Ofbeldi mætt með ofbeldi

Ef verkfall kennara skellur á þá verða stjórnvöld að mæta því með lagasetningu.  Því verkfall kennara bitnar á engum nema nemendum og það er óþolandi að kennara láti slíkt gerast. Það ætti í raun að binda það í lög að aldrei verði hægt að boða til kennaraverkfalls á meðan á skólaári stendur.  Kennara geta farið í verkfall á milli vor og haustannar því þá geta nemendur tekið ákvarðanir um námsframvindu sem byggja á því að hægt sé að ljúka því sem byrjað er á og þeir sem eiga þess kost geta farið utan til náms ef líkur eru á langvinnri kjaradeilu hér á landi sem varla verður með þeim breytingum sem hér eru lagðar til.  Á móti þarf að endurskoða fyrirkomulag kjarasamninga við kennara og taka upp vinnustaðasamninga þar sem góðum kennurum er umbunað en hinir leiti sér annarrar vinnu.  Því það þarf enginn að halda því fram að slakur árangur nemenda sé eingöngu þeim að kenna.  Kerfið verndar beinlínis lélega kennara.

Stærstur meðal dverga

Birni Val er mikið niðri fyrir í nýjum pistli þar sem hann hefur sinn gamla leiðtoga til skýjanna.  Við því er svo sem ekkert að segja en við sem tilheyrum ekki költinu í kringum Steingrím látum okkur fátt um finnast.  Steingrímur stækkar ekki við það að einn dvergurinn leggist á bakið.

"Gettu betur" eyðilagt með auglýsingum

Til  hamingju Skarphéðinn.  Nú hefur þú endanlega drepið hjá mér alla löngun til að fylgjast með sjónvarpsdagskránni á RÚV.  5 auglýsingahlé og keppnin aðeins hálfnuð!  Hversu lágt er hægt að leggjast í þjónkun við auglýsendur á kostnað áhorfenda og áskrifenda?  Nýr Utvarpsstjóri hlýtur að láta málið til sín taka.  Þetta auglýsingahórerí er komið út yfir allt velsæmi.

Meira um náttúrupassann

Hugmyndin um náttúrupassann er góð.  Útfærsla ráðherra Sjálfstæðismanna er slæm ef það sem lekið hefur verið er satt.  Og einkagjaldtaka "eigenda" er bæði ótímabær og ónauðsynleg.  Eigendur hafa önnur ráð til að afla sér tekna svo sem að selja veitingar, aðgang að snyrtingu, minjagripi og annað sem túristar kaupa gjarnan. En að ráða steratröll í miðavörslu á ekkert skilt við ferðaþjónustu.

En aftur að náttúrupassanum.  Ef náttúrupassinn verður útfærður eins og vegabréf þar sem ferðamenn geta safnað sér stimplum frá þeim stöðum sem þeir heimsækja, þá má gera ráð fyrir að það verði eftirspurn í þennan passa og eins að ferðamenn heimsæki fleiri staði en ella beinlínis vegna passans. Eftirlitsmenn ættu að vera óþarfir.  Maður sem otar að þér skanna er móðgun. Ánægður ferðamaður sem upplifir umfram væntingar spyr hvar hann geti keypt svona passa!

Síðan má búa til iðnað í kringum útgáfu passans og stimplun þar sem hönnuð yrðu vörumerki í kringum alla ferðamannastaðina og minjagripagerð og sala myndi byggjast með miklu markvissari hætti á hverju vörumerki fyrir sig.  Þannig gæti Gullfoss fengið eiginn stimpil í passann, Geysir annan og Þingvellir hinn þriðja og svo framvegis.  Staðirnir skipta hundruðum ef ekki þúsundum svo ljóst er að um þessa kynningu gæti skapast  fjölbreytt atvinna annarra en ferðaskipuleggjanda og hótelhaldara.  

Það er því mjög mikilvægt að allar tilraunir landeigenda til sjálftöku af ferðamönnum verði stöðvaðar í fæðingu.  Náttúra landsins er þjóðareign en ekki einkaeign.


Gunnar og reifur

Saga Gunnars Braga í embætti utanríkisráðherra er samfellt aðhlátursefni.  Það vantar ekki kokhreystina, orðavaðalinn og mannalætin hér heima og í fésbókarfærslum ráðherrans en þegar kemur að samskiptum við kollega á erlendri grundu þá er Ísland sniðgengið á pínlegasta hátt.  Enda kann ekki sveitamaðurinn reglurnar sem gilda í diplomacíunni.

Hvernig er það með þennan ráðherrakapal?  Er virkilega enginn hæfur Framsóknarmaður í þetta mikilvæga embætti? Verður það þrautaráðið að Bjarni taki við Forsætisráðuneytinu og Sigmundur Davíð verði Utanríkisráðherra?  Mótmælin og óróinn er ekki bara vegna ESB deilunnar.  Heldur líka vegna óánægju með framgöngu hinna mörgu "fagráðherra".  Ekki sízt Gunnars Braga.  Hann er óhæfur ráðherra vegna þröngsýnna skoðana og almenns bjánaháttar í mannlegum samskiptum.  Sendum hann aftur til Þórólfs kaupfélagsstjóra.  Kannski er hægt að nota hann á skrifstofu KS.

 


Bloggfærslur 15. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband