15.3.2014 | 23:52
Ofbeldi mætt með ofbeldi
15.3.2014 | 21:32
Stærstur meðal dverga
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2014 | 21:12
"Gettu betur" eyðilagt með auglýsingum
15.3.2014 | 20:13
Meira um náttúrupassann
Hugmyndin um náttúrupassann er góð. Útfærsla ráðherra Sjálfstæðismanna er slæm ef það sem lekið hefur verið er satt. Og einkagjaldtaka "eigenda" er bæði ótímabær og ónauðsynleg. Eigendur hafa önnur ráð til að afla sér tekna svo sem að selja veitingar, aðgang að snyrtingu, minjagripi og annað sem túristar kaupa gjarnan. En að ráða steratröll í miðavörslu á ekkert skilt við ferðaþjónustu.
En aftur að náttúrupassanum. Ef náttúrupassinn verður útfærður eins og vegabréf þar sem ferðamenn geta safnað sér stimplum frá þeim stöðum sem þeir heimsækja, þá má gera ráð fyrir að það verði eftirspurn í þennan passa og eins að ferðamenn heimsæki fleiri staði en ella beinlínis vegna passans. Eftirlitsmenn ættu að vera óþarfir. Maður sem otar að þér skanna er móðgun. Ánægður ferðamaður sem upplifir umfram væntingar spyr hvar hann geti keypt svona passa!
Síðan má búa til iðnað í kringum útgáfu passans og stimplun þar sem hönnuð yrðu vörumerki í kringum alla ferðamannastaðina og minjagripagerð og sala myndi byggjast með miklu markvissari hætti á hverju vörumerki fyrir sig. Þannig gæti Gullfoss fengið eiginn stimpil í passann, Geysir annan og Þingvellir hinn þriðja og svo framvegis. Staðirnir skipta hundruðum ef ekki þúsundum svo ljóst er að um þessa kynningu gæti skapast fjölbreytt atvinna annarra en ferðaskipuleggjanda og hótelhaldara.
Það er því mjög mikilvægt að allar tilraunir landeigenda til sjálftöku af ferðamönnum verði stöðvaðar í fæðingu. Náttúra landsins er þjóðareign en ekki einkaeign.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2014 | 18:13
Gunnar og reifur
Saga Gunnars Braga í embætti utanríkisráðherra er samfellt aðhlátursefni. Það vantar ekki kokhreystina, orðavaðalinn og mannalætin hér heima og í fésbókarfærslum ráðherrans en þegar kemur að samskiptum við kollega á erlendri grundu þá er Ísland sniðgengið á pínlegasta hátt. Enda kann ekki sveitamaðurinn reglurnar sem gilda í diplomacíunni.
Hvernig er það með þennan ráðherrakapal? Er virkilega enginn hæfur Framsóknarmaður í þetta mikilvæga embætti? Verður það þrautaráðið að Bjarni taki við Forsætisráðuneytinu og Sigmundur Davíð verði Utanríkisráðherra? Mótmælin og óróinn er ekki bara vegna ESB deilunnar. Heldur líka vegna óánægju með framgöngu hinna mörgu "fagráðherra". Ekki sízt Gunnars Braga. Hann er óhæfur ráðherra vegna þröngsýnna skoðana og almenns bjánaháttar í mannlegum samskiptum. Sendum hann aftur til Þórólfs kaupfélagsstjóra. Kannski er hægt að nota hann á skrifstofu KS.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)