21.3.2016 | 14:33
Vantraust
Í orðinu vantraust felst kjarni málsins. Það þarf ekkert að fimbulfamba um eitthvað allt annað til að finna réttlætingar fyrir röngum ákvörðunum sem leiða til vantraustsins. Allar þær ástæður eða réttlætingar eiga einfaldlega ekki lengur við þegar vantraust hefur skapast.
Hvort Sigmundur eigi sér málsbætur eða hvort aðrir í sömu aðstæðum hafi hagað sér svipað skiptir engu máli. Þær sakir sem á Sigmund eru bornar þarf forsætisráðherra sjálfur að bera af sér ef vantraustið á að ganga til baka. Ekki aðstoðarmaður hans eða sauðtryggir samflokksmenn. Því hann er ekki bara forsætisráðherra Framsóknarflokksins, heldur íslenzku þjóðarinnar. Og eiginkona hans er ekki bara einhver kona út í bæ, heldur eiginkona forsætisráðherra þjóðarinnar.
Nú þegar fjölmiðlagjammi Alþingis hefur verið lokað vegna páskahlés, skapast vonandi aðstæður fyrir Sigmund sjálfan og eiginkonu hans til að meta sína stöðu í ljósi þessa vantrausts, sem óumdeilanlega hefur myndast, og hvernig þau eigi að bregðast við.
Þau geta alla vega ekki treyst því að þetta mál hverfi. Ef þau gera ekkert, þá gerist samt tvennt. 1. Vantraust verður hugsanlega lagt fram og samþykkt eftir páska. 2. Vantraust verður ekki lagt fram og ekki samþykkt á Alþingi vegna valdahagsmuna ríkisstjórnaflokkanna.
Hvort tveggja mun þýða endalok stjórnmálaferils Sigmundar Davíðs. HINS VEGAR , EF HANN AF FYRRA BRAGÐI, KÆMI FRAM OG BÆÐIST AFSÖKUNAR Á DÓMGREYNDARBRESTI SÍNUM Í ÞESSU MÁLI ÞÁ MYNDI HANN VINNA ÞJÓÐINA Á SITT BAND. Svo framarlega sem ekkert misjafnt hefur verið gert í fjárstýringu þeirra hjóna, sem ekkert bendir til að hafi verið gert. Enda snýst vantraustið ekki um það. Vantraustið snýst um siðareglur og frjálsa túlkun þingsins á því hvað þjóðinni kemur við og hvað ekki. Hins vegar er þjóðin ekki refsiglöð ef menn sýna iðrun og auðmýkt fyrst af öllu. Þjóðin vill fara að sjá að alþingismenn og ráðherrar umgangist það vald sem þeim er falið af auðmýkt en ekki þeim hroka sem nú er normið.
Bjarni vann til baka leiðtogasætið í Sjálfstæðisflokknum í frægu sjónvarpsviðtali þar sem hann kom fram af einurð og heiðarleika. Sigmundur getur þetta líka ef hann hefur þann þroska og manngreynd sem til þarf. En þá þarf líka eiginkonan að taka meiri þátt. Hún er opinber persóna hvort sem henni líkar betur eða verr. Hún er ekki einhver fjárfestir út í bæ.
![]() |
Ekki nóg að vera bara reiður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2016 | 13:40
Velgerðarranglæti
Verið er að vinna tjón
ef velgerð ræður sköpum
Því börnin verða bara klón
búin til af öpum
![]() |
Meirihluti hlynntur staðgöngumæðrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |