12.4.2014 | 00:07
Rangt hjá Vilhjálmi Bjarnasyni
Þeir sem voru stórtækastir við að ná til sín fjármunum Sparisjóðanna voru Existabræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundsssynir. Og þeir eru sko engir fjandans slátrarar heldur stórþjófar á alþjóðavísu. Enda annar þegar hlotið fangelsisdóm og hinn sjálfsagt jafn sekur þótt ekki hafi komist undir manna hendur ...enn.
En eftir því sem tíminn líður þeim mun ljósara verður að fjármálahrunið á Íslandi var þaulskipulögð flétta þar sem öllum brögðum var beitt til að stela öllu steini léttara úr öllum baukum á íslandi. Og enn eru menn að. Stjórnendur endurreistra fyrirtækja stíga aftur trylltan dans í boði lífeyrisfurstanna og stjórnmálamenn hafa ekkert lært og vilja ekki einu sinni ræða hvað fór úrskeiðis. 5 tímar til að ræða sparisjóðaskýrsluna er móðgun við þá sem greiða þessar 600 milljónir sem kostaði að setja hana saman.