9.12.2014 | 22:13
Freyr Gígja noti leiðréttingarforrit
Ekki er algengt að sjá málfræði eða innsláttarvillur á vef RÚV. Samt fann ég 2 í einni lítilli frétt merktri Frey Gígju. Hann heldur kannski að togarinn heiti Vigur þegar hann í tvígang skrifar "skipstjórinn á Vigri..." Svo kann hann ekki heldur að stafsetja orðið bauja!
Er þetta dæmi um hnignun móðurmálsins? Orð sem komin eru inn í málið tengd atvinnusögunni detta út eða verða ungu kynslóðinni óskiljanleg vegna þess að tengslin hafa verið rofin. Því ekki hefur RÚV sinnt því hlutverki að halda verkmenningu á lofti. En hún er kannski ekki jafn merkileg og bókmennta eða listalífið í 101!
Ég skal ekki segja.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2014 | 19:16
Píratar standa vaktina
Flottur þingmaður sem tekur hlutverk sitt alvarlega. Þurfum fleiri slíka. Menn sem fara inn á þing með það að markmiði að vinna þjóð sinni gagn en ekki bara flokknum og eigin buddu.
![]() |
Vill virðisaukaskatt á laxveiðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2014 | 18:13
Málskrúð "menningarsinnans"
- Ríkisútvarpið sætir grimmilegri og grímulausri pólitískri aðför
- pólitískra hefndarráðstafana frá ríkisstjórnarflokkunum
- útvarpsstarfsemi í almannaþágu og almenningseign einfaldlega staðið of sterkum rótum í lýðveldismenningunni
- að miðlað sé til almennings gömlum og nýjum menningarverðmætum
- að á frjálsum markaði fyrirfinnast einfaldlega ekki innbyggðir hvatar til að þessum lýðræðislegu og menningarlegu þörfum sé þar fullnægt á viðskiptalegum forsendum. Það er hvort tveggja í senn einfeldningsleg tálsýn og pólitísk öfgahugsun.
- Að telja fólki trú um annað getur því aldrei flokkast undir annað en pólitískan loddaraskap og þegar svo viðskiptalegir sérhagsmunir róa undir verður plebbahátturinn svo skínandi ber að fólki hrís hugur við.
- Og þannig er því farið um yfirstandandi leifturárás myrkustu afla Sjálfstæðisflokksins gegn RÚV þar sem helstu hirðfífl Framsóknar spila með en sómakærari flokksmenn standa hjá þegjandalegir og rjóðir
Nú þurfa menn aðeins að róa sig niður. Hver er þessi aðför að RÚV, sem alltaf er klifað á? Er það aðför að mótmæla nefskattinum? Er það aðför að finnast dagskrá sjónvarps of íþróttamiðuð? Er það aðför að finnast yfirstjórn RÚV ófagleg? Er það aðför að krefjast uppstokkunar á rekstri í því augnamiði að spara fé skattborgara?
Nei þetta er ekki aðför. Þetta er málefnaleg gagnrýni sem ekki fæst rædd. Og hún fæst ekki rædd vegna þess að menn taka alltaf pólitíska stöðu. Menn sjá fingraför Davíðs Oddssonar í öllum hornum og eru haldnir sjúklegu hatri á persónunni Davíð Oddsyni.
Hvernig væri að þessir menningarsinnar allir sem einn færu nú á brainstorming með vini sínum Magnúsi Geir og reyndu að finna leiðir til að bæta reksturinn og um leið gera hann skilvirkari og ódýrari. Ef það kostar uppskurð á rekstrinum þá förum við í hann af ábyrgð. Að tala um að hin hefðbundna dagskrá sé klöppuð í stein og engu sé hægt að breyta af því menn túlka loðin hugtök laganna sér í hag er fáránlegt. Auðvitað má breyta öllum rekstrinum án þess að breyta lögunum.
Til þess er stjórnin skipuð. Það er engin pólitísk íhlutun að fjárveitingavaldið skeri niður. Ef það er merki um pólitískar hefndarofsóknir þá eru menn illa haldnir af paranoiu og ættu að fara í viðtal...
Ég hef margoft bent á hvað betur mætti gera og ódýrara. Við höfum séð það gert á öðrum stöðvum en enginn vilji er til að breyta neinu hjá RÚV. Og það er mikil ráðgáta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.12.2014 | 16:06
40 mínútur af leiðindum
Eins og við var búizt þá er Hringborðið alverzta sjónvarpsefni sem sézt hefur í íslenzku sjónvarpi í 45 ár. Hverjum er ekki drullusama hvað Styrmi og Þórhildi finnst um kjaramál. Ef þetta á að vera svar við gagnrýni á popp væðingu RÚV þá er það ekki svo. Í fyrsta lagi þá verður fólk upp í Efstaleiti að fara að skilja muninn á útvarpi og sjónvarpi. Í sjónvarpi verður að vera einhver grafísk framsetning á efni sem um er rætt. Þarna var ekkert slíkt. Engin gögn sem studdu staðhæfingar þáttastjórnenda. Samt vantaði ekki mannskap sem kom að þessari útsendingu. Hvorki meira né minna en 15 manns á yfirvinnukaupi og þar af 2 sem áttu að sjá um grafíkina. Róleg vakt hjá þeim!
Og svo ætlar þetta lið upp í Efstaleiti að senda út og gera 7 þætti í viðbót. Ég heimta afsögn útvarpsstjórans. En fyrst á hann að reka dagskrárstjórann. Til hvers að hafa dagskrárstjóra ef útvarpsstjórinn lætur bara senda út það sem honum dettur í hug?
Var einhver að biðja um þátt í líkingu við Hringborðið? Nei, ég hef ekki orðið var við það. Ef svo var þá var nær að sjónvarpa "Í Vikulokunum" heldur en þessum leiðindum. Það sem er samt verzt við svona flopp þá læra menn ekkert. Menn taka aldrei neitt af dagskrá því þeim er sama hvað þrælaliðinu sem borgar, finnst. Ef einhver fagmennska væri í þessari stofnun þá notuðu menn nútíma aðferðir við öflun hugmynda og færu í alvöru vöruþróun við gerð dagskrárefnis. Öll alvöru fyrirtæki vinna öflugt markaðsstarf til að kortleggja þarfir neytenda. Hvar er sú deild á RÚV? það er ekki nóg að sinna markaðsstarfi meðal auglýsenda þótt allt snúist reyndar um það í þessari ömurlegu leiðindastofnun.
Og vegna þess að það skortir greinilega acut hugmyndir þá sting ég upp á að í stað Hringborðsins verði sent út frá málþingum og ráðstefnum sem alltaf er verið að halda í háskólunum okkar. Það væri virkilega þarft og spennandi verkefni. Eitthvað sem ekki hefur verið gert áður en full þörf er á að mínu mati. Háskólafólkið er of innilokað og það sem heyrist er yfirleitt tengt einhverri pólitík. Hvað er að gerast hjá Háskólanum í Reykjavík, Bifröst, Akureyri og HÍ, stofnun Sæmundar fróða? Hvernig fer Guðrún Pétursdóttir að að stýra allri þeirri vinnu fyrir utan að vera leiðbeinandi í ótal doktorsverkefnavinnu? Og hvað er að gerast í Listaháskólanum? Þetta er verkefni fyrir ríkisfjölmiðilinn að sinna. Ekki fleiri samtalsþætti og matreiðsluþætti PLÍS!
![]() |
Eins og að ganga inn í rifrildi eldri hjóna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)