Don Ásgeir og Kvíabryggjukrimmarnir

Á Kvíabryggju krimmi súr
kvartar undan Páli
sem leyfði Mikaeli Múr
að mæla fanga máli

Brást nú ekki Ásgeir Jón
enda þeirra æðsti don
og sinn sendi þangað þjón
Þorbjörn nokkurn Þórðarson

Afraksturinn augum bar
í "Íslandi í dag" í gær
En herferðin sem hófst víst þar
háðuglega útreið fær

Fyrst máttum enga eftirsjá
eða iðrun heyra
hatar þjóðin alla þrjá
en Þorbjörn sínu meira


mbl.is Kvartað undan fangelsismálastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband