Um hvað sömdu læknar?

Hjúkrunarfræðingar eru sennilega vanmetnasta stétt landsins þegar kemur að launum og álagi í vinnu. Þess vegna er ekki skrýtið þótt þau beri sig saman við lækna í þessari launadeilu sem bitnar nú á sjúklingum og aðstandendum af vaxandi þunga. Ég stóð með læknum í þeirra baráttu og ég styð hjúkrunarfræðinga heilshugar. Þeir eiga ekki að sætta sig við miklu lakari kjör en læknar hafa. Og það á líka að gilda um aðra sérfræðinga sem starfa á sjúkrahúsunum. Miðið ykkar launakjör við læknana og krefjist síðan að framvegis verði gerðir vinnustaðasamningar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sem gildi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk á vegum ríkisins. Núverandi fyrirkomulag gengur ekki. Verkföll af þessu tagi eru ekki boðleg.  Hvorki fyrir launafólk eða launagreiðandann.

En lög á vinnudeilur eru heldur ekki það sem neinn vill. Alþingi væri nær að endurskoða lög um stéttarfélög og vinnudeilur og koma kjaramálum í viðunandi farveg. Þetta leikrit sem sett er upp af fjölmiðlum í hvert skipti sem stefnir í átök á vinnumarkaði er orðið dálítið þreytt.

 


mbl.is Lög á verkfallið ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband