Drambsami borgarfulltrúinn

Í gær átti ég orðaskipti við Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúa SF og formann Umhverfis og Skipulagsráðs.  Notaði ég tækifærið og gagnrýndi þrengingu Grensásvegar sérstaklega. Brást hann ókvæða við og spurði hvort ég væri búsettur á því svæði og þegar ég neitaði því þá taldi hann mig ekki hafa rétt til að tjá mig um það mál.  Þetta er alveg nýtt og kallar á frekari skýringar stjórnmálamanna. Lauk þar með þessum orðahnippingum og ég horfði á eftir þessum drambsama borgarfulltrúa arka grútskítugan Laufásveginn í átt að Austurvelli þar sem stjórnmálamönnum öllum var mótmælt í gær.  En drullan og svifrykið sem angrar okkur vegna samdráttar í grunnþjónustu borgarinnar kemur þessum manni greinilega ekki við. Fyrir brot af því sem kostar að þrengja Grensásveg má sópa og spúla allar götur borgarinnar og bæta þannig loftgæði hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda. Kannski færi betur ef Hjálmar Sveinsson hætti að rölta Laufásveginn til vinnu og hrækja í átt að bandaríska sendiráðinu.  Við þurfum ekki svona attitude.


Bloggfærslur 10. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband