Sigurður Ingi klúðraði makrílsamningum

Samkvæmt norskum miðlum þá hafa Evrópusambandið, Norðmenn og Danir/Færeyingar náð gagnkvæmum fiskveiðisamningum í Norðursjó og Skagerak. Samningurinn er til 5 ára og hlutfallsleg skipting makrílkvótans mun haldast hin sama yfir samningstímann.  Löndin hafa ákveðið heildarkvóta í makríl fyrir 2014 upp á 1088 þúsund tonn sem skiptist þannig:

Noregur  .....................  279.000 tonn
Evrópusambandið ........  611.000 tonn
Færeyjar  ....................  156.000 tonn
óráðstafað  .................    42.000 tonn

Ljóst er að Norðmenn hafa gefið mest eftir svo Sigurður Ingi skuldar okkur skýringu á því sem hann gaf sem ástæðu samningsslita fyrir stuttu. Og íslendingar eru ekki í góðum málum.  Við getum varla sett okkur kvóta einhliða í ljósi þess að allir hinir hafa náð samningum.  Ef engir samningar hefðu náðst þá væri ekkert því til fyrirstöðu að ríkin settu sér einhliða kvóta en það skilyrði er ekki lengur fyrir hendi og gagnaðilarnir hafa öll ráð okkar í hendi sér vegna viðskiptahagsmuna sem við munum beygja okkur fyrir.

Sést hér enn og aftur hversu hættulegt er þegar bjánar komast til valda í lýðræðisríki.


Bloggfærslur 12. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband