Er vandamálið of fáir prestar?

Góssi kirkjunnar var skilað með samningum við ríkið árið 1997.  Með þeim samningum var ekki verið að viðurkenna eignarrétt kirkjunnar per se, heldur að ljúka máli á viðunandi hátt.  Með þeim samningum tók ríkið að sér að tryggja laun presta og sjálfstæði kirkjunnar sem stofnunar. Kirkjan varð þannig eins og landbúnaðurinn rekin á eigin forsendum en á ábyrgð ríkisins.  En tímarnir breytast og prestarnir með.  Vegna viðvarandi siðferðisbrests meðal kirkjunnar þjóna hefur eftirspurn eftir þjónustu þeirra minnkað.  Enda skilgreinum við himnaríki og helvíti á annan hátt nú en fyrir 20 árum.

Meira að segja prestarnir hafa tekið upp Mammonsdýrkun í stað gamaldags trúarjátningar samkvæmt nýlegum sakamálum sem upplýst hefur verið um.

Og til hvers ætti að skattleggja snauðan almenning til að prestar geti reist fleiri auðar kirkjur?  Væri ekki nær að breyta greftrunarsiðum svo venjulegt fólk hafi efni á að deyja með sæmd?

Mitt svar er einfalt.  Hér á að ríkja trúfrelsi á ábyrgð safnaðanna.  Ekki á ábyrgð ríkisins.  Við þurfum að hætta þessum ríkissósíalisma á öllum sviðum


mbl.is Þörf á að fjölga prestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illvígur flokkur

Samvizka okkar allra skilur ekkert í svikum Bjarna Benediktssonar. En þau þurfa ekkert að koma á óvart miðað við hver ábyrgð hvílir á þessum óskasyni Sjálfstæðiselítunnar. Forverar Bjarna í stól formanns Sjálfstæðisflokksins voru allir óumdeildir leiðtogar samheldins klíkuflokks þar sem stefnan var skýr. Sjálfstæðisflokkurinn í dag er ekki sami flokkurinn og hagsmunirnir aðrir. Áður fyrr voru heildsalar burðarvirki flokksins, nú eru það kvótagreifar sem öllu ráða.  Og þótt Bjarni sé að nafninu til formaður flokksins þá er Davíð Oddson fulltrúi kvótagreifanna og það sem Davíð hugnast ekki það verður Bjarni að sætta flokkinn á.  Þess vegna er Bjarni í þeirri stöðu ólíkt öðrum formönnum flokksins,  að hann ræður í raun engu. Og hann verður aðeins formaður eins lengi og kvótagreifarnir leyfa.

Þannig er komið fyrir Sjálfstæðisflokknum


Bloggfærslur 22. febrúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband