Dómgreindarskertir þingmenn

vilhjalmur2.jpgNú hefur Vilhjálmur Bjarnason bæzt í ört stækkandi hóp þingmanna og ráðherra, sem opinberar dómgreindarbrest fyrir alþjóð. Í fréttum Stöðvar 2 var vitnað í Vilhjálm þar sem hann sá ekki muninn á pólitískum afskiptum í þágu einkahagsmuna og pólitískum afskiptum til að koma í veg fyrir hagsmunaspillingu.

Vilhjálmur sem á sæti í Efnahags og Viðskiptanefnd vill ekki að alþingismenn skipti sér af vafasamri sölu Landsbankans á eignum bankans. Þótt allir sem þora á annað borð að tjá sig, lýsi yfir furðu með aðferðafræðina.

Ef þessi afstaða Vilhjálms kallar ekki á afsögn þingmannsins úr þessari nefnd þá er það enn eitt dæmið um andverðleikavandamálið sem hrjáir íslenzka stjórnmálastétt. Ef þetta er almennt viðhorf stjórnarsinna í þessari nefnd þá er fundarboðunin á mánudag málamyndagerningur..  Þá grunar menn að um þessa sölu hafi verið vélað á bak við tjöldin og það sé búið að ákveða hverjir fái að kaupa bankana. Alveg eins og þegar síðast var einkavætt með hrikalegum afleiðingum.

 


RÚV er ekki þjóðin

Hér áður fyrr þegar Ríkisútvarpið hét ennþá Ríkisútvarpið og útvarpaði alvöru dagskrá þá voru óskalagaþættirnir meðal vinsælasta útvarpsefnisins. Það átti jafnt við um unga sem gamla. Þessir óskalagaþættir áttu sér ólíka markhópa en allir hlustuðu , bæði ungir sem gamlir, til sjávar og sveita, jafnt sjúklingar sem heilbrigðir. Þá datt engum í hug að skírskota til þjóðarinnar. Þá var bara ein þjóð í landinu. Við öll vorum þjóðin.

Ekki lengur. Nú býr ekki lengur ein þjóð í þessu landi. Hér búa margar þjóðir. Bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.

Þessvegna meðal annars er svo mikilvægt að skilgreina hlutverk RÚV upp á nýtt.


Bloggfærslur 7. desember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband