14.2.2014 | 20:57
Óvönduð fréttamennska
Allir miðlar fluttu í kvöld fréttir af rannsóknarverkefni sem Íslendingar leiða og varðar byggingu á fjölstofna fiskveiðikerfi sem væntanlega á að taka í notkun hjá sem flestum fiskveiðiþjóðum. En hvers vegna vinna fjölmiðlar ekki vinnuna sína þegar þeir ákveða að birta svona fréttatilkynningar athugasemdalaust? Til dæmis var fullyrt að 3 af hverjum fiskstofnum í lögsögu ESB væru ofveiddir. Er það svo? Eru þeir ofveiddir vegna þess að það má ekki koma með aflann að landi og þess vegna neyðast sjómenn til að henda milljónum tonna? Af hverju er ofveiði ekki skilgreind sem stjórnlausar veiðar þar sem megináhersla er lögð á magn en engu sinnt um gæði eða markaði?
Talsmaður verkefnisins, Anna Kristín Danielsdóttir segir: Við erum að fara að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi. Það er nýtt að því leyti að innleitt er í kerfið vistvæna, sjálfbæra og félagslega hagræna þætti,
Af hverju var hún ekki spurð hvaða þættir nákvæmlega þetta væru? Á hvers forsendum er þetta verkefni? Af hverju heldur háskólafólk að hægt sé að smíða kerfi sem virkar fyrir opið og síbreytilegt umhverfi þar sem ekki er hægt að stjórna umhverfisþáttunum sjálfum!!! Breyting á hafstraumum og hitastigi eru afgerandi þættir þegar kemur að afkomu fiskstofna. Veiðarnar eru hverfandi þáttur. Sjávarútvegur er ekki sama og fiskeldi. Af hverju láta menn eins og hafið sé risastórt baðker??
Af hverju kynna fjölmiðlamenn sér ekki mál sjávarútvegsins? Af hverju er er engin gagnrýn hugsun leyfð þegar kemur að kvótastýrðum veiðum?
14.2.2014 | 08:04
Hvað var makríllinn að éta?
Í öllum fagurgala fiskifræðinga, stjórnmálamanna og kvótagreifa um ábyrga fiskveiðistjórn og sjálfbæra nýtingu fiskstofna gleymdist að taka tillit til þess að fiskurinn þarf að éta. Fiskifræðingar vilja stækka hrygningarstofna allra botnfiska langt umfram það fæðuframboð sem lífríkið ræður við að framleiða og afleiðingarnar eru alltaf þær sömu. Horfellir og sjálfsrán. Sjómenn þekkja þessar sveiflur og vita að þær eru náttúrulegar en ekki vegna ofveiði. Sagan segir okkur að fiskhagarnir gefa af sér 400-500 þúsund tonna jafnstöðuafla og það er sá afli sem við eigum að veiða. Ef við stækkum stofnana í milljónir tonna þá drepst fiskur úr hor. Af hverju er svona erfitt fyrir fiskifræðinga að skilja þessi vísindi? Og af hverju er verið að senda skip vestur fyrir land til að leita að loðnu? Loðnan sem skiptir máli kemur upp á landgrunnið fyrir austan og gengur suður með landinu og inní Faxaflóa og Breiðafjörð til að hrygna. Þetta hefur hún gert alla tíð og ef hún gerir það ekki þá erum við í djúpum skít. því loðnan er ekki bara tölur í útflutningsverðmæti hún er undirstaða þess að hrygning þorsks heppnist sem bezt. Því hrygningarþorskurinn eltir loðnugöngurnar og safnar næringu fyrir sveltið sem fylgir hrygningunni. Sveltur þorskur hrygnir sennilega ekki. Allavega hafa fiskifræðingar ekki getað skýrt hversvegna horaður og væskilslegur óhrygndur þorskur hefur fundist í reiðileysi úti fyrir Norður og Austurlandi síðla vetrar. menn hafa verið með fabúleringar um staðbundna stofna en er ekki líklegra að þetta sé bara vannærður fiskur sem náði ekki að þroska sín hrogn á eðlilegan hátt? Um þetta eiga hafrannsóknir að snúast. Hafrannsóknarstofnun á að rannsaka hvað er að gerast í lífríkinu til að geta sagt fyrir um hættu á fæðuskorti og þá geta menn aukið veiðar í samræmi við það og bjargað verðmætum í stað þess að skilja þau eftir í sjónum engum til gagns nema öðrum dýrum sem eru í samkeppni við okkur um nýtinguna.
Og af hverju hafa engar rannsóknir farið fram á því hvað makríllinn var að graðka í sig í sumar sem leið og undanfarin 4-5 sumur? Var hann kannski að éta loðnu og síldarseiðin sem skila sér ekki í veiðina okkar núna. Ætlar enginn að spyrja þessara spurninga? Má Jóhann Sigurjónsson gera það sem honum dettur í hug? Hann sem getur ekki einu sinni gert út 2 skip með sjálfbærum hætti þegar sjórinn er fullur af fiski. Maður hefði nú haldið að hægt væri að taka frá kvóta svo hafrannsóknarúthaldið gæti verið sjálfbært en ekki háð dyntum fjárveitingavaldsins. En hér er ekki stjórnað af viti. Hér hringsnúast vitleysingar hver um anna þveran og þeir sem geta fá ekki að ráða en þeir sem geta ekki ráða öllu!
![]() |
Norðmenn yfirgefa Íslandsmið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.2.2014 | 03:01
VG þarf að vanda valið
VG þarf sárlega að á því að halda að auka breidd þeirra sem hugsað geta sér að kjósa flokkinn í komandi sveitastjórnakosningum. Það gera menn ekki með því að setja Sóleyju Tómasdóttur í 1.sæti. Sóley hefur skírskotun til mjög þröngs hóps öfgafeminista og mjög ólíklegt að listi sem hún leiðir fái mörg atkvæði.
Miklu betri kostur fyrir Vinstri Græna er að setja þúfnabanann Grím Atlason, í fyrsta sæti. Grímur hefur mikla reynslu og fyrst hann gefur kost á sér í þetta vanþakkláta starf þá væri það hrein sjálfseyðing af VG að hafna honum.