Birna fer huldu höfði
4.12.2014 | 18:13
Ráðslagið á RÚV
Alltaf kemur eitthvað nýtt í ljós um ráðslagið í ríkisrekstrinum. Við rekum opinbera Veðurstofu með fleiri hundrað starfsmönnum en svo er það einhver verktaki sem hirðir laun fyrir að birta spá ríkisveðurstofunnar í ríkisfjölmiðlinum!
Hvers vegna er ekki einhver vaktmaður á Veðurstofu Íslands látinn segja fréttir af veðri? Þarna er verið að misfara með fé. Til Veðurstofunnar er ráðstafað tæpum 1500 milljónum á þessu ári. En á móti koma einhverjar sértekjur. En greinilega ekki fyrir þjónustu við RÚV. Þær sértekjur fær einhver annar.
Þarna er bix sem þarf að laga. Engin ástæða til að kaupa veðurfréttaþjónustu af einkahlutafélagi. Bendi á að ítarlegar upplýsingar um veður og færð eru sífellt uppfærðar á ótal miðlum á netinu og túlkaðar af reyndum veðurfræðingum eins og Trausta Jónssyni til dæmis.
4.12.2014 | 14:37
Og svo bar til að Fátækrahjálp lét skrásetja alla landsmenn..
Þetta verða eftirmæli ríkisstjórnar ríka fólksins. Það þarf ekki einhvern fokking frelsara til að skrifa guðspjall. Tilefnin gerast í nútímanum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.12.2014 | 14:18
Er búið að útiloka fjárdrátt?
RÚV er búið að eyða sem svarar 40 þúsund milljónum síðastliðin 8 ár. Þetta samsvarar 5 þúsund milljónum á ári, 600 milljónum á mánuði og 20 milljónum á dag.
Er bókhaldið 100% rétt? Ég minni á að þar sem uppvíst hefur verið um fjárdrátt var alltaf talið óhugsandi að slíkt gæti átt sér stað. En dæmin sanna að þetta viðgekkst miklu víðar en okkur gat órað fyrir. Landsíminn, Sendiráðið og núna nýjast VMA. Samt var veltan margfalt minni og því áhættan eða freistingin miklu meiri.
En almenningur fær aldrei að skoða bókhald ríkisfyrirtækja. Almenningur á bara að treysta KPMG og Deloitte..og borga. Líka fjárdráttinn samanber Landsímann, meðan fyrrverandi forstjórar lifa í makindum á verðtryggðum lífeyri.
Það þarf að gera hreint hjá RÚV. Opna bókhaldið algerlega. Líka sjóðsbókina áratug aftur í tímann. Og kortleggja upp á krónu hvernig útgreiðslum var háttað. Eða setja félagið í þrot. Með gjaldþroti RÚV færi fram svipuð rannsókn á bókhaldinu.
4.12.2014 | 13:44
Hlutur sjúklinga
Sennilega var heilbrigðiskerfið okkar aldrei gott. Afköstin léleg og kostnaðurinn mikill. Ástæðan einfaldlega rekstrarfyrirkomulagið. Núverandi launadeila lækna mun rústa þessu kerfi endanlega og undir það eiga ráðamenn að búa sig. Læknar sætta sig ekki við að starfa við óviðunandi aðstæður. Léleg laun og óhóflegt vinnuálag.
Læknar geta nefnilega ákveðið sjálfir sinn taxta. Alveg eins og iðnaðarmenn og lögfræðingar og sendibílstjórar. Launadeila eins og þessi er tímaskekkja. Aðkoma ríkisins á einfaldlega að snúast um hver kostnaður sjúklinga eigi að vera en ekki hver laun lækna eigi að vera.
![]() |
Enn fundað í læknadeilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2014 | 13:00
Vantraust á þingflokk Sjálfstæðismanna
Stóra frétt dagsins er að formaður flokksins treystir ekki óbreyttum þingmönnum flokksins fyrir ráðherraembætti. Að leita út fyrir raðir þingmanna í vali á ráðherra staðfestir þetta svo og sá vandræðalegi dráttur sem varð á tilnefningunni.
Þótt Ólöf Nordal sé fyrrum þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, þá var hún búin að draga sig út úr pólitík. Þess vegna lít ég á hana sem óháðan utanþings ráðherra og þess vegna er ég tiltölulega ánægður með þessa tilhögun.
Ég er líka ánægður með að staða Bjarna hefur veikst við þennan vandræðagang. Styrkur flokka hefur alltaf mælst í því hversu þingflokkar þeirra eru samstíga. Hætt er við að samstaða þeirra muni riðlast í kjölfar þessa vals á ráðherra. Varla ganga Pétur Blöndal eða Ragnheiður sátt til verka í framtíðinni. Það er alltaf sárt að vera veginn og léttvægur fundinn. Sérstaklega af samherjum. Bjarni mun brotna í þeim hamagangi sem er fyrirsjáanlegur í Valhöll og það er maklegt.
En hverjir munu taka við flokki í molum? Þótt einhverjir kunni að halda að Ólöf muni snúa aftur og verða varaformaður Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi þá er ég ekki svo viss um það. Ekki á meðan hún gegnir starfi ráðherra í það minnsta.
En Ólöf kemur til með að styrkja ríkisstjórnina. Því hún þarf ekki að lúta flokksræðinu. Vonandi farnast henni vel. Þjóðin þarfnast þess að traust geti skapast aftur á milli stjórnvaldsins og almennings.
![]() |
Ólöf Nordal nýr innanríkisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)