Á ríkisforstjóri að gagnrýna yfirmenn sína?

Páll Matthíasson fór mikinn í fréttatímum beggja sjónvarpsstöðva í kvöld.  Hann vill ráða því hvar spítalinn verður byggður.  Gallinn er bara sá að það þarf ekki að spyrja hann að því og enginn gaf honum umboð til að tjá sig á þann hneykslunarsama hátt og við fengum að heyra og fréttamenn ýttu undir. Páll getur og má tjá sig eins og hver annar þegn þessa lands en sem forstjóri spítalans ber honum að vera hlutlaus.

Ef hægt er að byggja nýjan spítala á öðrum stað, með fljótlegri og ódýrari hætti þá á Páll að fagna því en vera ekki með fyrirfram mótaðan mótþróa.  Almenn óánægja með ríkisstjórnina gefur ekki sjalfkrafa óbreyttum embættismönnum skotleyfi til að viðra óánægju sína með stjórnvaldsákvarðanir sem þá snerta. 


Stjórnarskrárbreytingar bíði betri tíma

Það er ánægjulegt hve margir eru komnir á þá skoðun, sem ég viðraði fyrst í þessari bloggfærslu 21.febrúar.
Auðvitað er engin ástæða til að kjósa um þessa frumvarpskrypplinga, sem senn verða lagðir fyrir þingið. Við setjum bara fram nýja kröfu um Stjórnlagaþing þjóðarinnar og klárum málið þar án afskipta embættismanna, lagatækna og flokkseigenda.  það er hið eina sem sátt verður um.  Umboðslaust fólk á þingi ætti að vera farið að skilja hvað til þess friðar horfir og vera ekki að ögra almenningi með þessum skrípaleik sem starf stjórnarskrárnefndar var frá upphafi. Meira að segja prófessor emerítus, Sigurði Líndal varð það fljótt ljóst og sagði sig frá þessari sýndarnefnd. Þarf frekari vitnanna við?


Velferð á villigötum

Starfshópur um fæðingarorlofsgreiðslur hefur skilað tillögum til ráðherra.  Eins og við var að búast er farið fram á íþyngjandi breytingar bæði fyrir atvinnurekendur en ekki síst ríkissjóð. Ég vona að ráðherra standi gegn þessum kröfum.  Fyrst verið er að greiða fæðingarorlof þá eru núverandi reglur fullnægjandi.

En afhverju ekki að ræða í alvöru kosti og galla þess að taka upp borgaralaun?  Þá væri hægt að leggja niður alla fjárhagsstyrki og bætur og tryggja öllum jafna framfærslu án tillits til þjóðfélagsstöðu.  Bótakerfið og félagsþjónustan eru fyrirbæri sem ekki ættu að þekkjast og meira að segja mætti létta mjög ásókn ungmenna í lánshæft nám með því að taka upp borgaralaun. 

Og hvenær skyldu fulltrúar ASÍ hætta þessari prósentudýrkun?  Föst krónutala er eina rétta aðferðin við hækkanir á launum og öðrum greiðslum til almennings.  Afhverju ætti milljónkallinn að fá 800 hundruð þúsund frá ríkinu í fæðingarorlof en fimm hundruð þúsund kallinn aðeins helminginn af þeirri upphæð?  Hvað með jöfnuð og jafnan rétt?

Þurfa menn alltaf að standa í þessu eiginhagsmunapoti? Afhverju eru andverðleikarnir alltaf handvaldir í allar nefndir, ráð og hópa þegar annað betra hlýtur að vera í boði?

Spyr sá sem ekkert skilur

 


Engar nefndir bara efndir

Engar nefndir bara efndir eru fræg slagorð frá síðustu kosningaherferð framsóknar.  Segja má að það loforð hafi verið efnt í þessu máli. Að sjálfsögðu hef ég ekkert vit á þessum málaflokki en ég styð heilshugar allt sem minnkar báknið. Þetta hagsmunanöldur starfsmannanna skiptir engu máli. Við eigum að taka mið af fámenni og sníða okkur stakk eftir vexti.


mbl.is Samstarfsnefnd afneitar samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Plottað í Garðabæ

Allir vita að það er ekki armslengd á milli Bjarna Benediktssonar , efnahagsráðherra og bæjarstjórans í Garðabæ,  þessvegna má gera ráð fyrir því að staðarvali nýs spítala verði breytt. Ákvörðunin er í raun tekin og aðeins eftir að fá formlegt samþykki þingsins, sem ætti að vera auðvelt mál þegar rökin fyrir breyttu staðarvali eru vegin og metin.

Sigmundur færir pottþétt rök fyrir því að spítalinn verði byggður í landi Vífilstaða.  Rök sem ég er fyllilega sammála, ekki síst þeim rökum að framkvæmdir á Hringbraut munu valda óbætanlegum óþægindum fyrir starfsfólk og sjúklinga á meðan á framkvæmdum stendur og það eitt ætti að vera næg ástæða fyrir að bakka frá þeirri arfavitlausu framkvæmd.

Til hamingju Ísland!


mbl.is Vill nýjan spítala á Vífilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV hlutast til um formannskjör Samfylkingar

Á Fréttastofu RÚV vinnur fólk sem upp til hópa flokkast til vinstri í stjórnmálum. Þetta má ráða af áherzlum í fréttaflutningi, mikilvægi frétta, hverjir veljast sem viðmælendur og svo náttúrulega þessi grímulausa ESB aðdáun. Og þegar öll þessi atriði leggjast saman þá verður maður oft pirraður af því maður vill að fagmennska sé viðhöfð á þessum ríkismiðli. Þetta er ekki 365 eða Mogginn.

Og nú fara þeir yfir strikið í nýjustu fréttinni sem ber fyrirsögnina:

"Þrýst á Magnús Orra að fara í formannsslaginn"

Nú þetta er athyglisvert ef fyrir því væri einhver fótur en svo er ekki. Þegar nánar er að gáð þá er þetta óstaðfestar tilgátur, sem virðast þjóna þeim tilgangi einum að kanna möguleika Magnúsar EF honum dytti í hug að gefa kost á sér.  En að Magnús Orri verði formaður í Samfylkingunni er álíka sennilegt og Þorgerður Katrín verði forseti Íslands!  Eru menn búnir að gleyma því að Magnús Orri þurfti að skrifa sig inn í flokkinn á miðju kjörtímabili? Menn sem hafa pólitíska sannfæringu þurfa ekki að skrifa bók um það og skíra hana "Manifesto" Flestir ættu nú að átta sig á því, jafnvel þeir sem starfa á fréttastofu RÚV og stunda pólitískan spuna


Bloggfærslur 11. mars 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband