2.1.2015 | 13:41
Samráð um lækkun vörugjalda
Talaði maðurinn af sér?
Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaups, sem meðal annars rekur Nettó og Samkaup, segir að verið sé að breyta verðmerkingum vegna virðisaukaskattsins. Ómar segir að það eigi eftir að taka birgðastöðuna og því sé ekki búið að lækka verð vegna vörugjaldanna. Þá segir hann skipta máli hvernig aðrir á markaðnum framkvæmi þetta. Það er engin bein lína í þessu heldur verður að skoða ýmislegt, segir hann og bætir við að vinnan sé tímafrek og kostnaðarsöm. Vörugjöldin verði þó ekki innifalin í verði þeirra vara er koma með næstu sendingum
Hvernig getur það skipt máli hvernig aðrir á markaði framkvæmi þetta? Menn eru búnir að hafa rúman tíma og svona undanflæmingur virkar ótrúverðugur og sannfærir mig um að vörugjaldalækkunin muni ekki skila sér að fullu í vasa neytenda. Alveg sama þótt innan um séu heiðarlegir kaupmenn sem vilji vel þá munu þeir einmitt horfa til þess hvernig aðrir framkvæma þetta
2.1.2015 | 13:02
Blekkingar Bjarna Ben og þögn Kristjáns Þórs
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefur tjáð sig um kröfur lækna og fer þar með vísvitandi blekkingar sem hann treystir á að verði ekki svarað af samninganefnd lækna. En heimskur pöpullinn gleypir við áróðri stjórnvalda og nú virðist sem samúð eða velvilji almennings með kröfum lækna sé að snúast upp í hneykslun á óhóflegri frekju hálaunamanna. Nákvæmlega eins og Bjarni Benediktsson lagði upp með.
Þess vegna verða læknar að upplýsa kröfur sínar. Þessi leyndarhyggja hefur ekkert upp á sig. Á meðan laun lækna eru greidd úr ríkissjóði þá á almenningur fullan rétt á að vera upplýstur um launakjör lækna. Því það er ólíðandi að annar aðilinn, í þessu tilviki fjármálaráðherra geti blekkt almenning með vísvitandi blekkingum og hálfsannleik varðandi yfirstandandi kjarasamninga.
Með því að nefna meðallaun upp á 1100 þúsund og hækkunarkröfu upp á 40% þá er verið að telja almenningi trú um að kröfur lækna feli í sér 400-500 þúsund króna hækkun á mánuði. Þetta er náttúrulega ekki rétt. Ef læknar krefjast 40% hækkunar þá er það hækkun á grunnlaun en ekki meðallaun. þarna munar umtalsverðum fjárhæðum. því grunnlaun lækna eru ekki há. 340 þúsund fyrir almenna lækna og 550 hjá sérfræðilæknum. 40% hækkun á þessi grunnlaun getur ekki talist óhóflegar kröfur miðað við aðra hálaunahópa í ríkisgeiranum.
Og hvað eru læknar margir? 400-500? leiðrétting til þeirra mun þá kosta 1-2 milljarða. Höfum við efni á að rústa því sem eftir er af heilbrigðisþjónustunni fyrir 2 milljarða?
Hvað lækkuðu þessir auðmenn aftur skatta á auðmenn mikið á fyrstu vikum valdtöku sinnar? Var það ekki upphæð sem nemur tug milljarða?
Hvað finnst fólki? Ætlar það að snúast gegn læknum og sitja uppi með ónóga sjúkraþjónustu á næstu mánuðum eða stendur nú þjóðin einu sinni með sjálfri sér og hrindir þessari atlögu stjórnvalda að heilbrigðiskerfinu í eitt skipti fyrir öll?
Kristján Þór stenst ekki alvöru þrýsting. Hann verður fljótari að brotna en Hanna Birna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)