10.3.2016 | 18:09
Viðurkenna fákeppni en skilja ekki hugtakið!
Ég hef lengi talað fyrir því að löggjafinn taki á þeim einokunar og fákeppnismarkaði sem hér er og núna loks viðurkennt af samkeppniseftirlitinu. Það gera menn með lagasetningu, sem er í eðli sínu gjörólík lögum sem gilda á samkeppnismarkaði þar sem framboð og eftirspurn stjórnar. Á fákeppnismarkaði gilda leikreglur sem koma í veg fyrir mikið af þeim brotum sem samkeppniseftirlitið okkar hefur verið að fást við og ekki fengið botn í. Ef hér væru fákeppnislög í gildi þá hefðu til dæmis olíuforstjórarnir, grænmetisfurstarnir og banka og bótasjóðaþjófarnir farið beint í fangelsi.
Að fá þetta tekið á dagskrá er fyrsta skref. En það þarf að vinna fljótt og vel til að breyta því sem breyta þarf. Samt eiga þingmenn ekkert að fara að sérsníða lög að séríslenskum sið. Þeir geta tekið upp þá lagabálka í nágrannalöndunum sem um þau mál gilda. Og í framhaldinu væri tilvalið að taka upp alvöru neytendavernd eins og til stóð árið 2008. Hringja kannski í Björgvin byttu og spyrja hann hvar frumvarpið hans er?. Hann var ekki byrjaður að drekka aftur þá og man þetta kannski
![]() |
Staðfesta fákeppni á tryggingamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.3.2016 | 17:40
Bönnum standandi þvaglát
Mér finnst eitthvað mikið rangt við hugsunarhátt þeirra sem í alvöru aðhyllast boð og bönn. Ég persónulega vil ekki búa í slíku þjóðfélagi ekki frekar en Bjartur í Sumarhúsum undirgekkst valdasamfélag síns tíma.
En ég er með ráðleggingu til nýliðanna sem komust óvænt inn á Alþingi síðast, að lesa nú stjórnarskrána og fá kannski leiðsögn við þær greinar sem þeir skilja ekki. Þá fyrst eru þeir fullgildir til að fást við þau verkefni sem af þeim eru krafist.
Ef stjórnendur einkafyrirtækja taka rangar ákvarðanir, þá er engin lausn að skerða sjálfsákvörðunarvald allra hinna. Ef við hefjum þá vegferð þá endum við sem fasistaríki.
En að pissa standandi er allt annað. Eina ástæðan fyrir því að það er gert er sú, að karlmenn þurfa ekki að þrífa eftir sig. Ef konur hættu að þrífa hlandsletturnar af gólfum og veggjum þá myndu viðhorfið breytast og verða til óskráð regla um að allir pissi sitjandi
![]() |
Banni bónusgreiðslur til bankamanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)