2 skrópagemlingar og 1 höfuðsóttargemlingur

Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson.
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson. VÍSIR/GVA
 
 
Sigurður Ingi Jóhannsson,  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun gegna stöðu forsætisráðherra í fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og fjármálaráðherra í fjarveru Bjarna Benediktssonar. Hann er því sem slíkur einn af þremur handhöfum forsetavalds í fjarveru þeirra. Forsætisráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þess efnis nú rétt í þessu.

Þetta eru ESB sinnar - þau ætla ekki að semja

Nú þarf að setja lög á þessa vitleysu.  Kalla Sigmund heim. Senda Ólaf Ragnar út. Eitthvert, bara losna við hann og bullið í honum.
mbl.is Fundi lokið án niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður með kameru - Hugmynd handa RÚV

Magnús Geir boðar meiri áherzlu á landshlutaútvarp en verið hefur. En það skiptir máli hvernig slíkt sjónvarp er matreitt oní landann.  Með því áhugaverðara í DR1 eru þættir úr sveitinni.  Bonderöven og De unge landmænd.  Þar fær viðmælandinn algerlega að njóta sín og klippararnir kunna sitt fag.  Þar myndu menn ekki gera þætti eins og Landann, þar sem spyrillinn er alltaf í forgrunni.  Hvort sem um er að ræða hégómagirni eða almennan kjánaskap Gísla Einarssonar þá er þetta hvimleiður óvani.

Við höfum áhuga á landsbyggðunum og það er full ástæða til að gera þætti um líf landans á landsbyggðunum. En þetta þarf að gera rétt og án óþarfa bruðls. Maður með kameru og einn sem spyr spurninga er nóg.  Klipparinn í myndveri getur síðan sett saman fyrirtaks prógram.


Bergmál Björns Vals

andres_ond_110202.jpgÞað er dálítið kómiskt að heyra þingmenn VG bergmála sömu rökin og birtast í bloggfærslum varaformannsins og með nákvæmlega sömu orðum í þingræðum sínum. Er þetta lið ekki fært um sjálfstæða hugsun?

Héraðsdómari með ADHD

Allir hljóta að fordæma ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness (ekki Reykjavíkur) um að vísa frá ákæru Sérstaks saksóknara á hendur gjaldeyrisbröskurunum sem kenndir eru við Aserta.  Þótt einhver dómari missi þráðinn í yfirlestri á ákæru þýðir ekki að ákæran sé óskýr. 

Í raun er þessi ákæra grundvallar prinsipp mál.  Það má ekki verða, að braskaralýður komizt upp með að hagnast um milljarða á viðskiptum sem eru öllum öðrum óheimil.  Jafnræði verður að ríkja burtséð frá áritun einhver ráðherra á reglugerð.  Lagatæknin á sér engin takmörk og lagatækna skortir siðamörk þegar þeir úttala sig um hugsanlega skaðabótakröfu vegna aðgerða saksóknara gegn bröskurunum í þessu máli.

Ef Hæstiréttur leiðréttir ekki lesblinda dómarann þá verður Sérstakur saksóknari að gefa út nýja ákæru.  Þessir hundar mega ekki sleppa með fenginn.


mbl.is Kærir úrskurð í Aserta-máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klókt af Ögmundi að styðja Þorleif

Margir hafa tjáð sig um nýjan pistil Ögmundar Jónassonar, þar sem hann lýsir yfir stuðningi við framboð Þorleif Gunnlaugssonar, fyrrverandi borgarstjórnarfulltrúa VG.  Flestir fordæma skrif Ögmundar og telja þau áfellisdóm þungavigtarmanns yfir núverandi forystu flokksins í borginni og núverandi leiðtoga Sóleyju Tómasdóttur. 

Ég held að ekkert slíkt hafi verið Ögmundi í huga þegar hann skrifaði þennan pistil.  Hann var bara að benda óánægjufylgi VG á að kjósa frekar Dögun heldur en hina flokkana sem eru í boði eða með hans orðum:

Mér finnst ástæða til þess að félagslega þenkjandi fólk sem nú horfir til þeirra framboða sem í boði eru á á þeim væng stjórnmálanna sem vill kenna sig við félagshyggju að gleyma ekki Dögun með Þorleif Gunnlaugsson í broddi fylkingar. Sjálfum fyndist mér afleitt að missa hann úr borgarpólitíkinni og fá í staðinn meira af Pírötum, Bjartri framtíð, Framsókn  eða Samfylkingu svo nefndir séu flokkar sem stundum vilja máta sig við félagsleg sjónarmið.

Er ekki full langt gengið að túlka þessi orð sem niðurrifstal?  Ögmundur er sjóaður í pólitíkinni og veit að stjórnmál snúast líka um fólk.  Ekki bara stefnur. VG fólk í borginni hafnaði 2 mjög frambærilegum fulltrúum, þeim Grími Atla og Þorleifi Gunnlaugs.  það er eðlilegt að Ögmundur og fleiri séu hugsi.  Með Sóleyju Tómasdóttur og Líf Magneudóttur í forystu fyrir borgarmálefnin  er flokkurinn að tefla fram fulltrúum með mjög krítískar áherslur.  Þess vegna vill Ögmundur breikka valið og bendir á Þorleif Gunnlaugsson sem skíran valkost.  Dögun skiptir ekki máli sem slík.  Dögun er bara bræðingur hóps fólks sem vill hafa áhrif á persónulegum nótum.  Ögmundur er ekki að svíkja flokkinn.  Hann er að hugsa út fyrir rammann eftir nokkur staup af rauðvíni á mánudagskvöldi.


Stöð 3 forheimskar fólk

 Samkvæmt frétt á visi.is

Á meðan á verkfalli stendur verður Stöð 3 ólæst til klukkan 20.00 alla daga. Sýndir verða frábærir þættir yfir daginn þar til hefðbundin kvölddagskrá hefst.  Meðal þátta sem sýndir verða á verkfallsvaktinni eru The Simpsons, Carrie Diaries, Gossip Girl, Glee, Friends, Suburgatory og Pretty Little Liars.

Hver ætli hugsunin, ef nokkur, sé á bak við svona ákvörðun?  Halda menn að nemendur séu hugsunarlaust fólk sem lætur kennara mata sig á námsefni? Þess vegna þurfi að sjá þeim fyrir dægrastyttingu þangað skólinn byrji aftur.  Og þetta léttmeti sem boðið er uppá ýtir undir staðalímyndir hjá ungu fólki, sem eru óheilbrigðar. Unglingakúltúr ala Hollywood er í engum takti við íslenzkan veruleika. Þess vegna ættu forráðamenn stöðvar 3 að skammast til að endurskoða þessa aflæsingu rásarinnar.  Unga fólkið þarf ekki á þessu að halda.


Frá þingflokksfundi Framsóknar

Hið óvænta fylgi við lýðskrum Framsóknar í síðustu kosningum kom mörgum á óvart.  En mezt þó þeim nýju frambjóðendum flokksins, sem vöknuðu upp sem nýbakaðir þingmenn morguninn eftir kjördag.  Síðan þá hefur lítið farið fyrir þessum nýju þingmönnum.  þeir hafa verið önnum kafnir í sínu starfsnámi og látið reynslumeira fólki eftir umræðuna.  En nú dugar það greinilega ekki lengur. Allt þetta klúður sem ráðherrarnir Sigurður Ingi og Gunnar Bragi hafa lent í hefur komið þingflokki Framsóknar í bobba. Þess vegna áttu þessar umræður sér stað í þingflokksherberginu nýlega:

Sigurður Ingi:  Við létum LÍÚ aldeilis fara illa með okkur úti í London félagar.  Norðmenn plötuðu okkur laglega og nú er enginn makrílkvóti fyrir okkur.  Hvað á ég að segja þjóðinni? Og af hverju er RÚV alltaf að andskotast í okkur?

Silja Dögg:  Þetta verður allt í lagi Sigurður.  Ég skal bara skrifa pistil og skamma RÚV og Ingólf Bjarna. Norðmenn og þessi Damenaki munu örugglega lesa hann og skammast sín.  Þetta er jú okkar fjóshaugur? Og hann verður aldrei ESB haugur á okkar vakt!

Sigurður Ingi:  Æi takk elsku Silja.  Og láttu það koma fram að við fylgjum ábyrgri nýtingarstefnu og sjálfbærum veiðum.  Þess vegna ætla ég að leyfa 200 þúsund tonna afla í íslenzku lögsögunni og leyfa Samherja og Síldarvinnslunni að veiða 100 þúsund tonn í grænlensku lögsögunni þrátt fyrir að ESB Norðmenn og Færeyingar hafi ákveðið að veiða sjálfir 65% meira en ráðgjöf fiskifræðinga sagði til um.  Það fattar enginn þessa mótsögn.  Það eru allir svo móðgaðir útí Færeyinga...ha?...ha? 

Allir:  Hvar ætli Sigmundur Davíð sé?  Er hann enn fyrir austan að gefa peninga......


Stjórn RÚV - Hvað gerðist?

Rekstrarár RÚV er frá 1/9 til 31/8 hvers árs.  (Líkt og kvótaárið hvort sem það er tilviljun eða ekki)

Í upphafi þessa rekstrarárs tilkynnti fjárlagavaldið að skorið yrði niður um 300 milljónir til rekstrar RÚV. Stjórnin mat áhrifin hinsvegar upp á 500 milljónir og í kjölfarið sagði Páll Magnússon upp 60 manns og allt varð vitlaust.  Enginn spurði hver ástæðan var. Umræðan fór strax að snúast um Adolf Inga og Guðna Má.  Týpiskt fyrir fésbókarþjóðfélagið Ísland!

Þetta gerðist 27.nóvember 2013. Eins og við var búizt lenti Páll Magnússon undir flóði óánægjunnar og þá lét stjórn RÚV hné fylgja kviði og auglýsti starf Páls laust til umsóknar þann 17.desember, 2013.  Sama dag tilkynnti Páll, að hann muni hætta samdægurs. Plott stjórnarinnar gékk eftir!

En svo kemur sem sagt út ársskýrslan fyrir síðasta rekstrarár, og er birt 30.desember.  Stjórn RÚV (Magnús Geir núverandi útvarpsstjóri var í stjórninni) áritaði ársreikninga RÚV OHF. 29 des. 2013 og leyfði þá til birtingar.  Í þessum ársreikningi fyrir rekstrarárið 2012-2013 var stofnunin rekin með 2 milljóna króna afgangi.  Það sem er sérstakt við þennan ársreikning, er að hann er dulkóðaður.  Það er ekki hægt að copy/paste beint úr skjalinu sem gerir tilvísun aðeins erfiðari.  Ég hef aldrei áður lent í þessu með opinberar skýrslur og skjöl. Svo lengi sem orginal skjalið er geymt á öruggan hátt, þá er ekki hægt að falsa innihald skjals á vefnum!

En eitt vakti athygli mína við lestur skýrslunnar og það var í skýringum Starfsþáttayfirlits á bls.11:

Rekstur félagsins er a grundvelli  laga um Ríkisútvarpið ohf. nr 23/2013, áður laga nr. 6/2007. Meginstarfsemi félagsins er útvarpsþjónusta í almannaþágu.  Í hverjum mánuði er rekstraryfirlit liðins mánaðar lagt fyrir stjórn félagsins.  Á grundvelli þess yfilits er frammistaða metin og ákvarðanir teknar um ráðstafanir fjármuna.  Rekstri félagsins er ekki skipt niður á starfsþætti. Þ.e.a.s. reksturinn er allur innan eins starfsþáttar. Í mánaðarlega rekstraryfirlitinu er kostnaður brotinn niður á ítarlegri hátt en fram kemur í rekstrarreikningi

Í ljósi þessa er það sem síðar hefur gerst ansi merkilegt.  Til dæmis uppsögn fjármálastjórans 3 janúar s.l svo og tilkynning stjórnarinnar frá 17.mars.  En þar segir:

Niðurstaða uppfærðrar rekstraráætlunar er stjórn Ríkisútvarpsins mikil vonbrigði og hefur hún óskað eftir að fram fari óháð úttekt á fjármálum þess.

Þetta er alvarleg aðdráttun um störf og ábyrgð fyrri stjórnenda RÚV.  Ef nú þarf að láta ríkisendurskoðun fara í saumana á bókhaldinu!  Man einhver eftir Landsímamálinu og Háskóla Íslands?  Maður getur ekki annað en tortryggt rekstur opinbers hlutafélags sem veltir 5 milljörðum á ári og sem hefur dregið saman þjónustu um þriðjung á liðnum árum en kostnaðurinn minnkar ekki!  Og þessar afborganir vegna hússins eru ekki að sliga rekstur RÚV.  Það er blekking sem allir geta skoða sjálfir hvort getur staðist.  Sérstaklega þar sem lánið vegna byggingar útvarpshússins er í ríkisábyrgð.  það er ekkert einfaldara en RÚV flytji úr þessu húsnæði og eftirláti það eigandanum sem er ríkið. En hvort RÚV finni annað húsnæði sem kostar minna en afborganir lána af Efstaleitinu er mér til efs.  Líklegra er að nú fái einhver gæðingur feitan leigusamning vegna RÚV.

Og ennfremur segir í tilkynningu stjórnar:

Stjórn hefur jafnframt óskað eftir því við nýráðinn útvarpsstjóra, Magnús Geir Þórðarson, sem hóf störf í síðustu viku að hann fari yfir rekstraráætlanir með það að markmiði að reksturinn komist í jafnvægi sem fyrst.

Og eins og hlýðið lamb boðar Magnús Geir til fundar með starfsfólki og rekur alla framkvæmdastjórnina með tölu. Ef þetta er ekki vantraust í sinni tærustu mynd þá veit ég ekki hvað vantraust er.  Það verður fróðlegt að fylgjast með samstarfi núverandi útvarpsstjóra og yfirmanna hans. Magnús hefur ekki pólitískt umboð til róttækra breytinga. Þar kemur að stjórn RÚV að standa með sínum manni.


Bloggfærslur 19. mars 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband