Ef pólitík er skák

Ef pólitíkin er eins og að tefla skák þá er niðurstaða Rögnunefndarinnar bara biðleikur.

Enn er þrætuefnið óleyst. Hvar á miðstöð innanlandsflugsins að vera til frambúðar?

Þessa tillögu um flugvöll í Hvassahrauni tekur varla nokkur maður alvarlega, slík fjarstæða sem hún er. Eftir stendur sem áður þessir 2 kostir. A. Reykjavík-Vatnsmýri  B. Keflavík-Miðnesheiði

Það er í raun sama hvað flugvallarvinir öskra mikið. Það virðist þverpólitísk sátt ríkja meðal allra borgarstjórnarflokka nema Framsóknar, að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni á næstu árum. Og þá er bara kostur B. eftir. Og það er sá kostur sem alltaf hefur verið sá rökrétti í stöðunni.  En einhverra hluta vegna hafa pólitíkusar heykst á að nefna hann af ótta við að styggja hagsmunaaðilana á flugvallarsvæðinu. Ekki bara Flugfélag íslands,  heldur Gæsluna og sjúkraflugið og einkaflugið og Flugfélagið Erni svo nokkrir séu nefndir.  En það er bara óhjákvæmilegt að einhverjir skaðist þegar stórar kerfisbreytingar eru gerðar. En þær verða ekki léttbærari þótt þeim sé frestað eins og þessi biðleikur Rögnunefndarinnar gerir. Menn geta svosem leikið sína biðleiki en skákin er töpuð.  Innanlandsfluginu er best fyrir komið á sama stað og utanlandsfluginu. Það hljóta allir að sjá.


mbl.is Skýrsla Rögnunefndarinnar ekki lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband