Sigmundur Keisari

Framferði Simma og fleira
fljótt mynnir á málið með Geira
sem skorti formfestu
og frestaði flestu
Og fékk fyrir Landsdóm að heyra

Forsendubresturinn síðari

Ríkisstjórnin furðu sterk
stýrir syndagjöldum
og fremur öll sín fræknu verk
fyrir "opnum" tjöldum

Iðka' ei lengur lygimál
líkt og gerðist forðum
Er á skatta og skuldabál
skvett var tómum orðum

Því ríkisstjórnin ráða kann
ráðgjafa og bjána
en forsendurnar aldrei fann
fyrir lækkun lána

Við útkomunni enginn bjóst
öðru var hér lofað
Þótt vera ætti öllum ljóst
hvað yfir hefur vofað

Þeir sem eiga auð og völd
öllu vilja ráða
og afskrifa því álögð gjöld
aðeins fyrir fjáða

"Að fara á stofu"

Fólkið losnar fjötrum úr
fyrr en úti er árið
Og aftur geta fínar frúr
í Framsókn, litað hárið

Bloggfærslur 9. apríl 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband