26.1.2016 | 08:36
Þegar loðnan hvarf
Í fyrra munaði hársbreidd að fiskifræðingar lýstu yfir hruni loðnustofnsins. Þá fannst engin loðna sem heitið gæti á hefðbundnum slóðum á hefðbundnum árstímum. Samt var öllu tjaldað til í loðnuleit hjá Hafró, sem er dálítið skondið hjá stofnun sem þykist vita nákvæmlega hve mörg tonn af hverri fisktegund er í sjónum! Svo allt í einu birtist loðnan og öllum létti. En sérstaklega fiskifræðingunum á Hafró. Hinn öflugi uppsjávarveiðifloti okkar náði að ryksuga upp leyfilegan kvóta og engu var skeytt um hvort loðnan næði að hrygna og tryggja þannig næga viðkomu! Þessi breyting á varúðarreglunni sem skýrir breytta aflareglu núna segir mér að hrygningin hafi mistekist sem er stóralvarlegt mál.
Því loðnan er mikilvægasti liðurinn í fæðupíramída hafsins. Loðnan er undirstaða þess að þorskurinn þrífist. Þess vegna eiga menn að láta þorskinn njóta vafans og banna alfarið alla loðnuveiði í grunnnót í 2 ár. Grunnnótin drepur allt kvikt. Líka allan ungfiskinn og seiðin í fjörunni fyrir suður og suðaustur landi.
En auðvitað þora menn ekki að taka slíka ákvörðun. Fjárfestingin í flotanum krefst sífellt meiri veiði og menn munu bara teikna inn nauðsynlegar lóðningar ef með þarf til að leyfa eins mikla hrognatöku og Brynjar og félagar þurfa til að geta borgað af nýju skipunum og tekið sér áfram umtalsverðan arð.
![]() |
Ný aflaregla minnkar afla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjávarútvegsmál | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)